Innlent

Líkur á eldingum á hálendinu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Skýjað að mestu og víða skúrir er það sem er í boði næstu daga.
Skýjað að mestu og víða skúrir er það sem er í boði næstu daga. Veðurstofa
Líkur eru á eldingum á hálendinu í dag, þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þá segir að skýjað verði að mestu og víða skúrir en þurrt að mestu suðvestantil. Þá er búist við að hiti verði 8-16 stig og mildast í innsveitum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag og þriðjudag:

Suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað að mestu og skúrir, einkum síðdegis. Hiti 9 til 16 stig að deginum, hlýjast inn til landsins.

Á miðvikudag:

Hæg breytileg átt, skýjað og þurrt að mestu, en austan 5-10 þegar líður á daginn og stöku skúrir. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast á Vesturlandi.

Á fimmtudag:

Austan og síðar suðvestan 8-15 og rigning sunnan- og vestanlands en lengst af þurrt fyrir norðan og austan. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á Norðurlandi.

Á föstudag:

Breytileg átt, víða skúrir og fremur milt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×