Harpa þarf að skora og sjá um nýfæddan soninn: Erum ein stór fjölskylda Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2017 19:00 Harpa Þorsteinsdóttir á æfingu Íslands í dag. vísir/tom Markahrókurinn Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, er í sérstakri stöðu á EM 2017 í Hollandi þar sem hún þarf ekki bara að æfa og keppa heldur einnig að hugsa um nýfædd barn. Ein mesta óvissan í aðdraganda Evrópumótsins var hvort Harpa Þorsteinsdóttir yrði með eða ekki. Það réðst ekki fyrr en nokkrum dögum áður en Freyr tilkynnti hópinn eftir samtal þjálfarans og leikmannsins. Hún var meira en ánægð með þessa ákvörðun þegar hún var mætt á æfingu landslisðins í dag. „Þetta er alveg geggjað. Í rauninni er mjög þægileg tilfinning að vera loksins komin,“ sagði Harpa við íþróttadeild á æfingunni í Ermelo í dag.Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan. „Þegar ég stend hérna í KSÍ-gallnum finnst mér eins og ég hafi aldrei farið úr honum. Mér líður bara vel. Þetta er búið að vera ótrúlega þægilegt og það eru svo margir sem eru búnir að gera þetta þægilegt fyrir okkur. Mér líður bara ótrúlega vel.“ Harpa var komin á fullt með Stjörnunni í Pepsi-deildinni áður en hlé var gert fyrir EM. Hún var byrjuð að skora sem hún viðurkennir að var mikilvægt fyrir sálartetrið en mörk eru það sem landsliðinu hefur vantað upp á síðkastið. „Framherjar þrífast á því að skora mörk og það gerði mikið fyrir sjálfstraustið mitt að finna hvar ég stend og að líða vel inni á vellinum áður en ég kom hingað. Það gaf mér mikið en ég fann líka bara svo mikinn stíganda í leikjunum hjá mér sem er frábært,“ segir Harpa. Auk þess að spila og helst skora mörk þarf Harpa að hlúa að og næra nýfæddan son sinn sem fylgdi henni og föður sínum til Hollands. Þetta var allt látið ganga upp til að láta markamaskínunni líða sem best. „Fjölskyldan mín er staðsett skammt frá hóteli liðsins. Ég reyni bara að nýta frítímann minn til þess að fara og hitta þau og þess á milli reyni ég að hvíla mig vel og vera með liðinu. Allt starfsfólk KSÍ gerir þetta svo auðvelt og það eru allir af vilja gerðir til að láta þetta ganga upp. Við erum bara ein stór fjölskylda hérna,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Mér leið í fyrsta sinn eins og súperstjörnu Landsliðsþjálfarinn gaf stelpunum okkar fjóra tíma til að njóta kveðjustundarinnar en nú er einbeitingin sett á æfingar. 15. júlí 2017 13:45 Dagný: Stælarnir í Portland gerðu mig sterkari Dagný Brynjarsdóttir er búin að vera einbeitt að EM í langan tíma þrátt fyrir að Portland Thorns hafi verið með vesen í síðasta landsliðsverkefni. 15. júlí 2017 19:15 Sveitastelpan Dagný á heimavelli í Ermelo: Farin að halda að þessi staður hafi verið valinn fyrir mig Rangæingurinn brosir út að eyrum að sjá kindur bíta gras í bænum þar sem stelpurnar gista og æfa. 15. júlí 2017 13:15 Stelpurnar æfðu í fyrsta sinn í Ermelo | Myndir Íslenska landsliðið var látið taka á því í hitanum í Ermelo í Hollandi á fyrstu æfingu. 15. júlí 2017 14:30 Guðni forseti mættur til að styðja stelpurnar Íslenska kvennalandsliðið nýtur stuðnings Guðna Th. Jóhannessonar forseta og fjölskyldu hans á Evrópumótinu í knattspyrnu sem fer fram í Hollandi. 15. júlí 2017 11:36 Afmælisbarnið Sif: „Ótrúlega sérstök stund“ Stelpurnar okkar voru smá stund að jafna sig eftir kveðjustundina í Leifsstöð í gær. 15. júlí 2017 13:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
Markahrókurinn Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, er í sérstakri stöðu á EM 2017 í Hollandi þar sem hún þarf ekki bara að æfa og keppa heldur einnig að hugsa um nýfædd barn. Ein mesta óvissan í aðdraganda Evrópumótsins var hvort Harpa Þorsteinsdóttir yrði með eða ekki. Það réðst ekki fyrr en nokkrum dögum áður en Freyr tilkynnti hópinn eftir samtal þjálfarans og leikmannsins. Hún var meira en ánægð með þessa ákvörðun þegar hún var mætt á æfingu landslisðins í dag. „Þetta er alveg geggjað. Í rauninni er mjög þægileg tilfinning að vera loksins komin,“ sagði Harpa við íþróttadeild á æfingunni í Ermelo í dag.Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan. „Þegar ég stend hérna í KSÍ-gallnum finnst mér eins og ég hafi aldrei farið úr honum. Mér líður bara vel. Þetta er búið að vera ótrúlega þægilegt og það eru svo margir sem eru búnir að gera þetta þægilegt fyrir okkur. Mér líður bara ótrúlega vel.“ Harpa var komin á fullt með Stjörnunni í Pepsi-deildinni áður en hlé var gert fyrir EM. Hún var byrjuð að skora sem hún viðurkennir að var mikilvægt fyrir sálartetrið en mörk eru það sem landsliðinu hefur vantað upp á síðkastið. „Framherjar þrífast á því að skora mörk og það gerði mikið fyrir sjálfstraustið mitt að finna hvar ég stend og að líða vel inni á vellinum áður en ég kom hingað. Það gaf mér mikið en ég fann líka bara svo mikinn stíganda í leikjunum hjá mér sem er frábært,“ segir Harpa. Auk þess að spila og helst skora mörk þarf Harpa að hlúa að og næra nýfæddan son sinn sem fylgdi henni og föður sínum til Hollands. Þetta var allt látið ganga upp til að láta markamaskínunni líða sem best. „Fjölskyldan mín er staðsett skammt frá hóteli liðsins. Ég reyni bara að nýta frítímann minn til þess að fara og hitta þau og þess á milli reyni ég að hvíla mig vel og vera með liðinu. Allt starfsfólk KSÍ gerir þetta svo auðvelt og það eru allir af vilja gerðir til að láta þetta ganga upp. Við erum bara ein stór fjölskylda hérna,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Mér leið í fyrsta sinn eins og súperstjörnu Landsliðsþjálfarinn gaf stelpunum okkar fjóra tíma til að njóta kveðjustundarinnar en nú er einbeitingin sett á æfingar. 15. júlí 2017 13:45 Dagný: Stælarnir í Portland gerðu mig sterkari Dagný Brynjarsdóttir er búin að vera einbeitt að EM í langan tíma þrátt fyrir að Portland Thorns hafi verið með vesen í síðasta landsliðsverkefni. 15. júlí 2017 19:15 Sveitastelpan Dagný á heimavelli í Ermelo: Farin að halda að þessi staður hafi verið valinn fyrir mig Rangæingurinn brosir út að eyrum að sjá kindur bíta gras í bænum þar sem stelpurnar gista og æfa. 15. júlí 2017 13:15 Stelpurnar æfðu í fyrsta sinn í Ermelo | Myndir Íslenska landsliðið var látið taka á því í hitanum í Ermelo í Hollandi á fyrstu æfingu. 15. júlí 2017 14:30 Guðni forseti mættur til að styðja stelpurnar Íslenska kvennalandsliðið nýtur stuðnings Guðna Th. Jóhannessonar forseta og fjölskyldu hans á Evrópumótinu í knattspyrnu sem fer fram í Hollandi. 15. júlí 2017 11:36 Afmælisbarnið Sif: „Ótrúlega sérstök stund“ Stelpurnar okkar voru smá stund að jafna sig eftir kveðjustundina í Leifsstöð í gær. 15. júlí 2017 13:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
Freyr: Mér leið í fyrsta sinn eins og súperstjörnu Landsliðsþjálfarinn gaf stelpunum okkar fjóra tíma til að njóta kveðjustundarinnar en nú er einbeitingin sett á æfingar. 15. júlí 2017 13:45
Dagný: Stælarnir í Portland gerðu mig sterkari Dagný Brynjarsdóttir er búin að vera einbeitt að EM í langan tíma þrátt fyrir að Portland Thorns hafi verið með vesen í síðasta landsliðsverkefni. 15. júlí 2017 19:15
Sveitastelpan Dagný á heimavelli í Ermelo: Farin að halda að þessi staður hafi verið valinn fyrir mig Rangæingurinn brosir út að eyrum að sjá kindur bíta gras í bænum þar sem stelpurnar gista og æfa. 15. júlí 2017 13:15
Stelpurnar æfðu í fyrsta sinn í Ermelo | Myndir Íslenska landsliðið var látið taka á því í hitanum í Ermelo í Hollandi á fyrstu æfingu. 15. júlí 2017 14:30
Guðni forseti mættur til að styðja stelpurnar Íslenska kvennalandsliðið nýtur stuðnings Guðna Th. Jóhannessonar forseta og fjölskyldu hans á Evrópumótinu í knattspyrnu sem fer fram í Hollandi. 15. júlí 2017 11:36
Afmælisbarnið Sif: „Ótrúlega sérstök stund“ Stelpurnar okkar voru smá stund að jafna sig eftir kveðjustundina í Leifsstöð í gær. 15. júlí 2017 13:30