Chad Smith sýnir trommulistir sínar í Hörpu Guðný Hrönn skrifar 28. júlí 2017 09:45 Chad Smith hefur oft náð að lista yfir bestu trommara heims. NORDICPHOTOS/GETTY Chad Smith, trommuleikari Red Hot Chili Peppers, kemur fram Í Hörpu á sunnudaginn og mun þar leika magnaðar trommulistir sínar og í leiðinni ausa úr viskubrunni sínum fyrir áhugasama. „Við í Hljóðfærahúsinu fáum Chad Smith, trommuleikara Red Hot Chili Peppers, til okkar í Hörpu núna á sunnudaginn. Þar verður hann með svo kallað trommara-„clinic“,“ segir trommarinn Arnar Þór Gíslason sem starfar í Hljóðfærahúsinu. Spurður út í hvað „clinic“ þýði í þessu samhengi á Arnar erfitt með að finna íslenskt orð. „þetta er svona trommara-framkoma. Hann kemur sem sagt og trommar, tekur nokkur Red Hot Chili Peppers lög með undirspili og allur fókusinn verður á honum. Hann verður einn á sviðinu og trommar fyrir viðstadda, sýnir trix og spjallar á milli. Hann mun fara í gegnum feril sinn og segja frá hverju hann er að reyna að ná fram með trommuleiknum hverju sinni,“ útskýrir Arnar.Arnar er spenntur fyrir komu Red Hot Chili Peppers til Íslands.VÍSIR/LAUFEYAðspurður hvort hægt sé að kalla þetta námskeið segir Arnar: „Nei, þetta er ekki beint námskeið, þetta er meira trommusýning. Vissulega er hægt að læra eitthvað af þessu en þeir sem mæta eru ekki að fara að tromma sjálfir, bara fylgjast með og verða vonandi fyrir innblæstri.“ Arnar segir að samtal á milli Chads og áhorfenda muni spila stórt hlutverk á sunnudaginn. „Chad er svo flottur og hress náungi. Hann er ekkert að taka lífið of alvarlega og hefur bara gaman af,“ segir Arnar sem er spenntur fyrir að sjá Chad leika á als oddi á sunnudaginn.En fyrir hverja er sýning Chads Smith? „Þetta er fyrir alla. Trommarar hafa kannski mestan áhuga á þessu en þetta er samt sem áður fyrir alla. Og kannski fyrst og fremst fyrir þá einstaklinga sem hafa áhuga á hljómsveitinni,“ segir Arnar. Hann bætir við að það sé óþarfi að hafa vit á trommum og trommuleik til að skemmta sér vel á sýningunni. „Þetta verður kannski bara skemmtilegra eftir því sem þú veist minna um trommur.“ „Já, ég fer,“ segir Arnar spurður út í hvort hann ætli svo á Red Hot Chili Peppers tónleikana á mánudaginn. „Þessi hljómsveit er náttúrulega tímamótaband. Sérstaklega platan Blood Sugar Sex Magik (1991), hún hafði mikil áhrif. Sem trommuleikari þá er þetta fyrsta platan sem ég lærði að tromma alveg frá fyrsta lagi til síðasta lags. Hún lagði grunninn að mínum trommuleik síðar,“ segir Arnar. Þess má geta að Chad Smith kemur fram í Silfurbergi í Hörpu á sunnudaginn klukkan 19.00 og miðasala fer fram á vef Hörpu, harpa.is. Trommari Red Hot Chili Peppers Chadwick Gaylord Smith, kallaður Chad Smithfæddur 25. október 1961 í Minnesota, Bandaríkjunumbyrjaði í Red Hot Chili Peppers árið 1988 en sveitin var stofnuð árið 1983hefur oft náð ofarlega á lista yfir bestu trommara heimsbyrjaði að tromma aðeins sjö ára gamaller sagður mjög líkur gamanleikaranum Will Farrell og hefur gert mikið grín að því sjálfurer kvæntur Nancy Mack og saman eiga þau þrjá syni. Hann á þrjú önnur börn úr fyrri samböndumer þekktur fyrir að gera mikið fyrir ýmis góðgerðafélög sem snúast um að efla tónlistarsköpun. Tónlist Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Chad Smith, trommuleikari Red Hot Chili Peppers, kemur fram Í Hörpu á sunnudaginn og mun þar leika magnaðar trommulistir sínar og í leiðinni ausa úr viskubrunni sínum fyrir áhugasama. „Við í Hljóðfærahúsinu fáum Chad Smith, trommuleikara Red Hot Chili Peppers, til okkar í Hörpu núna á sunnudaginn. Þar verður hann með svo kallað trommara-„clinic“,“ segir trommarinn Arnar Þór Gíslason sem starfar í Hljóðfærahúsinu. Spurður út í hvað „clinic“ þýði í þessu samhengi á Arnar erfitt með að finna íslenskt orð. „þetta er svona trommara-framkoma. Hann kemur sem sagt og trommar, tekur nokkur Red Hot Chili Peppers lög með undirspili og allur fókusinn verður á honum. Hann verður einn á sviðinu og trommar fyrir viðstadda, sýnir trix og spjallar á milli. Hann mun fara í gegnum feril sinn og segja frá hverju hann er að reyna að ná fram með trommuleiknum hverju sinni,“ útskýrir Arnar.Arnar er spenntur fyrir komu Red Hot Chili Peppers til Íslands.VÍSIR/LAUFEYAðspurður hvort hægt sé að kalla þetta námskeið segir Arnar: „Nei, þetta er ekki beint námskeið, þetta er meira trommusýning. Vissulega er hægt að læra eitthvað af þessu en þeir sem mæta eru ekki að fara að tromma sjálfir, bara fylgjast með og verða vonandi fyrir innblæstri.“ Arnar segir að samtal á milli Chads og áhorfenda muni spila stórt hlutverk á sunnudaginn. „Chad er svo flottur og hress náungi. Hann er ekkert að taka lífið of alvarlega og hefur bara gaman af,“ segir Arnar sem er spenntur fyrir að sjá Chad leika á als oddi á sunnudaginn.En fyrir hverja er sýning Chads Smith? „Þetta er fyrir alla. Trommarar hafa kannski mestan áhuga á þessu en þetta er samt sem áður fyrir alla. Og kannski fyrst og fremst fyrir þá einstaklinga sem hafa áhuga á hljómsveitinni,“ segir Arnar. Hann bætir við að það sé óþarfi að hafa vit á trommum og trommuleik til að skemmta sér vel á sýningunni. „Þetta verður kannski bara skemmtilegra eftir því sem þú veist minna um trommur.“ „Já, ég fer,“ segir Arnar spurður út í hvort hann ætli svo á Red Hot Chili Peppers tónleikana á mánudaginn. „Þessi hljómsveit er náttúrulega tímamótaband. Sérstaklega platan Blood Sugar Sex Magik (1991), hún hafði mikil áhrif. Sem trommuleikari þá er þetta fyrsta platan sem ég lærði að tromma alveg frá fyrsta lagi til síðasta lags. Hún lagði grunninn að mínum trommuleik síðar,“ segir Arnar. Þess má geta að Chad Smith kemur fram í Silfurbergi í Hörpu á sunnudaginn klukkan 19.00 og miðasala fer fram á vef Hörpu, harpa.is. Trommari Red Hot Chili Peppers Chadwick Gaylord Smith, kallaður Chad Smithfæddur 25. október 1961 í Minnesota, Bandaríkjunumbyrjaði í Red Hot Chili Peppers árið 1988 en sveitin var stofnuð árið 1983hefur oft náð ofarlega á lista yfir bestu trommara heimsbyrjaði að tromma aðeins sjö ára gamaller sagður mjög líkur gamanleikaranum Will Farrell og hefur gert mikið grín að því sjálfurer kvæntur Nancy Mack og saman eiga þau þrjá syni. Hann á þrjú önnur börn úr fyrri samböndumer þekktur fyrir að gera mikið fyrir ýmis góðgerðafélög sem snúast um að efla tónlistarsköpun.
Tónlist Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira