„Myndi ekki bæta neitt fyrir KR að skipta um þjálfara“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júlí 2017 14:45 KR tapaði 2-0 fyrir Stjörnunni í 11. umferð Pepsi-deildar karla í gær. KR-ingar sitja í 10. sæti deildarinnar með 11 stig og aðeins betri markatala en hjá ÍBV heldur þeim fyrir ofan fallsæti. Staða KR og þjálfara liðsins, Willums Þórs Þórssonar, var til umræðu í Pepsi-mörkunum í gær. Hjörvar Hafliðason og Óskar Hrafn Þorvaldsson voru álitsgjafar Harðar Magnússonar og að þeirra mati felst lausnin ekki endilega í því að láta Willum fara. „Mér finnst KR-liðið ekkert hafa verið alslæmt í sumar. Það hefur alls konar vesen komið upp sem enginn er tilbúinn fyrir. Það meiðast þrír markverðir í sömu vikunni,“ sagði Hjörvar. Í kjölfarið spurði Hörður af hverju Hjörvar væri að halda uppi vörnum fyrir Willum. „Ég held að svarið þarna sé ekki þjálfaraskipti. Það myndi ekki bæta neitt fyrir KR að skipta um þjálfara.“ Óskar Hrafn tók undir með Hjörvari en sagði samt að staða Willums væri veik þessa stundina. „Þegar þú ert í þessari stöðu hljóta KR-ingar að velta framtíð þjálfarans fyrir sér. Þetta er ekki nógu góður árangur. Staða Willums Þórs Þórssonar hlýtur að vera veik í augnablikinu. Ég held að það sé alveg ljóst. En ég er sammála Hjörvari, það er ekki besta lausnin fyrir KR að láta Willum fara,“ sagði Óskar Hrafn. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - KR 2-0 | Fyrsti deildarsigur Stjörnunnar síðan í maí Stjörnumenn fögnuðu langþráðum sigri í Pepsi-deildinni í kvöld þegar þeir unnu 2-0 heimasigur á KR. Þetta var fyrsti deildarsigur Garðabæjarliðsins síðan 28. maí eða í næstum því tvo mánuði. Hólmbert Aron Friðjónsson og Brynjar Gauti Guðjónsson skoruðu mörkin með skalla í sitthvorum hálfeik. Stjörnumenn hoppa upp í þriðja sætið en KR-ingar sitja eftir í 10. sætinu. 17. júlí 2017 23:00 Willum Þór Þórsson: Hver leikur er bara bardagi Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, fannst sitt lið eiga meira skilið í kvöld en KR tapaði þá 2-0 á móti Stjörnunni í Garðabæ. Eftir leikinn er KR-liðsins í tíunda sæti Pepsi-deildarinnar. 17. júlí 2017 22:56 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
KR tapaði 2-0 fyrir Stjörnunni í 11. umferð Pepsi-deildar karla í gær. KR-ingar sitja í 10. sæti deildarinnar með 11 stig og aðeins betri markatala en hjá ÍBV heldur þeim fyrir ofan fallsæti. Staða KR og þjálfara liðsins, Willums Þórs Þórssonar, var til umræðu í Pepsi-mörkunum í gær. Hjörvar Hafliðason og Óskar Hrafn Þorvaldsson voru álitsgjafar Harðar Magnússonar og að þeirra mati felst lausnin ekki endilega í því að láta Willum fara. „Mér finnst KR-liðið ekkert hafa verið alslæmt í sumar. Það hefur alls konar vesen komið upp sem enginn er tilbúinn fyrir. Það meiðast þrír markverðir í sömu vikunni,“ sagði Hjörvar. Í kjölfarið spurði Hörður af hverju Hjörvar væri að halda uppi vörnum fyrir Willum. „Ég held að svarið þarna sé ekki þjálfaraskipti. Það myndi ekki bæta neitt fyrir KR að skipta um þjálfara.“ Óskar Hrafn tók undir með Hjörvari en sagði samt að staða Willums væri veik þessa stundina. „Þegar þú ert í þessari stöðu hljóta KR-ingar að velta framtíð þjálfarans fyrir sér. Þetta er ekki nógu góður árangur. Staða Willums Þórs Þórssonar hlýtur að vera veik í augnablikinu. Ég held að það sé alveg ljóst. En ég er sammála Hjörvari, það er ekki besta lausnin fyrir KR að láta Willum fara,“ sagði Óskar Hrafn. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - KR 2-0 | Fyrsti deildarsigur Stjörnunnar síðan í maí Stjörnumenn fögnuðu langþráðum sigri í Pepsi-deildinni í kvöld þegar þeir unnu 2-0 heimasigur á KR. Þetta var fyrsti deildarsigur Garðabæjarliðsins síðan 28. maí eða í næstum því tvo mánuði. Hólmbert Aron Friðjónsson og Brynjar Gauti Guðjónsson skoruðu mörkin með skalla í sitthvorum hálfeik. Stjörnumenn hoppa upp í þriðja sætið en KR-ingar sitja eftir í 10. sætinu. 17. júlí 2017 23:00 Willum Þór Þórsson: Hver leikur er bara bardagi Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, fannst sitt lið eiga meira skilið í kvöld en KR tapaði þá 2-0 á móti Stjörnunni í Garðabæ. Eftir leikinn er KR-liðsins í tíunda sæti Pepsi-deildarinnar. 17. júlí 2017 22:56 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - KR 2-0 | Fyrsti deildarsigur Stjörnunnar síðan í maí Stjörnumenn fögnuðu langþráðum sigri í Pepsi-deildinni í kvöld þegar þeir unnu 2-0 heimasigur á KR. Þetta var fyrsti deildarsigur Garðabæjarliðsins síðan 28. maí eða í næstum því tvo mánuði. Hólmbert Aron Friðjónsson og Brynjar Gauti Guðjónsson skoruðu mörkin með skalla í sitthvorum hálfeik. Stjörnumenn hoppa upp í þriðja sætið en KR-ingar sitja eftir í 10. sætinu. 17. júlí 2017 23:00
Willum Þór Þórsson: Hver leikur er bara bardagi Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, fannst sitt lið eiga meira skilið í kvöld en KR tapaði þá 2-0 á móti Stjörnunni í Garðabæ. Eftir leikinn er KR-liðsins í tíunda sæti Pepsi-deildarinnar. 17. júlí 2017 22:56