Fyrirliði Víkings: Frétti að Gunnar Nielsen er byrjaður að vinna í fyrsta skipti á ævinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2017 11:30 Íslandsmeistarar FH mæta færeyskum meisturum í Víkingi úr Götu í kvöld í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrirliði Víkinga og markvörður FH þekkjast vel. FH klikkaði illilega í fyrra þegar liðið tapaði á þessu stigi keppninnar gegn Dundalk frá Írlandi og meistararnir úr Hafnarfirði ætla ekki að láta það gerast aftur. Þeir fengu óvæntan skell í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar gegn Ólsurum en þeir hafa upplifað margt á mörgum árum í Evrópukeppnum. „Það hefur oft verið samasem merki á milli síðasta leiks í deild og Evrópukeppni hjá okkur. Þessi leikur bara búinn. Eins og hefur komið fram er ný keppni, Evrópukeppni. Við erum reynslumiklir í henni og viljum standa okkur vel. Við erum búnir að gleyma þessum leik á föstudagskvöldið,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Færeyski landsliðsmaðurinn Atli Gregersen, fyrirliði Víkings í Götu, er brattur fyrir einvígið þó íslensk félagslið hafi hingað til nánast undantekningalaust haft betur í baráttu við færeysk lið. „Við erum ekki að hugsa um það sem hefur gerst heldur viljum við skrifa okkar eigin sögu. Við erum heldur ekki að hugsa um einhverjar bölvanir eða íslensku Víkingana. Við erum sjálfir Víkingar þannig að við mætum bara bjartsýnir til leiks. Þetta verður erfitt en vonandi getum við sungið hressir saman í flugvélinni á leið heim.“ Gregersen er úr Þórshöfn eins og Gunnar Nielsen, markvörður FH, og þeir spila saman með færeyska landsliðinu. Atli og Gunnar eru góðir félagar og langar miðverðinum að skora á móti góðvini sínum annað kvöld. „Hann er ágætur,“ segir Atli og hlær. „Nei, hann er virkilega góður markvörður og góður maður. Ég var að frétta það að hann er kominn í venjulega vinnu líka sem er þá í fyrsta sinn á hans ævi. Kannski verður hann þá svolítið þreyttur á morgun. En að öllu gamni slepptu er Gunnar frábær markvörður en hann er bara mannlegur,“ segir Atli Gregersen. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Íslandsmeistarar FH mæta færeyskum meisturum í Víkingi úr Götu í kvöld í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrirliði Víkinga og markvörður FH þekkjast vel. FH klikkaði illilega í fyrra þegar liðið tapaði á þessu stigi keppninnar gegn Dundalk frá Írlandi og meistararnir úr Hafnarfirði ætla ekki að láta það gerast aftur. Þeir fengu óvæntan skell í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar gegn Ólsurum en þeir hafa upplifað margt á mörgum árum í Evrópukeppnum. „Það hefur oft verið samasem merki á milli síðasta leiks í deild og Evrópukeppni hjá okkur. Þessi leikur bara búinn. Eins og hefur komið fram er ný keppni, Evrópukeppni. Við erum reynslumiklir í henni og viljum standa okkur vel. Við erum búnir að gleyma þessum leik á föstudagskvöldið,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Færeyski landsliðsmaðurinn Atli Gregersen, fyrirliði Víkings í Götu, er brattur fyrir einvígið þó íslensk félagslið hafi hingað til nánast undantekningalaust haft betur í baráttu við færeysk lið. „Við erum ekki að hugsa um það sem hefur gerst heldur viljum við skrifa okkar eigin sögu. Við erum heldur ekki að hugsa um einhverjar bölvanir eða íslensku Víkingana. Við erum sjálfir Víkingar þannig að við mætum bara bjartsýnir til leiks. Þetta verður erfitt en vonandi getum við sungið hressir saman í flugvélinni á leið heim.“ Gregersen er úr Þórshöfn eins og Gunnar Nielsen, markvörður FH, og þeir spila saman með færeyska landsliðinu. Atli og Gunnar eru góðir félagar og langar miðverðinum að skora á móti góðvini sínum annað kvöld. „Hann er ágætur,“ segir Atli og hlær. „Nei, hann er virkilega góður markvörður og góður maður. Ég var að frétta það að hann er kominn í venjulega vinnu líka sem er þá í fyrsta sinn á hans ævi. Kannski verður hann þá svolítið þreyttur á morgun. En að öllu gamni slepptu er Gunnar frábær markvörður en hann er bara mannlegur,“ segir Atli Gregersen. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira