Handbolti

Annað tap fyrir Frökkum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon skoraði sjö mörk.
Ómar Ingi Magnússon skoraði sjö mörk. vísir/ernir
Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði með fimm marka mun, 34-29, fyrir Frökkum í æfingaleik í Abbeville í kvöld. Staðan í hálfleik var 18-15, Frökkum í vil.

Þessi lið mættust á sama stað á laugardagskvöldið. Þá vann franska liðið stórsigur, 38-22.

Bæði þessi lið eru á leið á HM í Alsír þar sem þau eru líkleg til afreka. Frakkar urðu heimsmeistarar með þennan hóp í Rússlandi fyrir tveimur árum á meðan Íslendingar fengu bronsið.

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í íslenska liðinu í leiknum í kvöld með sjö mörk. Hákon Daði Styrmisson og Arnar Freyr Arnarsson skoruðu fimm mörk hvor.

Ísland er í riðli með Alsír, Króatíu, Sádí-Arabíu, Argentínu og Marokkó á HM. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn því argentínska 18. júlí næstkomandi.

Mörk Íslands:

Ómar Ingi Magnússon 7, Hákon Daði Styrmisson 5, Arnar Freyr Arnarsson 5, Elvar Örn Jónsson 4, Sigtryggur Rúnarsson 3, Óðinn Þór Ríkharðsson 1, Viktor Gísli Hallgrímsson 1, Birkir Benediktsson 1, Kristján Örn Kristjánsson 1, Þorgeir Bjarki Davíðsson 1.

Varin skot:

Einar Baldvin Baldvinsson 4, Viktor Gísli Hallgrímsson 3.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×