Taylor með þrennu í stórsigri Englendinga á Skotum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2017 20:37 Jodie Taylor fagnar einu marka sinna. Vísir/Getty Bronslið Englendinga frá síðasta heimsmeistaramóti sýndi styrk sinn í sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í Hollandi. England vann þá 6-0 stórsigur á nágrönnum sínum frá Skotlandi í fyrsta leik liðanna í D-riðli. Skotar voru einmitt með íslensku stelpunum í riðli í undankeppninni. Jodie Taylor skoraði þrennu fyrir Englendinga í leiknum og var ekki bara sú fyrsta sem nær því á EM í Hollandi heldur einnig sú fyrsta sem nær því fyrir enska kvennalandsliðið á stórmóti. Jodie Taylor er 31 árs gömul og spilar með Arsenal. Hún lék áður með bandarísku liðunum Washington Spirit og Portland Thorns FC. Taylor var búin að skora 9 landsliðsmörk fyrir leikinn í kvöld. Úrslitin voru ráðin eftir rúmlega hálftíma leik en enska liðið var þá komið í 3-0. Jodie Taylor skoraði fyrsta markið á 10. mínútu eftir að sloppið í gegn eftir að Fran Kirby lét sendingu Lucy Bronze fara framhjá sér og plataði með því varnarmenn Skota. Taylor bætti við öðru marki sínu og koma enska liðinu í 2-0 á 27. mínútu þegar hún fylgdi á eftir þegar mikil hætta skapaðist eftir aukaspyrnu. Ellen White kom Englandi síðan í 3-0 á 32. mínútu þegar hún fylgdi á eftir sláarskoti Jill Scott. Jodie Taylor innsiglaði síðan þrennu sína eftir átta mínútna leik í seinni hálfleiknum. Ellen White skallaði aukaspyrnu Steph Houghton inn fyrir vörnina og Taylor lyfti boltanum laglega yfir markvörðinn. Jordan Nobbs, sem líka spilar með Arsenal, skoraði fimmta markið þremur mínútum fyrir leikslok. Sjötta markið skoraði síðan varamaðurinn Toni Duggan með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Úrslitin eru mikið áfalla fyrir skoska liðið sem vann meðal annars sigur á Laugardalsvellinum í undankeppninni. England og Spánn unnu örugga sigri í leikjum sínum í D-riðlinum í dag og það lítur allt út fyrir að það verði þægilegt verkefni fyrir þessi tvö sterku lið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Fleiri fréttir Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Sjá meira
Bronslið Englendinga frá síðasta heimsmeistaramóti sýndi styrk sinn í sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í Hollandi. England vann þá 6-0 stórsigur á nágrönnum sínum frá Skotlandi í fyrsta leik liðanna í D-riðli. Skotar voru einmitt með íslensku stelpunum í riðli í undankeppninni. Jodie Taylor skoraði þrennu fyrir Englendinga í leiknum og var ekki bara sú fyrsta sem nær því á EM í Hollandi heldur einnig sú fyrsta sem nær því fyrir enska kvennalandsliðið á stórmóti. Jodie Taylor er 31 árs gömul og spilar með Arsenal. Hún lék áður með bandarísku liðunum Washington Spirit og Portland Thorns FC. Taylor var búin að skora 9 landsliðsmörk fyrir leikinn í kvöld. Úrslitin voru ráðin eftir rúmlega hálftíma leik en enska liðið var þá komið í 3-0. Jodie Taylor skoraði fyrsta markið á 10. mínútu eftir að sloppið í gegn eftir að Fran Kirby lét sendingu Lucy Bronze fara framhjá sér og plataði með því varnarmenn Skota. Taylor bætti við öðru marki sínu og koma enska liðinu í 2-0 á 27. mínútu þegar hún fylgdi á eftir þegar mikil hætta skapaðist eftir aukaspyrnu. Ellen White kom Englandi síðan í 3-0 á 32. mínútu þegar hún fylgdi á eftir sláarskoti Jill Scott. Jodie Taylor innsiglaði síðan þrennu sína eftir átta mínútna leik í seinni hálfleiknum. Ellen White skallaði aukaspyrnu Steph Houghton inn fyrir vörnina og Taylor lyfti boltanum laglega yfir markvörðinn. Jordan Nobbs, sem líka spilar með Arsenal, skoraði fimmta markið þremur mínútum fyrir leikslok. Sjötta markið skoraði síðan varamaðurinn Toni Duggan með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Úrslitin eru mikið áfalla fyrir skoska liðið sem vann meðal annars sigur á Laugardalsvellinum í undankeppninni. England og Spánn unnu örugga sigri í leikjum sínum í D-riðlinum í dag og það lítur allt út fyrir að það verði þægilegt verkefni fyrir þessi tvö sterku lið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Fleiri fréttir Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Sjá meira