Plötufyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar Guðný Hrönn skrifar 17. júlí 2017 09:45 Högni Egilsson er kominn í samstarf með útgáfufyrirtækinu Erased Tapes. vísir/andri marinó Í seinustu viku skrifaði söngvarinn Högni Egilsson undir samning við breska plötufyrirtækið Erased Tapes og í haust kemur út fyrsta sólóplatan hans. Hann segir ómetanlegt að finna gott plötufyrirtæki til að vinna með því slíkt fyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég gef út plötu á eigin vegum,“ segir Högni um nýju hljómplötuna sem hann sendir frá sér í haust. „Hún kemur út í samstrafi við útgáfufyrirtækið Erased Tapes en ég var að skrifa undir samning við það.“ Högni kveðst vera spenntur fyrir samstarfinu við Erased Tapes en hann hefur fylgst með fyrirtækinu í gegnum árin.„Ég var að leita að góðu plötufyrirtæki til að fara í samstarf við, því plötufyrirtæki virkar eins og fjölskylda og heimili fyrir músíkina þína. Svona samstarf hefur ýmislegt gott í för með sér, varðandi dreifingu og sýnileika.“ Samstarf Högna við Erased Tapes markar nýjung hjá útgáfufyrirtækinu. „Erased Tapes er þekkt fyrir að gefa út „instrumental“-tónlist, og þetta er í rauninni fyrsta platan sem þau gefa út með söngvara. Þannig að það er nýtt fyrir þeim,“ segir Högni. „Þetta fyrirtæki hefur á sér orð fyrir að gefa út vandaða og framsækna tónlist og útgáfunni er vel stýrt, fagurfræðilega séð. Ég kann vel að meta að vinna með fólki sem hefur metnað til að skapa verk sem hafa þýðingu fyrir tónlistaráhugafólk.“ Fjölbreytt tónlistSpurður nánar út í plötuna sem kemur út í haust segir Högni að um fjölbreytta plötu sé að ræða. „Platan hefur ákveðið landslag. Hljóðfærasamsetning, tónmál og söguþráður skapa dramatík sem hjálpar hlustandanum að fara í gegnum marga heima og komast í tæri við myndir sem skapa átök, tilfinningu og andrúmsloft, kyrrt eða stormasamt.“ Nýja platan er tilbúin. „Platan er tilbúin og ég er afskaplega spenntur. Og svo í kjölfar útgáfu hennar þá hefst bara ný plötugerð. Þetta verður bara gaman.“ Notar hjartaðEins og áður sagði er þetta fyrsta sólóplatan sem Högni sendir frá sér en áður var hann gjarnan kenndur við hljómsveitina Hjaltalín sem sendi frá sér þrjár breiðskífur. Eins hefur Högni unnið að tveimur breiðskífum með hljómsveitinni Gus Gus. Aðspurður hvernig sé að vinna að gerð sólóplötu í samanburði við plötu með hljómsveit segir Högni: „Þetta er kannski eins og að vera einn einhversstaðar í fjarska. Þú tekur bara þínar ákvarðanir og lærir að standa með sjálfum þér. Notar hjartað til þess að finna rétta leið. Heim eða eitthvert út í buskann.“ Spurður út í hvort það sé erfiðara að vera einn segir Högni: „Nei, ekki beint erfiðara, bara öðruvísi. En ég var náttúrlega ekki einn að gera þessa plötu, ég vann með frábæru samstarfsfólki, meðal annars textahöfundi og upptökustjóra. Og í þeirri samvinnu var ástríða í loftinu og ég held að hana sé að finna í músíkinni.“ Tónlist Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Í seinustu viku skrifaði söngvarinn Högni Egilsson undir samning við breska plötufyrirtækið Erased Tapes og í haust kemur út fyrsta sólóplatan hans. Hann segir ómetanlegt að finna gott plötufyrirtæki til að vinna með því slíkt fyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég gef út plötu á eigin vegum,“ segir Högni um nýju hljómplötuna sem hann sendir frá sér í haust. „Hún kemur út í samstrafi við útgáfufyrirtækið Erased Tapes en ég var að skrifa undir samning við það.“ Högni kveðst vera spenntur fyrir samstarfinu við Erased Tapes en hann hefur fylgst með fyrirtækinu í gegnum árin.„Ég var að leita að góðu plötufyrirtæki til að fara í samstarf við, því plötufyrirtæki virkar eins og fjölskylda og heimili fyrir músíkina þína. Svona samstarf hefur ýmislegt gott í för með sér, varðandi dreifingu og sýnileika.“ Samstarf Högna við Erased Tapes markar nýjung hjá útgáfufyrirtækinu. „Erased Tapes er þekkt fyrir að gefa út „instrumental“-tónlist, og þetta er í rauninni fyrsta platan sem þau gefa út með söngvara. Þannig að það er nýtt fyrir þeim,“ segir Högni. „Þetta fyrirtæki hefur á sér orð fyrir að gefa út vandaða og framsækna tónlist og útgáfunni er vel stýrt, fagurfræðilega séð. Ég kann vel að meta að vinna með fólki sem hefur metnað til að skapa verk sem hafa þýðingu fyrir tónlistaráhugafólk.“ Fjölbreytt tónlistSpurður nánar út í plötuna sem kemur út í haust segir Högni að um fjölbreytta plötu sé að ræða. „Platan hefur ákveðið landslag. Hljóðfærasamsetning, tónmál og söguþráður skapa dramatík sem hjálpar hlustandanum að fara í gegnum marga heima og komast í tæri við myndir sem skapa átök, tilfinningu og andrúmsloft, kyrrt eða stormasamt.“ Nýja platan er tilbúin. „Platan er tilbúin og ég er afskaplega spenntur. Og svo í kjölfar útgáfu hennar þá hefst bara ný plötugerð. Þetta verður bara gaman.“ Notar hjartaðEins og áður sagði er þetta fyrsta sólóplatan sem Högni sendir frá sér en áður var hann gjarnan kenndur við hljómsveitina Hjaltalín sem sendi frá sér þrjár breiðskífur. Eins hefur Högni unnið að tveimur breiðskífum með hljómsveitinni Gus Gus. Aðspurður hvernig sé að vinna að gerð sólóplötu í samanburði við plötu með hljómsveit segir Högni: „Þetta er kannski eins og að vera einn einhversstaðar í fjarska. Þú tekur bara þínar ákvarðanir og lærir að standa með sjálfum þér. Notar hjartað til þess að finna rétta leið. Heim eða eitthvert út í buskann.“ Spurður út í hvort það sé erfiðara að vera einn segir Högni: „Nei, ekki beint erfiðara, bara öðruvísi. En ég var náttúrlega ekki einn að gera þessa plötu, ég vann með frábæru samstarfsfólki, meðal annars textahöfundi og upptökustjóra. Og í þeirri samvinnu var ástríða í loftinu og ég held að hana sé að finna í músíkinni.“
Tónlist Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira