Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2017 18:11 Frá sýnatöku í fjörunni við Faxaskjól fyrir helgi. vísir/vilhelm Stjórnendur Veitna biðjast afsöknar á þeim óþægindum sem skortur á upplýsingagjöf til almennings vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaflóa hefur í haft í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum þar sem segir jafnframt að ljóst væri að Veitur hefðu mátt standa mun betur að upplýsingagjöf til almennings frá upphafi. Þá var í dag farið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf til almennings þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana en þar til komist verður fyrir bilunina munu Veitur senda tilkynningar til fjölmiðla um hvernig viðgerðinni miðar. Þá verður í framhaldinu upplýsingagjöf til almennings aukin þegar skólp fer í sjó við strendur. Ekki var tilkynnt um bilunina þegar hún kom upp því talið var að almenningi stafaði ekki hætta af skólplosuninni. Málið komst því ekki upp fyrr en greint var frá því í fjölmiðlum. Sú ákvörðun að greina ekki frá því að óhreinsað skólp flæddi út í sjó í marga daga hefur verið harðlega gagnrýnd en svæðið þar sem dælustöðin er er vinsælt útivistarsvæði. Í tilkynningu Veitna kemur fram að neyðarlúga dælustöðvarinnar sé enn lokuð og ekki standi til að opna hana fyrr en í fyrsta lagi síðar í vikunni þar sem verið er að undirbúa frekari aðgerðir. Enn lekur með lúgunni. „Staðfestar niðurstöður sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar frá 7. júlí sem birtar voru í dag eru vel yfir viðmiðunarmörkum reglugerðar um baðstaði í náttúrunni í kverkinni upp við dælustöðina austan megin. Austar við Ægissíðu reyndust sýnin undir viðmiðunarmörkum sem og vestan megin við dælustöðina,“ segir í tilkynningunni þar sem opnun neyðarlúgunnar síðasta mánuðinn eða svo er einnig rakin: „Yfirlit yfir opnun neyðarlúgu í Faxaskjóli 13. júní – 20. júní Neyðarloka tekin upp til viðgerðar vegna leka. Þegar lokan sett niður kemur í ljós að ekki hefur tekist að koma í veg fyrir lekann. 20. júní – 26. júní Neyðarlúgan höfð lokuð. Aðgerðir undirbúnar. 26. júní – 5. júlí Neyðarlúga opnuð á meðan stillingar og prófanir fara fram. Ekki tekst að láta hana virka sem skildi, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 5. júlí – Neyðarlúgu lokað. Frekari aðgerðir eru í undirbúningi. Neyðarlúga hefur því verið opin í samtals um 17 daga frá 13. júní.“ Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Skólpdælustöðin biluð í um mánuð Skólpdælustöðin í Faxaskjóli hefur verið biluð mun lengur en í tíu daga líkt og áður hefur verið haldið fram. 9. júlí 2017 16:26 Óttinn við saur í Nauthólsvík ennþá ástæðulaus Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. 8. júlí 2017 11:42 Útlit fyrir lögbrot í skólpmálinu Lög um upplýsingarétt um umhverfismál kunna hafa verið brotin. 8. júlí 2017 14:22 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Stjórnendur Veitna biðjast afsöknar á þeim óþægindum sem skortur á upplýsingagjöf til almennings vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaflóa hefur í haft í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum þar sem segir jafnframt að ljóst væri að Veitur hefðu mátt standa mun betur að upplýsingagjöf til almennings frá upphafi. Þá var í dag farið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf til almennings þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana en þar til komist verður fyrir bilunina munu Veitur senda tilkynningar til fjölmiðla um hvernig viðgerðinni miðar. Þá verður í framhaldinu upplýsingagjöf til almennings aukin þegar skólp fer í sjó við strendur. Ekki var tilkynnt um bilunina þegar hún kom upp því talið var að almenningi stafaði ekki hætta af skólplosuninni. Málið komst því ekki upp fyrr en greint var frá því í fjölmiðlum. Sú ákvörðun að greina ekki frá því að óhreinsað skólp flæddi út í sjó í marga daga hefur verið harðlega gagnrýnd en svæðið þar sem dælustöðin er er vinsælt útivistarsvæði. Í tilkynningu Veitna kemur fram að neyðarlúga dælustöðvarinnar sé enn lokuð og ekki standi til að opna hana fyrr en í fyrsta lagi síðar í vikunni þar sem verið er að undirbúa frekari aðgerðir. Enn lekur með lúgunni. „Staðfestar niðurstöður sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar frá 7. júlí sem birtar voru í dag eru vel yfir viðmiðunarmörkum reglugerðar um baðstaði í náttúrunni í kverkinni upp við dælustöðina austan megin. Austar við Ægissíðu reyndust sýnin undir viðmiðunarmörkum sem og vestan megin við dælustöðina,“ segir í tilkynningunni þar sem opnun neyðarlúgunnar síðasta mánuðinn eða svo er einnig rakin: „Yfirlit yfir opnun neyðarlúgu í Faxaskjóli 13. júní – 20. júní Neyðarloka tekin upp til viðgerðar vegna leka. Þegar lokan sett niður kemur í ljós að ekki hefur tekist að koma í veg fyrir lekann. 20. júní – 26. júní Neyðarlúgan höfð lokuð. Aðgerðir undirbúnar. 26. júní – 5. júlí Neyðarlúga opnuð á meðan stillingar og prófanir fara fram. Ekki tekst að láta hana virka sem skildi, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 5. júlí – Neyðarlúgu lokað. Frekari aðgerðir eru í undirbúningi. Neyðarlúga hefur því verið opin í samtals um 17 daga frá 13. júní.“
Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Skólpdælustöðin biluð í um mánuð Skólpdælustöðin í Faxaskjóli hefur verið biluð mun lengur en í tíu daga líkt og áður hefur verið haldið fram. 9. júlí 2017 16:26 Óttinn við saur í Nauthólsvík ennþá ástæðulaus Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. 8. júlí 2017 11:42 Útlit fyrir lögbrot í skólpmálinu Lög um upplýsingarétt um umhverfismál kunna hafa verið brotin. 8. júlí 2017 14:22 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Skólpdælustöðin biluð í um mánuð Skólpdælustöðin í Faxaskjóli hefur verið biluð mun lengur en í tíu daga líkt og áður hefur verið haldið fram. 9. júlí 2017 16:26
Óttinn við saur í Nauthólsvík ennþá ástæðulaus Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. 8. júlí 2017 11:42
Útlit fyrir lögbrot í skólpmálinu Lög um upplýsingarétt um umhverfismál kunna hafa verið brotin. 8. júlí 2017 14:22