Stöðugri ferðamannastraumur til höfuðborgarinnar en landsbyggðarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2017 08:39 Ferðamannastraumurinn til Mývatns dregst töluvert saman á veturna en helst stöðugri á suðvesturhorninu. Vísir/Vilhelm Fjöldi ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu er svipaður á sumrin og veturna en í öðrum landshlutum, sérstaklega fyrir utan suðvesturhornið, koma mun færri ferðamenn utan háannatíma. Þetta er á meðal þess sem lesa má út úr gögnum Rannsóknarsetur verslunarinnar sem byggjast á upplýsingum um staðsetningu og fjölda erlendra símtækja sem eru í reiki hjá Símanum. Gögnin ná frá júní 2016 til febrúar 2017.Greining Arionbanka á gögnunum sýnir að mikill munur er á árstíðarsveiflu eftir einstökum ferðamannastöðum. Þannig heimsækja ívið fleiri ferðamenn Mývatn en Þingvelli á sumrin. Þá eru á bilinu 3-4% ferðamanna á landinu staddir á hvorum stað fyrir sig. Á veturna halda Þingvellir velli með 4% ferðamanna en á Mývatni fer hlutfallið niður í 1%.Þrjú til fimm þúsund ferðamenn á ferkílómetra í miðborginniÞetta á við um aðra staði sem eru utan suðvesturhornsins. Arionbanki segir að því nær Keflavíkurflugvelli sem staðir eru, því minni sveiflur verða í ferðamannafjölda á milli árstíða. Farsímagögnin sýna einnig að þó að ferðamenn eyði nóttunni í höfuðborginni þá verja þeir deginum utan hennar. Þannig eru 45% símtækja staðsett í borginni kl. 3 að nóttu en 35% kl. 15. Fimmtungur ferðamanna dvelur í miðborginni á hverjum degi miðað við tölurnar. Arionbanki reiknar út að á bilinu þrjú til fimm þúsund ferðamenn séu á hvern ferkílómetra í miðbænum á hverri nóttu í ár.Hátt í helmingur ferðamanna á Íslandi ver nóttinni í Reykjavík á degi hverjum.Hrun í ferðaþjónustu ekki væntanlegt Bankinn telur nýjustu tölur um fjölda gistinótta erlendra ferðamanna á hótelum og ýmislegt fleira benda til þess að toppinum í vexti ferðamennsku á Íslandi hafi verið náð. Ekki sé þó samasemmerki á milli minni vaxtar og samdráttar. Hrun ferðaþjónustunnar sé því ekki fyrirsjáanlegt þó að það sé vissulega ekki ómögulegt. Eftir gríðarlega fjölgun gistinátta á hótelum á síðasta ári og byrjun þessa árs, eða 20-60% fjölgun milli ára, hægði verulega á vextinum í maí og fór hann í 6,1%, þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fjölgað um tæp 18% skv. talningu Ferðamálastofu. Gistinóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 1% milli ára í maí. Sú framvinda er að hluta til framhald af þeirri þróun sem hófst á síðasta ári þegar dvalartími ferðamanna tók að styttast þannig að gistinóttum fjölgaði hægar en ferðamönnum, að mati greinenda Arionabanka. „Það kann einnig að vera að sterkt gengi krónunnar sé að leiða til þess að ferðamenn séu í auknum mæli að kjósa ódýrari gistingu, t.d. í tjöldum, heimahúsum, í húsbílum eða á gistiheimilum,“ segir í grein bankans. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Fjöldi ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu er svipaður á sumrin og veturna en í öðrum landshlutum, sérstaklega fyrir utan suðvesturhornið, koma mun færri ferðamenn utan háannatíma. Þetta er á meðal þess sem lesa má út úr gögnum Rannsóknarsetur verslunarinnar sem byggjast á upplýsingum um staðsetningu og fjölda erlendra símtækja sem eru í reiki hjá Símanum. Gögnin ná frá júní 2016 til febrúar 2017.Greining Arionbanka á gögnunum sýnir að mikill munur er á árstíðarsveiflu eftir einstökum ferðamannastöðum. Þannig heimsækja ívið fleiri ferðamenn Mývatn en Þingvelli á sumrin. Þá eru á bilinu 3-4% ferðamanna á landinu staddir á hvorum stað fyrir sig. Á veturna halda Þingvellir velli með 4% ferðamanna en á Mývatni fer hlutfallið niður í 1%.Þrjú til fimm þúsund ferðamenn á ferkílómetra í miðborginniÞetta á við um aðra staði sem eru utan suðvesturhornsins. Arionbanki segir að því nær Keflavíkurflugvelli sem staðir eru, því minni sveiflur verða í ferðamannafjölda á milli árstíða. Farsímagögnin sýna einnig að þó að ferðamenn eyði nóttunni í höfuðborginni þá verja þeir deginum utan hennar. Þannig eru 45% símtækja staðsett í borginni kl. 3 að nóttu en 35% kl. 15. Fimmtungur ferðamanna dvelur í miðborginni á hverjum degi miðað við tölurnar. Arionbanki reiknar út að á bilinu þrjú til fimm þúsund ferðamenn séu á hvern ferkílómetra í miðbænum á hverri nóttu í ár.Hátt í helmingur ferðamanna á Íslandi ver nóttinni í Reykjavík á degi hverjum.Hrun í ferðaþjónustu ekki væntanlegt Bankinn telur nýjustu tölur um fjölda gistinótta erlendra ferðamanna á hótelum og ýmislegt fleira benda til þess að toppinum í vexti ferðamennsku á Íslandi hafi verið náð. Ekki sé þó samasemmerki á milli minni vaxtar og samdráttar. Hrun ferðaþjónustunnar sé því ekki fyrirsjáanlegt þó að það sé vissulega ekki ómögulegt. Eftir gríðarlega fjölgun gistinátta á hótelum á síðasta ári og byrjun þessa árs, eða 20-60% fjölgun milli ára, hægði verulega á vextinum í maí og fór hann í 6,1%, þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fjölgað um tæp 18% skv. talningu Ferðamálastofu. Gistinóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 1% milli ára í maí. Sú framvinda er að hluta til framhald af þeirri þróun sem hófst á síðasta ári þegar dvalartími ferðamanna tók að styttast þannig að gistinóttum fjölgaði hægar en ferðamönnum, að mati greinenda Arionabanka. „Það kann einnig að vera að sterkt gengi krónunnar sé að leiða til þess að ferðamenn séu í auknum mæli að kjósa ódýrari gistingu, t.d. í tjöldum, heimahúsum, í húsbílum eða á gistiheimilum,“ segir í grein bankans.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira