Raunveruleikaþátturinn Röðin: Milljóna króna auglýsing ÁTVR sætir gagnrýni Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 12. júlí 2017 22:30 Hér má sjá sérhæfðu dómnefndina sem á að geta til um aldur keppenda. Skjáskot Ný auglýsing ÁTVR hefur vakið mikla athygli. Auglýsingin er í formi einskonar raunveruleikaþáttar þar sem þátttakendur koma fyrir sérhæfða dómnefnd, skipuðum tannlækni, lögreglumanni, dyraverði, sálfræðingi og förðunarfræðingi, sem eiga að aldursgreina viðkomandi. Þátturinn ber heitið Röðin. Í auglýsingunni er verið að vísa kröfur fyrirtækisins að til þess að geta verslað í ÁTVR þá þurfi viðkomandi alltaf að hafa á sér skilríki þar sem ekki sé hægt að aldursgreina fólk út frá útlitinu einu saman. Einn þeirra sem gagnrýnt hefur þessa auglýsingu er Rafn Steingrímsson, fyrrverandi starfsmaður ÁTVR og einn stofnanda vefsíðunnar vínbúðin.net. Í færslu sinni á Facebook má sjá hvar hann segir eina tilgang auglýsingarinnar vera að styrkja þá ímynd að fyrirtækið sé ábyrgt og að undirtextinn sé sá að einkarekin fyrirtæki hugsi ekki um að spyrja ungmenni um skilríki.Rafn er ekki sáttur við nýjustu herferð ÁTVR og lætur það sterklega í ljós í viðtali við blaðamann sem og í færslu á Facebook síðu sinni.Áhugamaður um starfsemina Í viðtali við Vísi segir Rafn að starfsemi ÁTVR hafi vakið áhuga hans um langt skeið. Sjálfur vann hann þar í sumarstarfi og í helgarstarfi í um það bil tvö ár frá árinu 2008. „Ég hef haft áhuga á þessari starfsemi lengi og maður sér þetta á hverju einasta ári; þessar herferðir hjá ÁTVR. Þetta er alltaf það sama,“ segir Rafn og nefnir að hægt sé að sjá hvernig ÁTVR fari í skilríkjaherferðir á hverju ári. „Þetta er ekkert eitthvað grín hvað þetta kostar. ÁTVR er einokunarfyrirtæki sem er í eigu ríkisins og er samt sem áður með markaðsdeild,“ segir Rafn og telur að fyrirtækið eyði líklega ekki minna en nokkrum milljónum í herferðir sem þessar.Þurfa ekki að auglýsa Í færslunni segir Rafn að fyrirtæki líkt og ÁTVR þurfi ekki að auglýsa sig líkt og einkaaðilar. Jafnframt segist hann afar ósáttur með að skattpeningar fari í að gera auglýsingu sem þessa, og í nýjar auglýsingar árlega sem séu dýrar og séu eingöngu ætlaðar til að „heilaþvo okkur um nauðsyn og mikilvægi ÁTVR.“ Rafn gagnrýnir jafnframt tilgang auglýsingarinnar.Þar sem ég hef unnið í ÁTVR þá veit ég að það alveg vel að það er enginn tilgangur með þessum herferðum. Þessar herferðir eru ekki gerðar vegna þess að það er eitthvað gríðarlegt vandamál hjá ÁTVR að viðskiptavinir komi aldrei með skilríki. Það er ekki staðan. Staðan er þannig, og það vita það allir Íslendingar, að flestir eru yfirleitt með skilríki á sér. Þú ert yfirleitt með ökuskírteini eða debetkort á þér og í þeim örfáu tilvikum sem fólk gleymir skilríkjum þá er það ekkert vandamál ÁTVR því þá er viðkomandi bara látinn sækja þau,“ segir Rafn í samtali við Vísi. Rafn gagnrýnir auk þess það eftirlit sem haft sé með ÁTVR. „Það er enginn opinber aðili sem sér um eftirlit; hvort að ÁTVR sé að fara eftir þessum lögum. Þeir sjá um það sjálfir og ráða til sín fyrirtæki sem gerir það fyrir þá og þegar ég var að vinna þarna þá voru „tips“ um það hvernig maður ætti að vita hvort að einhver væri eftirlitsaðili,“ segir Rafn.Fleiri gagnrýnisraddir Rafn er ekki sá eini sem hefur gagnrýnt þessa nýju auglýsingu ÁTVR en Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir á Twitter síðu sinni að hann vildi óska að skattpeningar almennings færu í eitthvað annað en auglýsingu sem þessa. Á meðal þeirra sem líka við færslu Magnúsar er Una Hildardóttir, gjaldkeri Vinstri grænna og Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og systir Magnúsar og Hildur Sverrisdótir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins endurtísta svo færslu Magnúsar.Nýjasta útspil ÁTVR er https://t.co/8brsKJyueI. Mikið vildi ég óska að skattpeningarnir okkar færu í eitthvað annað. Grr.— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) July 12, 2017 Vilja auðvelda samtal við ungmenni Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í skriflegu svari við fyrirspurn blaðamanns að auglýsingar fyrirtækisins séu hvatning og áminning til starfsfólks um mikilvægi þess að biðja um skilríki ásamt því að hvetja ungt fólk að sýna skilríki að fyrra bragði. Þarna sé einnig verið að reyna að auðvelda samtal við unga viðskiptavini um samfélagsábyrgð Vínbúðanna sem fellst í því að afgreiða eingöngu þá sem eru 20 ára og eldri. Sigrún segir í skriflegu svari að ÁTVR leggi áherslu á að ungmenni geti ekki keypt áfengi. Það sé meðal annars gert með eftirliti. Auglýsingar sem þessi séu einnig þáttur í að vekja ungmenni til umhugsunar um samfélagslega ábyrgð ÁTVR.Vísir/ErnirHulduheimsóknir á vegum utanaðkomandi aðila Sigrún staðfestir jafnframt að hulduheimsóknir séu gerðar reglulega til að kanna hvort að spurt er um skilríki. Í skriflegu svari Sigrúnar segir: „Ein af meginskyldum ÁTVR á sviði samfélagsábyrgðar er að tryggja að viðskiptavinir hafi náð 20 ára aldri og er því mikil áhersla lögð á að starfsfólk kanni aldur með því að biðja um skilríki. Til að efla þjálfun eru framkvæmdar hulduheimsóknir af utanaðkomandi aðila. Hulduheimsóknir fara þannig fram að viðskiptavinir á aldrinum 20 – 24 ára versla í Vínbúð og gera skýrslu um það hvort þeir hafi verið spurðir um skilríki. Hulduheimsóknir eru á ábyrgð ÁTVR en framkvæmdar af utanaðkomandi aðila eins og áður sagði. Mér vitanlega er enginn annar opinber aðili sem gerir sambærilega könnun. Þeir viðskiptavinir sem versla vegna hulduheimsókna eru ekki sérstakir eftirlitsmenn heldur ungt fólk og versla þau í flestum tilfellum í stuttan tíma á vegum framkvæmdaaðila,“ Aðspurð hver stæði að baki gerð auglýsingarinnar og hver kostnaðurinn hafi verið, svarar Sigrún að áætlað sé að auglýsingin hafi kostað um 13 milljónir og ENNEMM hafi unnið að gerð hennar.Færslu Rafns má sjá hér að neðan. Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Sjá meira
Ný auglýsing ÁTVR hefur vakið mikla athygli. Auglýsingin er í formi einskonar raunveruleikaþáttar þar sem þátttakendur koma fyrir sérhæfða dómnefnd, skipuðum tannlækni, lögreglumanni, dyraverði, sálfræðingi og förðunarfræðingi, sem eiga að aldursgreina viðkomandi. Þátturinn ber heitið Röðin. Í auglýsingunni er verið að vísa kröfur fyrirtækisins að til þess að geta verslað í ÁTVR þá þurfi viðkomandi alltaf að hafa á sér skilríki þar sem ekki sé hægt að aldursgreina fólk út frá útlitinu einu saman. Einn þeirra sem gagnrýnt hefur þessa auglýsingu er Rafn Steingrímsson, fyrrverandi starfsmaður ÁTVR og einn stofnanda vefsíðunnar vínbúðin.net. Í færslu sinni á Facebook má sjá hvar hann segir eina tilgang auglýsingarinnar vera að styrkja þá ímynd að fyrirtækið sé ábyrgt og að undirtextinn sé sá að einkarekin fyrirtæki hugsi ekki um að spyrja ungmenni um skilríki.Rafn er ekki sáttur við nýjustu herferð ÁTVR og lætur það sterklega í ljós í viðtali við blaðamann sem og í færslu á Facebook síðu sinni.Áhugamaður um starfsemina Í viðtali við Vísi segir Rafn að starfsemi ÁTVR hafi vakið áhuga hans um langt skeið. Sjálfur vann hann þar í sumarstarfi og í helgarstarfi í um það bil tvö ár frá árinu 2008. „Ég hef haft áhuga á þessari starfsemi lengi og maður sér þetta á hverju einasta ári; þessar herferðir hjá ÁTVR. Þetta er alltaf það sama,“ segir Rafn og nefnir að hægt sé að sjá hvernig ÁTVR fari í skilríkjaherferðir á hverju ári. „Þetta er ekkert eitthvað grín hvað þetta kostar. ÁTVR er einokunarfyrirtæki sem er í eigu ríkisins og er samt sem áður með markaðsdeild,“ segir Rafn og telur að fyrirtækið eyði líklega ekki minna en nokkrum milljónum í herferðir sem þessar.Þurfa ekki að auglýsa Í færslunni segir Rafn að fyrirtæki líkt og ÁTVR þurfi ekki að auglýsa sig líkt og einkaaðilar. Jafnframt segist hann afar ósáttur með að skattpeningar fari í að gera auglýsingu sem þessa, og í nýjar auglýsingar árlega sem séu dýrar og séu eingöngu ætlaðar til að „heilaþvo okkur um nauðsyn og mikilvægi ÁTVR.“ Rafn gagnrýnir jafnframt tilgang auglýsingarinnar.Þar sem ég hef unnið í ÁTVR þá veit ég að það alveg vel að það er enginn tilgangur með þessum herferðum. Þessar herferðir eru ekki gerðar vegna þess að það er eitthvað gríðarlegt vandamál hjá ÁTVR að viðskiptavinir komi aldrei með skilríki. Það er ekki staðan. Staðan er þannig, og það vita það allir Íslendingar, að flestir eru yfirleitt með skilríki á sér. Þú ert yfirleitt með ökuskírteini eða debetkort á þér og í þeim örfáu tilvikum sem fólk gleymir skilríkjum þá er það ekkert vandamál ÁTVR því þá er viðkomandi bara látinn sækja þau,“ segir Rafn í samtali við Vísi. Rafn gagnrýnir auk þess það eftirlit sem haft sé með ÁTVR. „Það er enginn opinber aðili sem sér um eftirlit; hvort að ÁTVR sé að fara eftir þessum lögum. Þeir sjá um það sjálfir og ráða til sín fyrirtæki sem gerir það fyrir þá og þegar ég var að vinna þarna þá voru „tips“ um það hvernig maður ætti að vita hvort að einhver væri eftirlitsaðili,“ segir Rafn.Fleiri gagnrýnisraddir Rafn er ekki sá eini sem hefur gagnrýnt þessa nýju auglýsingu ÁTVR en Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir á Twitter síðu sinni að hann vildi óska að skattpeningar almennings færu í eitthvað annað en auglýsingu sem þessa. Á meðal þeirra sem líka við færslu Magnúsar er Una Hildardóttir, gjaldkeri Vinstri grænna og Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og systir Magnúsar og Hildur Sverrisdótir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins endurtísta svo færslu Magnúsar.Nýjasta útspil ÁTVR er https://t.co/8brsKJyueI. Mikið vildi ég óska að skattpeningarnir okkar færu í eitthvað annað. Grr.— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) July 12, 2017 Vilja auðvelda samtal við ungmenni Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í skriflegu svari við fyrirspurn blaðamanns að auglýsingar fyrirtækisins séu hvatning og áminning til starfsfólks um mikilvægi þess að biðja um skilríki ásamt því að hvetja ungt fólk að sýna skilríki að fyrra bragði. Þarna sé einnig verið að reyna að auðvelda samtal við unga viðskiptavini um samfélagsábyrgð Vínbúðanna sem fellst í því að afgreiða eingöngu þá sem eru 20 ára og eldri. Sigrún segir í skriflegu svari að ÁTVR leggi áherslu á að ungmenni geti ekki keypt áfengi. Það sé meðal annars gert með eftirliti. Auglýsingar sem þessi séu einnig þáttur í að vekja ungmenni til umhugsunar um samfélagslega ábyrgð ÁTVR.Vísir/ErnirHulduheimsóknir á vegum utanaðkomandi aðila Sigrún staðfestir jafnframt að hulduheimsóknir séu gerðar reglulega til að kanna hvort að spurt er um skilríki. Í skriflegu svari Sigrúnar segir: „Ein af meginskyldum ÁTVR á sviði samfélagsábyrgðar er að tryggja að viðskiptavinir hafi náð 20 ára aldri og er því mikil áhersla lögð á að starfsfólk kanni aldur með því að biðja um skilríki. Til að efla þjálfun eru framkvæmdar hulduheimsóknir af utanaðkomandi aðila. Hulduheimsóknir fara þannig fram að viðskiptavinir á aldrinum 20 – 24 ára versla í Vínbúð og gera skýrslu um það hvort þeir hafi verið spurðir um skilríki. Hulduheimsóknir eru á ábyrgð ÁTVR en framkvæmdar af utanaðkomandi aðila eins og áður sagði. Mér vitanlega er enginn annar opinber aðili sem gerir sambærilega könnun. Þeir viðskiptavinir sem versla vegna hulduheimsókna eru ekki sérstakir eftirlitsmenn heldur ungt fólk og versla þau í flestum tilfellum í stuttan tíma á vegum framkvæmdaaðila,“ Aðspurð hver stæði að baki gerð auglýsingarinnar og hver kostnaðurinn hafi verið, svarar Sigrún að áætlað sé að auglýsingin hafi kostað um 13 milljónir og ENNEMM hafi unnið að gerð hennar.Færslu Rafns má sjá hér að neðan.
Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Sjá meira