Despacito mest streymda lag allra tíma: „Ég vildi bara fá fólk til að dansa“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. júlí 2017 11:00 Daddy Yankee og Luis Fonsi. Skjáskot/YouTube Lagið Despacito eftir söngvarann Luis Fonsi er orðið mest streymda lag allra tíma, sex mánuðum eftir að það kom fyrst út. Lagið hefur verið spilað í samtals 4,6 milljarða skipta á öllum streymisveitum. Það slær út lagið Sorry með Justin Bieber sem áður var mest spilað. Despacito náði einmitt flugi á alþjóðavettvangi þegar endurhljóðblönduð útgáfa með Justin Bieber var gefin út fyrir sumarið. „Það sem hefur gerst með þetta lag er bara algjör bilun,“ segir Fonsi, sem er frá Puerto Rico og syngur á spænsku, í samtali við BBC. „Ég vil ekki nota orðið slys því ég var að reyna að skrifa slagara, en ég bjóst ekki við að það myndi ná yfir [til enskumælandi landa].“ „Ég vildi bara fá fólk til að dansa.“Luis Fonsi og Daddy Yankee flutti lagið upphaflega allt á spænsku.Vísir/GettyLuis Fonsi er 39 ára og sagði að vinsældir lagsins, sem fór á topp vinsældalista í yfir 45 löndum, hafi veitt honum ákveðna von í pólitísku landslagi Bandaríkjanna, þar sem hann býr. „Ég er frá Puerto Rico og bý í Miami. Við búum á áhugaverðum tímum núna þar sem fólk vill skilja okkur að. Það vill byggja veggi. Að eitt lag nái að sameina fólk og menningarheima, það er það sem ég er stoltastur af.“ Despacito er suðrænn sumarsmellur og þýðir titill lagsins „hægt“ og er það vísun í hvernig Fonsi ætlar að næla í konu sem hann girnist. Óhætt er að álykta að margir þeirra sem hlusti á lagið skilji ekki textann, sem er nokkuð kynferðislegur, en þó ekki meira en fólk ætti að venjast úr popptónlist dagsins í dag. Myndbandið við lagið er nú þegar orðið fjórða mest spilaða tónlistarmyndband allra tíma á YouTube. Lögin þrjú sem eru fyrir ofan Despacito eru öll nokkurra ára gömul.Lagið varð strax vinsælt í Suður-Ameríku þegar það kom út í janúar. Það náði, sem fyrr segir, flugi eftir að Justin Bieber heyrði lagið á næturklúbbi og óskaði eftir að fá að bæta við versi. Sir Lucian Grainge, framkvæmdastjóri Universal Music Group, segir að vinsældir Despacito sýni svart á hvítu hvernig streymisveitur hafi breytt tónlistarbransanum. „Streymi hefur gert lagi með öðruvísi takt, frá annarri menningu, á öðru tungumáli, kleyft að verða þessi risi sem gerir fólk glatt,“ segir hann í samtali við BBC.Justin Bieber kom fram á tónleikum í Kórnum í Kópavogi í september á síðasta ári.Vísir/Hanna„Enskumælandi listamenn hafa tröllriðið bransanum síðustu 50 ár en streymisveitur munu halda áfram að opna augu fólks fyrir spænskumælandi tónlistarmönnum. Allt er í boði.“ Margir vilja meina að lagið hefði aldrei náð þeirri fótfestu sem það hefur gert án tilkomu Justin Bieber. Sir Lucian segir að það hafi verið allt með ráði gert. „Að bæta Justin Bieber við lagið gerði okkur kleyft að taka eitthvað sem var þegar mjög vinsælt og fara með það í hæstu hæðir, eitthvað sem virtist óhugsandi þegar lagið var samið,“ segir Grainage. Streymisveitur verða sífellt vinsælli leið fyrir fólk að nálgast tónlist. Í mars tilkynnti sænska streymisveitan Spotify að þau væru nú með 50 milljón notendur um allan heim. Apple Music, sem er enn ekki orðið tveggja ára, er með 27 milljónir notenda sem borga fyrir þjónustuna. En það eru fleiri veitur sem eru teknar inn í reikninginn þegar vinsældir Despacito eru reiknaðar, til dæmis Google Play, Amazon Unlimited, Deezer og YouTube. Lagið er jafnframt það 35. í sögunni til að vera á toppi Hot 100 lista Billboard í tíu vikur. Metið fyrir lengstu setu í fyrsta sæti listans á lagið One Sweet Day með Mariah Carey og Boyz II Men. Það sat á toppi listans 1995-1996. Fróðlegt er að vita hvort Despacito haldi áfram á toppi listans og slái fleiri met.Lagið með viðbót Justin Bieber má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Lagið Despacito eftir söngvarann Luis Fonsi er orðið mest streymda lag allra tíma, sex mánuðum eftir að það kom fyrst út. Lagið hefur verið spilað í samtals 4,6 milljarða skipta á öllum streymisveitum. Það slær út lagið Sorry með Justin Bieber sem áður var mest spilað. Despacito náði einmitt flugi á alþjóðavettvangi þegar endurhljóðblönduð útgáfa með Justin Bieber var gefin út fyrir sumarið. „Það sem hefur gerst með þetta lag er bara algjör bilun,“ segir Fonsi, sem er frá Puerto Rico og syngur á spænsku, í samtali við BBC. „Ég vil ekki nota orðið slys því ég var að reyna að skrifa slagara, en ég bjóst ekki við að það myndi ná yfir [til enskumælandi landa].“ „Ég vildi bara fá fólk til að dansa.“Luis Fonsi og Daddy Yankee flutti lagið upphaflega allt á spænsku.Vísir/GettyLuis Fonsi er 39 ára og sagði að vinsældir lagsins, sem fór á topp vinsældalista í yfir 45 löndum, hafi veitt honum ákveðna von í pólitísku landslagi Bandaríkjanna, þar sem hann býr. „Ég er frá Puerto Rico og bý í Miami. Við búum á áhugaverðum tímum núna þar sem fólk vill skilja okkur að. Það vill byggja veggi. Að eitt lag nái að sameina fólk og menningarheima, það er það sem ég er stoltastur af.“ Despacito er suðrænn sumarsmellur og þýðir titill lagsins „hægt“ og er það vísun í hvernig Fonsi ætlar að næla í konu sem hann girnist. Óhætt er að álykta að margir þeirra sem hlusti á lagið skilji ekki textann, sem er nokkuð kynferðislegur, en þó ekki meira en fólk ætti að venjast úr popptónlist dagsins í dag. Myndbandið við lagið er nú þegar orðið fjórða mest spilaða tónlistarmyndband allra tíma á YouTube. Lögin þrjú sem eru fyrir ofan Despacito eru öll nokkurra ára gömul.Lagið varð strax vinsælt í Suður-Ameríku þegar það kom út í janúar. Það náði, sem fyrr segir, flugi eftir að Justin Bieber heyrði lagið á næturklúbbi og óskaði eftir að fá að bæta við versi. Sir Lucian Grainge, framkvæmdastjóri Universal Music Group, segir að vinsældir Despacito sýni svart á hvítu hvernig streymisveitur hafi breytt tónlistarbransanum. „Streymi hefur gert lagi með öðruvísi takt, frá annarri menningu, á öðru tungumáli, kleyft að verða þessi risi sem gerir fólk glatt,“ segir hann í samtali við BBC.Justin Bieber kom fram á tónleikum í Kórnum í Kópavogi í september á síðasta ári.Vísir/Hanna„Enskumælandi listamenn hafa tröllriðið bransanum síðustu 50 ár en streymisveitur munu halda áfram að opna augu fólks fyrir spænskumælandi tónlistarmönnum. Allt er í boði.“ Margir vilja meina að lagið hefði aldrei náð þeirri fótfestu sem það hefur gert án tilkomu Justin Bieber. Sir Lucian segir að það hafi verið allt með ráði gert. „Að bæta Justin Bieber við lagið gerði okkur kleyft að taka eitthvað sem var þegar mjög vinsælt og fara með það í hæstu hæðir, eitthvað sem virtist óhugsandi þegar lagið var samið,“ segir Grainage. Streymisveitur verða sífellt vinsælli leið fyrir fólk að nálgast tónlist. Í mars tilkynnti sænska streymisveitan Spotify að þau væru nú með 50 milljón notendur um allan heim. Apple Music, sem er enn ekki orðið tveggja ára, er með 27 milljónir notenda sem borga fyrir þjónustuna. En það eru fleiri veitur sem eru teknar inn í reikninginn þegar vinsældir Despacito eru reiknaðar, til dæmis Google Play, Amazon Unlimited, Deezer og YouTube. Lagið er jafnframt það 35. í sögunni til að vera á toppi Hot 100 lista Billboard í tíu vikur. Metið fyrir lengstu setu í fyrsta sæti listans á lagið One Sweet Day með Mariah Carey og Boyz II Men. Það sat á toppi listans 1995-1996. Fróðlegt er að vita hvort Despacito haldi áfram á toppi listans og slái fleiri met.Lagið með viðbót Justin Bieber má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira