Kristinn Ingi Lárusson og Ingibjörg Sigfúsdóttir eru búsett í Tilburg í Hollandi en sonur þeirra, Kristófer Ingi, spilar með Willem II í Hollandi. Heimavöllur Willem II er keppnisleikvangurinn þar sem leikurinn í kvöld verður spilaður.
Þau bjóða stórum hópi Íslendinga heim til að hita upp fyrir leikinn. Vísir var í beinni útsendingu og tók púlsinn í veislunni, ræddi við forsætisráðherra, fyrrverandi landsliðsmenn, Guðna Bergsson formann KSÍ, Gumma Ben og fleiri.