Jayden K. Smith gerir fólk á Facebook gráhært Jakob Bjarnar skrifar 10. júlí 2017 12:06 Skuggabaldurinn Jayden K. Smith gerir ýmsum á Facebook gramt í geði nú um stundir. Fjöldi fólks á Facebook fær nú skilaboð í stórum stíl þess efnis að það megi undir engum kringumstæðum samþykkja vinabeiðni frá Jayden K. Smith nokkrum. Því hann sé lævís hakkari þæfi sig inn á Facebookreikning þinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þeir sem fá þessi skilaboð eru jafnframt beðnir um að vara alla sína vini við þessum þrjóti með því að senda þeim skilaboð þar að lútandi.Eftir því sem næst verður komist er um að ræða hrekk en ekki hakk. Og víst er að hrekkurinn hefur heppnast því Facebook er beinlínis undirlagt af Jayden þessum. Heiða B. Heiðars, auglýsingastjóri Stundarinnar, er fremur virkur Facebookverji og hún segir: „Allir hakkarar heimsins eru í áfalli yfir því hvað Íslendingar eru fljótir að átta sig á því þegar hakkið er í gangi, koma skilaboðunum á hvert einasta helvítis Íslending og munu aldrei reyna þetta aftur.“Séra Hildur Eir Bolladóttir er ekki frá því að hún „vilji bara frekar rekast á þennan hakkara en að fá tvöþúsund skilaboð um að forðast hann, veit að ég er með athyglisbrest en ég er samt alveg búin að ná þessu.“ Sóli Hólm, útvarpsmaður og skemmtikraftur, hefur þetta um málið að segja: „Vinsamlegast ekki segja mér að segja öllum vinum mínum að samþykkja ekki Jayden K. Smith sem vin...“ En, það er svo Birgir Örn Guðjónsson, aka Biggi lögga eða Biggi flugþjónn eftir atvikum, sem er alltaf á vaktinni og reynir að róa mannskapinn með upplýsandi hætti:„Nei þarna. Þessi Jayden K. Smith er ekki einhver hættulegur hakkari sem hakkar þig inn á reikninginn þinn og vina þinna ef þú samþykkir hann sem vin. Það virkar bara ekki þannig. Sá sem byrjaði þennan póst var heldur enginn tölvuhakkari en engu að síður ágætis tölvuprakkari sem fékk fullt af fólki um allan heim til að áframsenda tilgangslausan póst,“ segir Biggi og með fylgir broskall að hætti hússins. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Fjöldi fólks á Facebook fær nú skilaboð í stórum stíl þess efnis að það megi undir engum kringumstæðum samþykkja vinabeiðni frá Jayden K. Smith nokkrum. Því hann sé lævís hakkari þæfi sig inn á Facebookreikning þinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þeir sem fá þessi skilaboð eru jafnframt beðnir um að vara alla sína vini við þessum þrjóti með því að senda þeim skilaboð þar að lútandi.Eftir því sem næst verður komist er um að ræða hrekk en ekki hakk. Og víst er að hrekkurinn hefur heppnast því Facebook er beinlínis undirlagt af Jayden þessum. Heiða B. Heiðars, auglýsingastjóri Stundarinnar, er fremur virkur Facebookverji og hún segir: „Allir hakkarar heimsins eru í áfalli yfir því hvað Íslendingar eru fljótir að átta sig á því þegar hakkið er í gangi, koma skilaboðunum á hvert einasta helvítis Íslending og munu aldrei reyna þetta aftur.“Séra Hildur Eir Bolladóttir er ekki frá því að hún „vilji bara frekar rekast á þennan hakkara en að fá tvöþúsund skilaboð um að forðast hann, veit að ég er með athyglisbrest en ég er samt alveg búin að ná þessu.“ Sóli Hólm, útvarpsmaður og skemmtikraftur, hefur þetta um málið að segja: „Vinsamlegast ekki segja mér að segja öllum vinum mínum að samþykkja ekki Jayden K. Smith sem vin...“ En, það er svo Birgir Örn Guðjónsson, aka Biggi lögga eða Biggi flugþjónn eftir atvikum, sem er alltaf á vaktinni og reynir að róa mannskapinn með upplýsandi hætti:„Nei þarna. Þessi Jayden K. Smith er ekki einhver hættulegur hakkari sem hakkar þig inn á reikninginn þinn og vina þinna ef þú samþykkir hann sem vin. Það virkar bara ekki þannig. Sá sem byrjaði þennan póst var heldur enginn tölvuhakkari en engu að síður ágætis tölvuprakkari sem fékk fullt af fólki um allan heim til að áframsenda tilgangslausan póst,“ segir Biggi og með fylgir broskall að hætti hússins.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira