Sigríður Lára æfði með strákunum í vetur: „Lagði mikið á mig til að komast í EM-hópinn“ 11. júlí 2017 15:00 Sigríður Lára Garðarsdóttir er ein af EM-nýliðunum. vísir/vilhelm Sigríður Lára Garðarsdóttir, leikmaður ÍBV í Pepsi-deild kvenna, vann sér inn sæti í EM-hóp íslenska landsliðsins með frábærri frammistöðu fyrir lið og land á þessu ári. Þessi 23 ára gamli nagli á miðjunni fékk kall í landsliðið fyrir Algarve-mótið og hefur ekki litið um öxl síðan. Hún var í byrjunarliðinu á móti Brasilíu í síðasta leik fyrir mót. „Þetta er búið að vera geggjað. Ég er mjög spennt að takast á við þetta verkefni,“ segir Sigríður Lára um dagana með landsliðinu eftir að æfingar hófust en stelpurnar fóru á Selfoss um helgina þar sem þær æfðu og skemmtu sér.„Það var mjög gaman. Helgin var frábær. Liðið náði að þjappa sér saman. Æfingarnar voru skemmtilegar og í heildina var bara mjög gaman. Áhuginn er mjög mikill á liðinu og fjölmiðlaumfjöllun um liðið mikil. Það er gaman að vera hluti af þessu.“ Ísland á sem betur fer nóg af góðum miðjumönnum og er Sísí, eins og hún er kölluð, ein af þeim. Leyfir hún sér að dreyma um byrjunarliðssæti á móti Frakklandi í fyrsta leik? „Auðvitað leyfir maður sér að dreyma en samkeppnin er mikil og það eru sterkir leikmenn í minni stöðu. Ég er bara hluti af liðinu og við þurfum að vinna saman. Þetta er liðsheild,“ segir hún. Sigríður Lára hefur spilað frábærlega á árinu fyrir ÍBV og nýtt tækifæri sín með íslenska landsliðinu. Spilamennska hennar á þessu ári er engin tilviljun. „Ég æfði með meistaraflokki karla í vetur. Það var alveg geggjað. Þar var hátt tempó og ég æfði mikið aukalega. Ég fór líka í einkaþjálfun þannig ég er að uppskera núna fyrir það sem ég sáði,“ segir hún. „Markmiðið var að komast í þennan hóp og fá að vera í landsliðinu. Það er bara alveg geggjað,“ segir Sigríður Lára Garðarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Sjá meira
Sigríður Lára Garðarsdóttir, leikmaður ÍBV í Pepsi-deild kvenna, vann sér inn sæti í EM-hóp íslenska landsliðsins með frábærri frammistöðu fyrir lið og land á þessu ári. Þessi 23 ára gamli nagli á miðjunni fékk kall í landsliðið fyrir Algarve-mótið og hefur ekki litið um öxl síðan. Hún var í byrjunarliðinu á móti Brasilíu í síðasta leik fyrir mót. „Þetta er búið að vera geggjað. Ég er mjög spennt að takast á við þetta verkefni,“ segir Sigríður Lára um dagana með landsliðinu eftir að æfingar hófust en stelpurnar fóru á Selfoss um helgina þar sem þær æfðu og skemmtu sér.„Það var mjög gaman. Helgin var frábær. Liðið náði að þjappa sér saman. Æfingarnar voru skemmtilegar og í heildina var bara mjög gaman. Áhuginn er mjög mikill á liðinu og fjölmiðlaumfjöllun um liðið mikil. Það er gaman að vera hluti af þessu.“ Ísland á sem betur fer nóg af góðum miðjumönnum og er Sísí, eins og hún er kölluð, ein af þeim. Leyfir hún sér að dreyma um byrjunarliðssæti á móti Frakklandi í fyrsta leik? „Auðvitað leyfir maður sér að dreyma en samkeppnin er mikil og það eru sterkir leikmenn í minni stöðu. Ég er bara hluti af liðinu og við þurfum að vinna saman. Þetta er liðsheild,“ segir hún. Sigríður Lára hefur spilað frábærlega á árinu fyrir ÍBV og nýtt tækifæri sín með íslenska landsliðinu. Spilamennska hennar á þessu ári er engin tilviljun. „Ég æfði með meistaraflokki karla í vetur. Það var alveg geggjað. Þar var hátt tempó og ég æfði mikið aukalega. Ég fór líka í einkaþjálfun þannig ég er að uppskera núna fyrir það sem ég sáði,“ segir hún. „Markmiðið var að komast í þennan hóp og fá að vera í landsliðinu. Það er bara alveg geggjað,“ segir Sigríður Lára Garðarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Sjá meira
Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30