Golf

Valdís Þóra: Var einhver hræðsla í byrjun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valdís Þóra er væntanlega reynslunni ríkari eftir þátttöku á Opna bandaríska.
Valdís Þóra er væntanlega reynslunni ríkari eftir þátttöku á Opna bandaríska. MYND/GSIMYNDIR.NET/SETH
Valdís Þóra Jónsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn á sínu fyrsta risamóti á ferlinum, Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer nú fram á Trump National Golf Club í New Jersey.

Valdís lék samtals á níu höggum yfir pari og var talsvert frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

„Ég hefði viljað hafa aðeins meiri pung í byrjun. Það var einhver hræðsla í gangi. En svo kom ég ágætlega til baka eftir seinkunina og í dag sló ég helling af góðum höggum,“ sagði Valdís Þóra í samtali við Sigurð Elvar Þórólfsson á golf.is eftir annan hringinn í dag.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Þar má einnig sjá viðtal við Hlyn Geir Hjartarson, þjálfara Valdísar Þóru.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×