Fyrirliði Frakka: Þurfum að vinna litlu úrslitaleikina okkar Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júlí 2017 07:00 Wendy Renard, fyrirliði Frakklands. Vísir/Getty Það verður við ramman reip að draga fyrir stelpurnar okkar í Tilburg í kvöld enda franska landsliðið eitt það allra besta í heimi. Það hefur unnið sjö leiki og gert tvö jafntefli á árinu en ekki tapað einum einasta leik. Það vann She Believes-mótið sem er líklega sterkasta æfingamót ársins. „Við erum vissulega ósigraðar í ár en þetta voru bara vináttuleikir. Það tengist ekkert því sem bíður okkar í leiknum á móti Íslandi. Treystið því samt að við verðum tilbúnar. Það mikilvæga á árinu er þessi fyrsti leikur á EM, ekki einhverjir vináttulandsleikir,“ sagði Wendy Renard, fyrirliði Frakklands, á blaðamannafundi í gær. Þær frönsku hafa verið með eitt besta lið heims í nokkur ár en hafa aldrei náð að taka stóra skrefið og spilað til úrslita á stórmóti. „Það er rétt að við höfum verið að falla út of snemma á mótum. Við vitum að það verður erfitt að vinna þetta Evrópumót. Við erum samt ekkert að spá í það núna heldur að vinna litlu úrslitaleikina á móti Íslandi, Sviss og Austurríki í riðlakeppninni,“ segir Renard. Olivier Echouafni, þjálfari Frakka, stýrir liðinu í fyrsta sinn á stórmóti á morgun og hann varar við vanmati hjá sínum stelpum. „Við virðum íslenska liðið. Það spilaði vel í undankeppninni og var fyrir ofan Skotland í riðlinum. Við búumst við líkamlega erfiðum leik gegn liði sem hleypur mikið og er með góða leikmenn í góðum liðum. Ég vil fá baráttu hjá mínum stelpum á móti Íslandi,“ sagði þjálfarinn.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Íslendingar verða í miklum meirihluta í stúkunni á morgun Varaformaður KSÍ segir von á allt að þrjú þúsund Íslendingum á Frakkaleikinn. 17. júlí 2017 18:51 Mikið stress og Söru Björk leið ekki vel eftir Frakkaleikinn 2009 Ég var átján ára, á fyrsta mótinu okkar. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn, segir landsliðsfyrirliðinn. 17. júlí 2017 17:15 Guðbjörg: Þær frönsku frekar hrokafullar að eðlisfari Því lélegri sem þær halda að við séum, því þægilegra finnst mér það, segir markvörður og varafyrirliði íslenska liðsins. 17. júlí 2017 16:47 Stelpurnar okkar æfðu á konungsvellinum í Tilburg Æfingin var fyrst og fremst nýtt til að leggja áherslu á andlega þáttinn. 17. júlí 2017 18:12 Rakel verður á bekknum en allar aðrar heilar fyrir Frakkaleikinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er búinn að tilkynna byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Frökkum í Tilburg á morgun. 17. júlí 2017 16:38 Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Sjá meira
Það verður við ramman reip að draga fyrir stelpurnar okkar í Tilburg í kvöld enda franska landsliðið eitt það allra besta í heimi. Það hefur unnið sjö leiki og gert tvö jafntefli á árinu en ekki tapað einum einasta leik. Það vann She Believes-mótið sem er líklega sterkasta æfingamót ársins. „Við erum vissulega ósigraðar í ár en þetta voru bara vináttuleikir. Það tengist ekkert því sem bíður okkar í leiknum á móti Íslandi. Treystið því samt að við verðum tilbúnar. Það mikilvæga á árinu er þessi fyrsti leikur á EM, ekki einhverjir vináttulandsleikir,“ sagði Wendy Renard, fyrirliði Frakklands, á blaðamannafundi í gær. Þær frönsku hafa verið með eitt besta lið heims í nokkur ár en hafa aldrei náð að taka stóra skrefið og spilað til úrslita á stórmóti. „Það er rétt að við höfum verið að falla út of snemma á mótum. Við vitum að það verður erfitt að vinna þetta Evrópumót. Við erum samt ekkert að spá í það núna heldur að vinna litlu úrslitaleikina á móti Íslandi, Sviss og Austurríki í riðlakeppninni,“ segir Renard. Olivier Echouafni, þjálfari Frakka, stýrir liðinu í fyrsta sinn á stórmóti á morgun og hann varar við vanmati hjá sínum stelpum. „Við virðum íslenska liðið. Það spilaði vel í undankeppninni og var fyrir ofan Skotland í riðlinum. Við búumst við líkamlega erfiðum leik gegn liði sem hleypur mikið og er með góða leikmenn í góðum liðum. Ég vil fá baráttu hjá mínum stelpum á móti Íslandi,“ sagði þjálfarinn.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Íslendingar verða í miklum meirihluta í stúkunni á morgun Varaformaður KSÍ segir von á allt að þrjú þúsund Íslendingum á Frakkaleikinn. 17. júlí 2017 18:51 Mikið stress og Söru Björk leið ekki vel eftir Frakkaleikinn 2009 Ég var átján ára, á fyrsta mótinu okkar. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn, segir landsliðsfyrirliðinn. 17. júlí 2017 17:15 Guðbjörg: Þær frönsku frekar hrokafullar að eðlisfari Því lélegri sem þær halda að við séum, því þægilegra finnst mér það, segir markvörður og varafyrirliði íslenska liðsins. 17. júlí 2017 16:47 Stelpurnar okkar æfðu á konungsvellinum í Tilburg Æfingin var fyrst og fremst nýtt til að leggja áherslu á andlega þáttinn. 17. júlí 2017 18:12 Rakel verður á bekknum en allar aðrar heilar fyrir Frakkaleikinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er búinn að tilkynna byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Frökkum í Tilburg á morgun. 17. júlí 2017 16:38 Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Sjá meira
Íslendingar verða í miklum meirihluta í stúkunni á morgun Varaformaður KSÍ segir von á allt að þrjú þúsund Íslendingum á Frakkaleikinn. 17. júlí 2017 18:51
Mikið stress og Söru Björk leið ekki vel eftir Frakkaleikinn 2009 Ég var átján ára, á fyrsta mótinu okkar. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn, segir landsliðsfyrirliðinn. 17. júlí 2017 17:15
Guðbjörg: Þær frönsku frekar hrokafullar að eðlisfari Því lélegri sem þær halda að við séum, því þægilegra finnst mér það, segir markvörður og varafyrirliði íslenska liðsins. 17. júlí 2017 16:47
Stelpurnar okkar æfðu á konungsvellinum í Tilburg Æfingin var fyrst og fremst nýtt til að leggja áherslu á andlega þáttinn. 17. júlí 2017 18:12
Rakel verður á bekknum en allar aðrar heilar fyrir Frakkaleikinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er búinn að tilkynna byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Frökkum í Tilburg á morgun. 17. júlí 2017 16:38