Fótbolti

Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“

Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar
Sif Atladóttir, Elín Metta Jensen og Ingibjörg Sigurðardóttir þakka fyrir sig eftir svekkelsið í gærkvöldi.
Sif Atladóttir, Elín Metta Jensen og Ingibjörg Sigurðardóttir þakka fyrir sig eftir svekkelsið í gærkvöldi. vísir/vilhelm
Eins og búast mátti við var Koning Willem II-völlurinn í Tilburg málaður blár í gærkvöldi þegar stelpurnar okkar mættu Frakklandi í fyrsta leik liðsins á EM 2017.

Því miður töpuðu þær, 1-0, með vítaspyrnumarki á 85. mínútú eftir umdeildan vítaspyrnudóm. Íslensku leikmennirnir gáfu lítið fyrir þetta víti í viðtölum eftir leik og voru eðlilega mjög svekktar með niðurstöðuna eftir annars frábæra frammistöðu.

Þrátt fyrir mikið svekkelsi voru stelpurnar ekki lengi að þakka fyrir frábæran stuðning á vellinum í gær. Það gerðu þær á samfélagsmiðlum þegar upp í rútu og upp á hótel var komið.

Harpa Þorsteinsdóttir deilir tísti frá KSÍ þar sem það áframtístir myndbandi af Víkingaklappinu sem setti sinn svip á leikinn í gær. „Ómetanlegt,“ skrifar Harpa við myndbandið.

Guðbjörg Gunnarsdóttir sagði við Vísi eftir leik í gær að henni fannst eins og íslenska liðið væri rænt úrslitum í leiknum. Hún þakkaði samt fyrir frábæran stuðning.

„Grátlegt að fá ekki eitt stig í kvöld. Takk fyrir magnaðan stuðning í stúkunni. Þetta var eins og að spila heimaleik,“ segir Guðbjörg.

Fleiri tíst og instagramfærslur stelpnanna okkar má sjá hér að neðan.

Við höldum ótrauðar áfram takk fyrir stuðninginn hann er ómetanlegur ! #fyririsland #dottir #weuro2017

A post shared by Fanndís Friðriksdóttir (@fanndis90) on

We go again Stuðningurinn sem við fengum var gjörsamlega geggjaður! Áfram gakk @fotboltinet

A post shared by Hallbera Gisladottir (@hallberagisla) on


Tengdar fréttir

Fimm mínútum frá fullkomnun

Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×