Gústi Gylfa: Fúlt að fá ekki víti Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. júlí 2017 22:41 Ágúst Gylfason var þungur á brún í kvöld. vísir/ernir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var að vonum ekki sáttur með 2-0 tap sinna manna gegn KR í Pepsi deildinni í kvöld. Liðin áttust við á Alvogenvellinum í Vesturbænum, en leikurinn var hluti af 10. umferð deildarinnar og átti hann upphaflega að fara fram í byrjun mánaðarins. „Það er súrt að tapa, sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við eiga fyrstu færin, og hugsanlega átt að fá víti, fúlt að vera ekki búnir að skora. Eftir það þá gengu KR-ingar á lagið og voru betri það sem eftir lifir leiks í rauninni.“ „Ég sá það ekki nógu vel, en það voru fullt af augum sem sáu það og vildu fá víti. Frekar fúlt að hafa ekki fengið það, en það er erfitt að biðja um eitthvað,“ sagði Ágúst, aðspurður um atvik sem átti sér stað á 12. mínútu leiksins þegar Gunnar Þór Gunnarsson virðist brjóta á Marcus Solberg Mathiasen inni í eigin vítateig. Heilt yfir vildi Ágúst þó ekki meina að frammistaða sinna manna hafi verið alslæm, „Það var mikil barátta og við hlupum mikið, sérstaklega í 35 mínútur. Þá var rosalega mikill kraftur í okkur og KR-ingar lentu í töluverðum vandræðum. Eftir það, þegar KR náðu sínu spili, þá opnaðist þetta. Mörkin sem þeir skora eru fyrir utan teig og kannski smá heppnisstimpill yfir þeim. Þeir fengu eitthvað af færum en við fengum líka fullt af færum. “ Serbinn Igor Taskovic kom til Fjölnis í janúar, en hefur nú yfirgefið herbúðir félagsins. „Já, hann er farinn frá okkur allavega og er að leita sér, eða hugsanlega að fara heim. No comment með það,“ sagði Ágúst aðspurður hver staðan væri á málum Taskovic. Fjölnir mætir í Kópavoginn í heimsókn til Blika í næstu umferð. Sá leikur fer fram á mánudagskvöld. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, en þau eru jöfn að stigum ásamt Víkingi Reykjavík og KA í 6.-9. sæti. „Við þurfum að hugsa aðeins út í þennan, hvað fór úrskeiðis í dag. Það er stutt í næsta leik. Þetta var frestaður leikur sem við hefðum viljað fá meira úr, en það er bara næsti leikur.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Fjölnir 2-0 | KR-ingar upp í 5. sætið | Sjáðu mörkin KR vann sinn annan leik í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið lagði Fjölni að velli í Vesturbænum í kvöld. 27. júlí 2017 22:30 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var að vonum ekki sáttur með 2-0 tap sinna manna gegn KR í Pepsi deildinni í kvöld. Liðin áttust við á Alvogenvellinum í Vesturbænum, en leikurinn var hluti af 10. umferð deildarinnar og átti hann upphaflega að fara fram í byrjun mánaðarins. „Það er súrt að tapa, sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við eiga fyrstu færin, og hugsanlega átt að fá víti, fúlt að vera ekki búnir að skora. Eftir það þá gengu KR-ingar á lagið og voru betri það sem eftir lifir leiks í rauninni.“ „Ég sá það ekki nógu vel, en það voru fullt af augum sem sáu það og vildu fá víti. Frekar fúlt að hafa ekki fengið það, en það er erfitt að biðja um eitthvað,“ sagði Ágúst, aðspurður um atvik sem átti sér stað á 12. mínútu leiksins þegar Gunnar Þór Gunnarsson virðist brjóta á Marcus Solberg Mathiasen inni í eigin vítateig. Heilt yfir vildi Ágúst þó ekki meina að frammistaða sinna manna hafi verið alslæm, „Það var mikil barátta og við hlupum mikið, sérstaklega í 35 mínútur. Þá var rosalega mikill kraftur í okkur og KR-ingar lentu í töluverðum vandræðum. Eftir það, þegar KR náðu sínu spili, þá opnaðist þetta. Mörkin sem þeir skora eru fyrir utan teig og kannski smá heppnisstimpill yfir þeim. Þeir fengu eitthvað af færum en við fengum líka fullt af færum. “ Serbinn Igor Taskovic kom til Fjölnis í janúar, en hefur nú yfirgefið herbúðir félagsins. „Já, hann er farinn frá okkur allavega og er að leita sér, eða hugsanlega að fara heim. No comment með það,“ sagði Ágúst aðspurður hver staðan væri á málum Taskovic. Fjölnir mætir í Kópavoginn í heimsókn til Blika í næstu umferð. Sá leikur fer fram á mánudagskvöld. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, en þau eru jöfn að stigum ásamt Víkingi Reykjavík og KA í 6.-9. sæti. „Við þurfum að hugsa aðeins út í þennan, hvað fór úrskeiðis í dag. Það er stutt í næsta leik. Þetta var frestaður leikur sem við hefðum viljað fá meira úr, en það er bara næsti leikur.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Fjölnir 2-0 | KR-ingar upp í 5. sætið | Sjáðu mörkin KR vann sinn annan leik í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið lagði Fjölni að velli í Vesturbænum í kvöld. 27. júlí 2017 22:30 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Fjölnir 2-0 | KR-ingar upp í 5. sætið | Sjáðu mörkin KR vann sinn annan leik í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið lagði Fjölni að velli í Vesturbænum í kvöld. 27. júlí 2017 22:30