Ákærður fyrir brot gegn 12 ára stúlku í Hafnarfirði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. júlí 2017 07:42 Maðurinn var grunaður um annað brot þennan sama dag, 5. maí, en sú rannsókn var látin niður falla. vísir/daníel Rannsókn á máli karlmanns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn tólf ára barni, þegar hann braust inn á heimili fjölskyldunnar í Hafnarfirði í maí síðastliðnum, er lokið. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir húsbrot, kynferðislega áreitni gegn barni, þjófnað og fíkniefnalagabrot. Sömuleiðis er hann ákærður fyrir blygðunarsemisbrot sem sagt er hafa átt sér stað degi áður.Vaknaði við snertingu mannsins Manninum er gefið að sök að hafa farið óboðinn inn í húsið aðfaranótt föstudagsins 5. maí síðastliðinn. Stúlkan kvaðst hafa vaknað við snertingu mannsins þar sem hann hafi staðið við rúm hennar. Hann hafi meðal annars strokið henni um bak, farið inn undir nærbol hennar og farið niður á mjöðm. Stúlkan sagðist hafa reynt að færa sig fjær honum en hann þá skriðið upp í rúm til hennar og reynt að strjúka henni meira. Hún hafi þá náð að fara inn á baðherbergi og læsa að sér en að maðurinn hafi þá að opna hurðina utan frá, en henni tekist að læsa aftur að sér. Hann hafi svo farið inn í eldhús og þaðan úr húsinu. Stúlkan sagðist hafa verið hrædd þegar atvikið átti sér stað og fram kemur í úrskurði héraðsdóms asð henni hafi liðið mjög illa við að ræða atvikið, hún hafi grátið og átt erfitt með að tjá sig.Kannast við að hafa „klappað“ stúlkunni Ákærði viðurkenndi í skýrslutöku lögreglu að hafa farið inn í hús eftir að kona, sem hann hefði hitt fyrr um kvöldið, hefði staðið við glugga og sent honum koss með vörunum. Hann hefið svo áttað sig á því að þetta væri ekki konan sem hann hefði hitt. „Kvaðst hann hafa fengið fyrirboða eða sýn um að kona í húsinu hafi boðið honum að koma inn og því hafi hann farið inn í húsið,“ segir dómi héraðsdóms. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa farið inn á baðherbergi stúlkunnar.Grunur um fleiri brot Maðurinn er einnig grunaður um blygðunarsemisbrot en hann er sakaður um að hafa farið upp að baðherbergisglugga og horft á hana þar sem hún stóð fáklædd og berbrjósta. Meint atvik átti sér stað 4. maí síðastliðinn. Maðurinn sagðist kannast við að hafa farið upp að umræddu húsi og horft inn um baðherbergisgluggann og séð þar konu, án þess að sjá að hún hefði verið fáklædd. Þá hefur rannsókn á nokkrum öðrum málum á hendur manninum verið hætt, en hann var sakaður um annað brot sama dag og meint brot gegn stúlkunni átti sér stað, þann 5. maí. Jafnframt var rannsókn á máli sem kom upp 29. mars hætt, en brotin tvö vörðuðu ætluð kynferðisbrot og tilraun til húsbrota. Maðurinn mun sæta gæsluvarðhaldi til 2. ágúst næstkomandi, en hann hefur verið í haldi frá handtöku 5. maí. Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn 12 ára stúlku Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að karlmaður sæti gæsluvarðhaldi til 7. júlí næstkomandi en hann er meðal annars grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn 12 ára stúlku þegar hann kom óboðinn um inn í herbergið hennar á heimili hennar í Hafnarfirði í maí síðastliðnum. 13. júní 2017 21:17 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Rannsókn á máli karlmanns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn tólf ára barni, þegar hann braust inn á heimili fjölskyldunnar í Hafnarfirði í maí síðastliðnum, er lokið. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir húsbrot, kynferðislega áreitni gegn barni, þjófnað og fíkniefnalagabrot. Sömuleiðis er hann ákærður fyrir blygðunarsemisbrot sem sagt er hafa átt sér stað degi áður.Vaknaði við snertingu mannsins Manninum er gefið að sök að hafa farið óboðinn inn í húsið aðfaranótt föstudagsins 5. maí síðastliðinn. Stúlkan kvaðst hafa vaknað við snertingu mannsins þar sem hann hafi staðið við rúm hennar. Hann hafi meðal annars strokið henni um bak, farið inn undir nærbol hennar og farið niður á mjöðm. Stúlkan sagðist hafa reynt að færa sig fjær honum en hann þá skriðið upp í rúm til hennar og reynt að strjúka henni meira. Hún hafi þá náð að fara inn á baðherbergi og læsa að sér en að maðurinn hafi þá að opna hurðina utan frá, en henni tekist að læsa aftur að sér. Hann hafi svo farið inn í eldhús og þaðan úr húsinu. Stúlkan sagðist hafa verið hrædd þegar atvikið átti sér stað og fram kemur í úrskurði héraðsdóms asð henni hafi liðið mjög illa við að ræða atvikið, hún hafi grátið og átt erfitt með að tjá sig.Kannast við að hafa „klappað“ stúlkunni Ákærði viðurkenndi í skýrslutöku lögreglu að hafa farið inn í hús eftir að kona, sem hann hefði hitt fyrr um kvöldið, hefði staðið við glugga og sent honum koss með vörunum. Hann hefið svo áttað sig á því að þetta væri ekki konan sem hann hefði hitt. „Kvaðst hann hafa fengið fyrirboða eða sýn um að kona í húsinu hafi boðið honum að koma inn og því hafi hann farið inn í húsið,“ segir dómi héraðsdóms. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa farið inn á baðherbergi stúlkunnar.Grunur um fleiri brot Maðurinn er einnig grunaður um blygðunarsemisbrot en hann er sakaður um að hafa farið upp að baðherbergisglugga og horft á hana þar sem hún stóð fáklædd og berbrjósta. Meint atvik átti sér stað 4. maí síðastliðinn. Maðurinn sagðist kannast við að hafa farið upp að umræddu húsi og horft inn um baðherbergisgluggann og séð þar konu, án þess að sjá að hún hefði verið fáklædd. Þá hefur rannsókn á nokkrum öðrum málum á hendur manninum verið hætt, en hann var sakaður um annað brot sama dag og meint brot gegn stúlkunni átti sér stað, þann 5. maí. Jafnframt var rannsókn á máli sem kom upp 29. mars hætt, en brotin tvö vörðuðu ætluð kynferðisbrot og tilraun til húsbrota. Maðurinn mun sæta gæsluvarðhaldi til 2. ágúst næstkomandi, en hann hefur verið í haldi frá handtöku 5. maí.
Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn 12 ára stúlku Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að karlmaður sæti gæsluvarðhaldi til 7. júlí næstkomandi en hann er meðal annars grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn 12 ára stúlku þegar hann kom óboðinn um inn í herbergið hennar á heimili hennar í Hafnarfirði í maí síðastliðnum. 13. júní 2017 21:17 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn 12 ára stúlku Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að karlmaður sæti gæsluvarðhaldi til 7. júlí næstkomandi en hann er meðal annars grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn 12 ára stúlku þegar hann kom óboðinn um inn í herbergið hennar á heimili hennar í Hafnarfirði í maí síðastliðnum. 13. júní 2017 21:17