Íslendingur yfirmaður leikmyndar í stórmyndinni Dunkirk Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2017 14:00 Eggert Ketilsson var yfirmaður leikmyndar kvikmyndarinnar Dunkirk. IMDB Eggert Ketilsson, leikmyndahönnuður og brellusérfræðingur, er yfirmaður leikmyndar í stórmyndinni Dunkirk sem frumsýnd verður hér á landi þann 19. júlí næstkomandi. Kvikmyndin Dunkirk, sú nýjasta úr smiðju leikstjórans Christopher Nolan, fjallar um „Operation Dynamo,“ brottflutning hermanna Bandamanna við Dunkirk í Frakklandi í seinni heimsstyrjöldinni. Hún var tekin upp í fyrrasumar, bæði við Dunkirk og í Los Angeles, en Eggert Ketilsson vann að leikmynd kvikmyndarinnar. Eggert hefur komið víða við í kvikmyndabransanum, bæði hér- og erlendis, ef eitthvað má marka IMDB-síðu hans. Hann hefur meðal annars unnið að brellugerð (e. special effects) við kvikmyndirnar Transformers: The Last Knight, Star Wars: The Force Awakens og Rouge One úr Stjörnustríðsseríunni, Thor: The Dark World og Journey to the Center of the Earth. Þá hafði hann yfirumsjón með leikmynd og öðrum sjón- og listrænum þáttum (e. art director) í kvikmyndinni Dunkirk og þáttaröðunum Sense8 og Halo: Nightfall. Dunkirk var heimsfrumsýnd í gær en með helstu hlutverk fara Fionn Whitehead, Tom Glynn-Carney, Harry Styles, Cillian Murphy og Tom Hardy. Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Eggert Ketilsson, leikmyndahönnuður og brellusérfræðingur, er yfirmaður leikmyndar í stórmyndinni Dunkirk sem frumsýnd verður hér á landi þann 19. júlí næstkomandi. Kvikmyndin Dunkirk, sú nýjasta úr smiðju leikstjórans Christopher Nolan, fjallar um „Operation Dynamo,“ brottflutning hermanna Bandamanna við Dunkirk í Frakklandi í seinni heimsstyrjöldinni. Hún var tekin upp í fyrrasumar, bæði við Dunkirk og í Los Angeles, en Eggert Ketilsson vann að leikmynd kvikmyndarinnar. Eggert hefur komið víða við í kvikmyndabransanum, bæði hér- og erlendis, ef eitthvað má marka IMDB-síðu hans. Hann hefur meðal annars unnið að brellugerð (e. special effects) við kvikmyndirnar Transformers: The Last Knight, Star Wars: The Force Awakens og Rouge One úr Stjörnustríðsseríunni, Thor: The Dark World og Journey to the Center of the Earth. Þá hafði hann yfirumsjón með leikmynd og öðrum sjón- og listrænum þáttum (e. art director) í kvikmyndinni Dunkirk og þáttaröðunum Sense8 og Halo: Nightfall. Dunkirk var heimsfrumsýnd í gær en með helstu hlutverk fara Fionn Whitehead, Tom Glynn-Carney, Harry Styles, Cillian Murphy og Tom Hardy.
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira