Myndarlegur hópur sjálfboðaliða Keilis klár fyrir Íslandsmótið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2017 22:15 Sjálfboðaliðar Keilis eru tilbúnir. Mynd/Keilir Íslandsmótið í golfi fer fram á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði á næstu dögum og til að halda svona mót þurfti Golfklúbbinn Keilir á mörgum sjálfboðaliðum að halda til að sinna fjölmörgum störfum meðan á mótinu stendur. Keilir er að fara að halda Íslandsmótið í þriðja sinn á Hvaleyrarvelli en þar var það líka 1999 og 2007. Nú er hinsvegar í fyrsta sinn keppt á vellinum eftir að þrjár nýjar brautir bættust við Hvaleyrina. Keilismenn auglýstu eftir sjálfboðaliðum um miðjan júní og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Keilis. Til að halda svona mót vantaði Keilir framverði, skorskráningafólk, aðstoðarfólk við beina útsendingu og margt fleira. Viðverutími hverrar vaktar fimmtudag og föstudag verður rúmar 4 klukkustundir en á laugardag og sunnudag um 2,5 klukkustundir samkvæmt fyrrnefndri auglýsingu. Í gær fór fram undirbúningsfundur fyrir sjálfboðaliða sem koma að Íslandsmótinu á Hvaleyri nú um helgina. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan var fundurinn afar vel sóttur og sprengdi hann utan af sér fundarsal Hraunkots, svo leita þurfti út undir bert loft til að ná mynd af hópnum. „Framlag sjálfboðaliða er einn allra mikilvægasti þátturinn í framkvæmd mótsins en varlega áætlað má segja að sjálfboðaliðar leggi til yfir þúsund vinnustundir á næstu dögum, allir með það markmið að halda besta Íslandsmót sem haldið hefur verið,“ segir í frétt á heimasíðu Keilis. Fyrsti hringurinn á Íslandsmótinu verður spilaður á morgun og er rástími fyrsta hópsins klukkan 7.30 um morguninn. Golf Mest lesið Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Íslandsmótið í golfi fer fram á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði á næstu dögum og til að halda svona mót þurfti Golfklúbbinn Keilir á mörgum sjálfboðaliðum að halda til að sinna fjölmörgum störfum meðan á mótinu stendur. Keilir er að fara að halda Íslandsmótið í þriðja sinn á Hvaleyrarvelli en þar var það líka 1999 og 2007. Nú er hinsvegar í fyrsta sinn keppt á vellinum eftir að þrjár nýjar brautir bættust við Hvaleyrina. Keilismenn auglýstu eftir sjálfboðaliðum um miðjan júní og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Keilis. Til að halda svona mót vantaði Keilir framverði, skorskráningafólk, aðstoðarfólk við beina útsendingu og margt fleira. Viðverutími hverrar vaktar fimmtudag og föstudag verður rúmar 4 klukkustundir en á laugardag og sunnudag um 2,5 klukkustundir samkvæmt fyrrnefndri auglýsingu. Í gær fór fram undirbúningsfundur fyrir sjálfboðaliða sem koma að Íslandsmótinu á Hvaleyri nú um helgina. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan var fundurinn afar vel sóttur og sprengdi hann utan af sér fundarsal Hraunkots, svo leita þurfti út undir bert loft til að ná mynd af hópnum. „Framlag sjálfboðaliða er einn allra mikilvægasti þátturinn í framkvæmd mótsins en varlega áætlað má segja að sjálfboðaliðar leggi til yfir þúsund vinnustundir á næstu dögum, allir með það markmið að halda besta Íslandsmót sem haldið hefur verið,“ segir í frétt á heimasíðu Keilis. Fyrsti hringurinn á Íslandsmótinu verður spilaður á morgun og er rástími fyrsta hópsins klukkan 7.30 um morguninn.
Golf Mest lesið Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira