Gera ráð fyrir að lægstu sektir fyrir umferðarlagabrot verði 20 þúsund krónur Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 12. júlí 2017 18:07 Hækkunin fer úr 5 til tíu þúsund krónum í 20 þúsund krónur. vísir/andri marínó Sektir fyrir umferðarlagabrot munu hækka talsvert miðað við drög ríkissaksóknara að reglugerð um sektir við umferðarlagabrotum. Þar er gert ráð fyrir að breytt reglugerð hafi til hliðsjónar þróun verðlags. Gert er ráð fyrir að lægstu sektir verði 20 þúsund krónur. Ef ökuskírteini gleymist verði sektin 10 þúsund krónur. Þá er einnig gert ráð fyrir að sektir fyrir mörg brot verði hæst 500 þúsund krónur. Það krefst breytinga á umferðarlögum sem nú gera ráð fyrir 300 þúsund krónum fyrir samanlagðar sektir. Núgildandi reglugerð, sem mun falla úr gildi samþykki ráðherra tillögur ríkissaksóknara að nýrri reglugerð, var sett árið 2006. Í tillögu að reglugerðinni má sjá að notkun farsíma án handfrjáls búnaðar mun hækka í 40 þúsund krónur úr 5 þúsund krónum líkt og komið hefur fram í fréttum. Þá munu sektir fyrir óþarfa mengun frá vélknúnu ökutæki hækka í 20 þúsund krónur úr 10 þúsund krónum. Íslendingar munu líklega hugsa sig tvisvar um, ef ekki oftar, ætli þeir sér að bruna yfir á rauðu ljósi þar sem sektin mun, miðað við þessar tillögur, hækka úr 15 þúsundum í 30 þúsund krónur. Utanvegaakstur hækkar úr 5 þúsund krónum í 20 þúsund krónur. Þá munu sektir einnig hækka í 20 þúsund krónur fyrir að aka ógætilega með þeim afleiðingum að aur slettist á vegfarendur, ef of stutt bil er á milli ökutækja í umferðinni, ef öryggisbelti er sleppt og ef farmur byrgir ökumanni útsýni. Þáverandi innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, óskaði eftir tillögu ríkissaksóknara um sektir fyrir umferðarlagabrot í september 2016. Þar var sérstaklega lögð áhersla á notkun farsíma undir stýri án notkun handfrjáls búnaðar. Samgöngur Tengdar fréttir Sektir vegna notkunar farsíma undir stýri hækka verulega Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða sektir vegna farsímanotkunar undir stýri. 3. júlí 2017 15:30 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira
Sektir fyrir umferðarlagabrot munu hækka talsvert miðað við drög ríkissaksóknara að reglugerð um sektir við umferðarlagabrotum. Þar er gert ráð fyrir að breytt reglugerð hafi til hliðsjónar þróun verðlags. Gert er ráð fyrir að lægstu sektir verði 20 þúsund krónur. Ef ökuskírteini gleymist verði sektin 10 þúsund krónur. Þá er einnig gert ráð fyrir að sektir fyrir mörg brot verði hæst 500 þúsund krónur. Það krefst breytinga á umferðarlögum sem nú gera ráð fyrir 300 þúsund krónum fyrir samanlagðar sektir. Núgildandi reglugerð, sem mun falla úr gildi samþykki ráðherra tillögur ríkissaksóknara að nýrri reglugerð, var sett árið 2006. Í tillögu að reglugerðinni má sjá að notkun farsíma án handfrjáls búnaðar mun hækka í 40 þúsund krónur úr 5 þúsund krónum líkt og komið hefur fram í fréttum. Þá munu sektir fyrir óþarfa mengun frá vélknúnu ökutæki hækka í 20 þúsund krónur úr 10 þúsund krónum. Íslendingar munu líklega hugsa sig tvisvar um, ef ekki oftar, ætli þeir sér að bruna yfir á rauðu ljósi þar sem sektin mun, miðað við þessar tillögur, hækka úr 15 þúsundum í 30 þúsund krónur. Utanvegaakstur hækkar úr 5 þúsund krónum í 20 þúsund krónur. Þá munu sektir einnig hækka í 20 þúsund krónur fyrir að aka ógætilega með þeim afleiðingum að aur slettist á vegfarendur, ef of stutt bil er á milli ökutækja í umferðinni, ef öryggisbelti er sleppt og ef farmur byrgir ökumanni útsýni. Þáverandi innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, óskaði eftir tillögu ríkissaksóknara um sektir fyrir umferðarlagabrot í september 2016. Þar var sérstaklega lögð áhersla á notkun farsíma undir stýri án notkun handfrjáls búnaðar.
Samgöngur Tengdar fréttir Sektir vegna notkunar farsíma undir stýri hækka verulega Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða sektir vegna farsímanotkunar undir stýri. 3. júlí 2017 15:30 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira
Sektir vegna notkunar farsíma undir stýri hækka verulega Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða sektir vegna farsímanotkunar undir stýri. 3. júlí 2017 15:30