Gera ráð fyrir að lægstu sektir fyrir umferðarlagabrot verði 20 þúsund krónur Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 12. júlí 2017 18:07 Hækkunin fer úr 5 til tíu þúsund krónum í 20 þúsund krónur. vísir/andri marínó Sektir fyrir umferðarlagabrot munu hækka talsvert miðað við drög ríkissaksóknara að reglugerð um sektir við umferðarlagabrotum. Þar er gert ráð fyrir að breytt reglugerð hafi til hliðsjónar þróun verðlags. Gert er ráð fyrir að lægstu sektir verði 20 þúsund krónur. Ef ökuskírteini gleymist verði sektin 10 þúsund krónur. Þá er einnig gert ráð fyrir að sektir fyrir mörg brot verði hæst 500 þúsund krónur. Það krefst breytinga á umferðarlögum sem nú gera ráð fyrir 300 þúsund krónum fyrir samanlagðar sektir. Núgildandi reglugerð, sem mun falla úr gildi samþykki ráðherra tillögur ríkissaksóknara að nýrri reglugerð, var sett árið 2006. Í tillögu að reglugerðinni má sjá að notkun farsíma án handfrjáls búnaðar mun hækka í 40 þúsund krónur úr 5 þúsund krónum líkt og komið hefur fram í fréttum. Þá munu sektir fyrir óþarfa mengun frá vélknúnu ökutæki hækka í 20 þúsund krónur úr 10 þúsund krónum. Íslendingar munu líklega hugsa sig tvisvar um, ef ekki oftar, ætli þeir sér að bruna yfir á rauðu ljósi þar sem sektin mun, miðað við þessar tillögur, hækka úr 15 þúsundum í 30 þúsund krónur. Utanvegaakstur hækkar úr 5 þúsund krónum í 20 þúsund krónur. Þá munu sektir einnig hækka í 20 þúsund krónur fyrir að aka ógætilega með þeim afleiðingum að aur slettist á vegfarendur, ef of stutt bil er á milli ökutækja í umferðinni, ef öryggisbelti er sleppt og ef farmur byrgir ökumanni útsýni. Þáverandi innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, óskaði eftir tillögu ríkissaksóknara um sektir fyrir umferðarlagabrot í september 2016. Þar var sérstaklega lögð áhersla á notkun farsíma undir stýri án notkun handfrjáls búnaðar. Samgöngur Tengdar fréttir Sektir vegna notkunar farsíma undir stýri hækka verulega Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða sektir vegna farsímanotkunar undir stýri. 3. júlí 2017 15:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Sektir fyrir umferðarlagabrot munu hækka talsvert miðað við drög ríkissaksóknara að reglugerð um sektir við umferðarlagabrotum. Þar er gert ráð fyrir að breytt reglugerð hafi til hliðsjónar þróun verðlags. Gert er ráð fyrir að lægstu sektir verði 20 þúsund krónur. Ef ökuskírteini gleymist verði sektin 10 þúsund krónur. Þá er einnig gert ráð fyrir að sektir fyrir mörg brot verði hæst 500 þúsund krónur. Það krefst breytinga á umferðarlögum sem nú gera ráð fyrir 300 þúsund krónum fyrir samanlagðar sektir. Núgildandi reglugerð, sem mun falla úr gildi samþykki ráðherra tillögur ríkissaksóknara að nýrri reglugerð, var sett árið 2006. Í tillögu að reglugerðinni má sjá að notkun farsíma án handfrjáls búnaðar mun hækka í 40 þúsund krónur úr 5 þúsund krónum líkt og komið hefur fram í fréttum. Þá munu sektir fyrir óþarfa mengun frá vélknúnu ökutæki hækka í 20 þúsund krónur úr 10 þúsund krónum. Íslendingar munu líklega hugsa sig tvisvar um, ef ekki oftar, ætli þeir sér að bruna yfir á rauðu ljósi þar sem sektin mun, miðað við þessar tillögur, hækka úr 15 þúsundum í 30 þúsund krónur. Utanvegaakstur hækkar úr 5 þúsund krónum í 20 þúsund krónur. Þá munu sektir einnig hækka í 20 þúsund krónur fyrir að aka ógætilega með þeim afleiðingum að aur slettist á vegfarendur, ef of stutt bil er á milli ökutækja í umferðinni, ef öryggisbelti er sleppt og ef farmur byrgir ökumanni útsýni. Þáverandi innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, óskaði eftir tillögu ríkissaksóknara um sektir fyrir umferðarlagabrot í september 2016. Þar var sérstaklega lögð áhersla á notkun farsíma undir stýri án notkun handfrjáls búnaðar.
Samgöngur Tengdar fréttir Sektir vegna notkunar farsíma undir stýri hækka verulega Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða sektir vegna farsímanotkunar undir stýri. 3. júlí 2017 15:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Sektir vegna notkunar farsíma undir stýri hækka verulega Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða sektir vegna farsímanotkunar undir stýri. 3. júlí 2017 15:30