Kandídat Trump í stól forstjóra FBI telur ekki að Rússarannsóknin sé nornaveiðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2017 23:50 Christopher Wray kom fyrir öldungadeildarþingmenn Bandaríkjaþings í dag. vísir/getty Christopher Wray, sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt til að verða næsta forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, telur ekki að rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum sé nornaveiðar. Trump sjálfur hefur aftur á móti sagt að um nornaveiðar sé að ræða en grunur leikur á að Donald Trump yngri, sonur forsetans, hafi mögulega gerst sekur um glæpsamlegt athæfi og jafnvel landráð þegar hann fundaði með rússneska lögfræðingnum Nataliu Veselnitskaya í júní í fyrra. Trump yngri birti í gær tölvupóstsamskipti sín í tengslum við fundinn en með þeim gögnum staðfesti hann að hann vissi að í boði voru gögn frá rússneskum stjórnvöldum sem tekið var fram í töluskeyti að myndu gagnast föður hans í kosningabaráttunni og skaða Hillary Clinton forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins.Myndi hætta tafarlaust ef forsetinn bæði hann um að gera eitthvað ólöglegt Mitt í þessum stormi öllum er svo verið að skipa nýjan forstjóra FBI en hann var í yfirheyrslu hjá þingmönnum öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag vegna skipunarinnar. Eins og margir eflaust muna eftir rak Donald Trump James Comey úr embætti forstjóra FBI í maí síðastliðnum vegna rannsóknarinnar á meintum afskiptum Rússa af kosningunum. Í kjölfarið var skipaður sérstakur saksóknari, Robert Mueller, sem fer nú fyrir rannsókninni. „Ég tel ekki að Mueller sé á nornaveiðum,“ sagði Wray við öldungadeildarþingmennina í dag. Þá sagði hann jafnframt að hann myndi tafarlaust hætt ef forsetinn myndi biðja hann um að gera eitthað ólöglegt. „Hver sá sem heldur að ég verði í einhverjum slagsmálum sem forstjóri FBI þekkir mig ekki vel. Ég mun aldrei láta vinnuna innan FBI byggja á neinu öðru en staðreyndum, lögunum og hlutlausri leit að réttlæti. Punktur,“ sagði Wray jafnframt í dag. Hann var meðal annars spurður út í tölvupósta Trump yngri. Wray kvaðst ekki kannast við tölvupóstana en textinn úr þeim var þá lesinn upp fyrir hann. Var hann spurður að því hvort að sonur forsetans hefði átt að fara á umræddan fund. Svaraði Wray því til að viðkomandi hefði átt að ráðfæra sig við lögfróða menn áður. „Hvers kyns hótun eða tilraun til þess að hafa áhrif á kosningarnar okkar, hvort sem það er frá þjóðríki eða ekki, er eitthvað sem FBI myndi vilja vita um,“ sagði Wray. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Leitin að yfirmanni FBI: Ætlar að fylgja lögunum, ekki pólitík Christopher Wray, sem hefur verið tilnefndur af Donald Trump til að verða nýr yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, segir að pólitík muni ekki hafa áhrif á stofnunina undir sinni stjórn. 12. júlí 2017 15:11 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Christopher Wray, sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt til að verða næsta forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, telur ekki að rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum sé nornaveiðar. Trump sjálfur hefur aftur á móti sagt að um nornaveiðar sé að ræða en grunur leikur á að Donald Trump yngri, sonur forsetans, hafi mögulega gerst sekur um glæpsamlegt athæfi og jafnvel landráð þegar hann fundaði með rússneska lögfræðingnum Nataliu Veselnitskaya í júní í fyrra. Trump yngri birti í gær tölvupóstsamskipti sín í tengslum við fundinn en með þeim gögnum staðfesti hann að hann vissi að í boði voru gögn frá rússneskum stjórnvöldum sem tekið var fram í töluskeyti að myndu gagnast föður hans í kosningabaráttunni og skaða Hillary Clinton forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins.Myndi hætta tafarlaust ef forsetinn bæði hann um að gera eitthvað ólöglegt Mitt í þessum stormi öllum er svo verið að skipa nýjan forstjóra FBI en hann var í yfirheyrslu hjá þingmönnum öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag vegna skipunarinnar. Eins og margir eflaust muna eftir rak Donald Trump James Comey úr embætti forstjóra FBI í maí síðastliðnum vegna rannsóknarinnar á meintum afskiptum Rússa af kosningunum. Í kjölfarið var skipaður sérstakur saksóknari, Robert Mueller, sem fer nú fyrir rannsókninni. „Ég tel ekki að Mueller sé á nornaveiðum,“ sagði Wray við öldungadeildarþingmennina í dag. Þá sagði hann jafnframt að hann myndi tafarlaust hætt ef forsetinn myndi biðja hann um að gera eitthað ólöglegt. „Hver sá sem heldur að ég verði í einhverjum slagsmálum sem forstjóri FBI þekkir mig ekki vel. Ég mun aldrei láta vinnuna innan FBI byggja á neinu öðru en staðreyndum, lögunum og hlutlausri leit að réttlæti. Punktur,“ sagði Wray jafnframt í dag. Hann var meðal annars spurður út í tölvupósta Trump yngri. Wray kvaðst ekki kannast við tölvupóstana en textinn úr þeim var þá lesinn upp fyrir hann. Var hann spurður að því hvort að sonur forsetans hefði átt að fara á umræddan fund. Svaraði Wray því til að viðkomandi hefði átt að ráðfæra sig við lögfróða menn áður. „Hvers kyns hótun eða tilraun til þess að hafa áhrif á kosningarnar okkar, hvort sem það er frá þjóðríki eða ekki, er eitthvað sem FBI myndi vilja vita um,“ sagði Wray.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Leitin að yfirmanni FBI: Ætlar að fylgja lögunum, ekki pólitík Christopher Wray, sem hefur verið tilnefndur af Donald Trump til að verða nýr yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, segir að pólitík muni ekki hafa áhrif á stofnunina undir sinni stjórn. 12. júlí 2017 15:11 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Leitin að yfirmanni FBI: Ætlar að fylgja lögunum, ekki pólitík Christopher Wray, sem hefur verið tilnefndur af Donald Trump til að verða nýr yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, segir að pólitík muni ekki hafa áhrif á stofnunina undir sinni stjórn. 12. júlí 2017 15:11
Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00
Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45