Getur ekki notið góða veðursins vegna lyktarmengunar frá kísilverksmiðjunni í Helguvík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2017 12:33 Leki varð í kælikerfi verksmiðju United Silicon í nótt og þurfti að slökkva á brennsluofni verksmiðjunnar vegna þess. Þegar það er gert verður lyktarmengun meiri. Vísir/Vilhelm Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum í Reykajnesbæ, segir að ekki sé hægt að fara út í sólina og njóta góða veðursins í bænum vegna lyktarmengunar sem stafar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Eva Dögg segir að hún hafi orðið vör við lyktina þegar hún ætlaði að fara út klukkan hálftíu í morgun og þá sé lyktin svo stæk að hún hafi þurft að loka gluggum heimilisins. „Ég er föst hérna inni í þessu góða veðri með þrjú börn og það er svona frekar slæmt að geta ekki farið út í garð í sólbað eða að leika þegar það er yfir 20 stiga hiti og sól. Þetta er svakalega vond lykt, bara algjör stybba, það er erfitt að lýsa henni en þetta er verri en sorpfýla. Það er frekar sorlegt að geta ekki notið góða veðursins heima hjá sér fyrir þessari lykt,“ segir Eva Dögg í samtali við Vísi. Einar Halldórsson, sérfræðingur í eftirlitsteymis Umhverfisstofnunar, segir að stofnuninni hafi borist tvær kvartanir í gær vegna verksmiðjunnar og tvær kvartanir í morgun. Hann hafði sent fyrirspurn til verksmiðjunnar þegar Vísir náði tali af honum og fékk reyndar svar á meðan hann var með blaðamann í símanum.Slökkt á ofninum klukkan sjö í morgun Í ljós kom að í nótt kom upp leki frá töppunarrennu sem og vatnsleki í kælikerfi verskmiðjunnar. Brennsluofninn var því keyrður á lægra álagi í nótt og svo alveg slökkt á honum klukkan sjö í morgun. Það hefur áhrif á lyktarmengun að sögn Einars. „Þannig að það passar að það sé meiri lyktarmengun en þetta ætti að vera tímabundið á meðan ofninn er að kæla sig niður. Afsosgshitastigið er nefnilega lægra og sérstaklega er þegar um ofnstopp er að ræða þá kemur meiri lykt,“ segir Einar. Þá bendir hann á að nú sé nánast logn á svæðinu eða hæg norðaustanátt við Helguvík. „Það er ákveðin áttleysa svo þetta mallar þarna í kringum verksmiðjuna en getur þó borist eitthvað yfir bæinn,“ segir Einar. Hann segir vinnu í gangi við það að koma brennsluofninum í gang og stefnt sé að því að hann verði gangsettur sem fyrst aftur. Þá eigi lyktin að hverfa. Einar bætir einnig við að fram að gærkvöldinu hafi verið lítið um kvartanir vegna verksmiðjunnar. United Silicon Tengdar fréttir Rúmlega 130 kvartanir borist frá því að aftur var kveikt á ofni United Silicon Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. 31. maí 2017 14:44 Kvörtunum hefur snarfækkað "Samkvæmt öllu þá á verksmiðjan að gera verið í sátt við umhverfi sitt og íbúa í hverfum í Reykjanesbæ ef ofninn verður á fullu álagi" 6. júní 2017 18:45 Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum í Reykajnesbæ, segir að ekki sé hægt að fara út í sólina og njóta góða veðursins í bænum vegna lyktarmengunar sem stafar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Eva Dögg segir að hún hafi orðið vör við lyktina þegar hún ætlaði að fara út klukkan hálftíu í morgun og þá sé lyktin svo stæk að hún hafi þurft að loka gluggum heimilisins. „Ég er föst hérna inni í þessu góða veðri með þrjú börn og það er svona frekar slæmt að geta ekki farið út í garð í sólbað eða að leika þegar það er yfir 20 stiga hiti og sól. Þetta er svakalega vond lykt, bara algjör stybba, það er erfitt að lýsa henni en þetta er verri en sorpfýla. Það er frekar sorlegt að geta ekki notið góða veðursins heima hjá sér fyrir þessari lykt,“ segir Eva Dögg í samtali við Vísi. Einar Halldórsson, sérfræðingur í eftirlitsteymis Umhverfisstofnunar, segir að stofnuninni hafi borist tvær kvartanir í gær vegna verksmiðjunnar og tvær kvartanir í morgun. Hann hafði sent fyrirspurn til verksmiðjunnar þegar Vísir náði tali af honum og fékk reyndar svar á meðan hann var með blaðamann í símanum.Slökkt á ofninum klukkan sjö í morgun Í ljós kom að í nótt kom upp leki frá töppunarrennu sem og vatnsleki í kælikerfi verskmiðjunnar. Brennsluofninn var því keyrður á lægra álagi í nótt og svo alveg slökkt á honum klukkan sjö í morgun. Það hefur áhrif á lyktarmengun að sögn Einars. „Þannig að það passar að það sé meiri lyktarmengun en þetta ætti að vera tímabundið á meðan ofninn er að kæla sig niður. Afsosgshitastigið er nefnilega lægra og sérstaklega er þegar um ofnstopp er að ræða þá kemur meiri lykt,“ segir Einar. Þá bendir hann á að nú sé nánast logn á svæðinu eða hæg norðaustanátt við Helguvík. „Það er ákveðin áttleysa svo þetta mallar þarna í kringum verksmiðjuna en getur þó borist eitthvað yfir bæinn,“ segir Einar. Hann segir vinnu í gangi við það að koma brennsluofninum í gang og stefnt sé að því að hann verði gangsettur sem fyrst aftur. Þá eigi lyktin að hverfa. Einar bætir einnig við að fram að gærkvöldinu hafi verið lítið um kvartanir vegna verksmiðjunnar.
United Silicon Tengdar fréttir Rúmlega 130 kvartanir borist frá því að aftur var kveikt á ofni United Silicon Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. 31. maí 2017 14:44 Kvörtunum hefur snarfækkað "Samkvæmt öllu þá á verksmiðjan að gera verið í sátt við umhverfi sitt og íbúa í hverfum í Reykjanesbæ ef ofninn verður á fullu álagi" 6. júní 2017 18:45 Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Rúmlega 130 kvartanir borist frá því að aftur var kveikt á ofni United Silicon Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. 31. maí 2017 14:44
Kvörtunum hefur snarfækkað "Samkvæmt öllu þá á verksmiðjan að gera verið í sátt við umhverfi sitt og íbúa í hverfum í Reykjanesbæ ef ofninn verður á fullu álagi" 6. júní 2017 18:45
Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00