Kristján Guðmunds: Varamennirnir skiptu sköpum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. júlí 2017 20:27 Kristján Guðmundsson er kominn með sína menn í undanúrslit. „Yndisleg tilfinning að vera komin í undanúrslit í bikarkeppninni“ voru fyrstu orð Kristjáns Guðmundssonar, þjálfara ÍBV, eftir sigur hans manna á Víkingi Reykjavík í Fossvoginum í kvöld. Varamenn ÍBV voru allir mjög ferskir í kvöld og var sigurmarkið búið til af mönnum af bekknum. Gunnar Heiðar Þorvaldsson átti laumulega stungusendigu inná Arnór Gauta Ragnarsson sem kláraði leikinn fyrir ÍBV á 87. mínútu. „Þeir sem komu inn á völlinn, byrjuðu ekki leikinn, en komu svo inn á og skiptu verulega miklu máli og það er akkúrat það sem við þurfum á að halda,“ sagði Kristján um varamennina. Kristján var ánægður með að leikurinn hafi ekki farið í framlengingu svo þeir næðu bátnum aftur heim til Eyja. „Þetta var hörku leikur og dómarinn tók strax góð tök á leiknum og spjaldaði menn, þannig að það varð ekkert vesen. Liðin skiptust á að vera ofan á í leiknum, en okkur tókst að stoppa í þau göt sem þeir voru að fara í gegn um okkur fyrir seinni hálfleikinn. Við náðum að nýta þetta færi en það var stutt á milli samt,“ sagði Kristján. „Við áttum okkur alveg á því að þetta er allt önnur keppni og við gírum okkur í hvern bikarleik fyrir sig og áttum okkur að því að deildin er allt önnur. Við þurfum að sýna sömu skynsemi og þennan fína leik sem við sýndum hér í dag,“ svaraði Kristján aðspurður hvort áframhaldandi þátttaka hafi áhrif á deildina, en þar er liðið ansi nálægt fallsæti. „Við bjóðum alla velkomna til Eyja viku fyrir Þjóðhátíð og sumir mega svo verða eftir eftir leikinn,“ sagði Kristján þegar hann var spurður um óska mótherja í undanúrslitunum.Nánari umfjöllun um leikinn má finna hér Undanúrslit bikarkeppninnar fara fram 27. og 28. júlí og gæti ÍBV mætt þar FH, Stjörnunni eða KR, og Leikni Reykjavík eða ÍA. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
„Yndisleg tilfinning að vera komin í undanúrslit í bikarkeppninni“ voru fyrstu orð Kristjáns Guðmundssonar, þjálfara ÍBV, eftir sigur hans manna á Víkingi Reykjavík í Fossvoginum í kvöld. Varamenn ÍBV voru allir mjög ferskir í kvöld og var sigurmarkið búið til af mönnum af bekknum. Gunnar Heiðar Þorvaldsson átti laumulega stungusendigu inná Arnór Gauta Ragnarsson sem kláraði leikinn fyrir ÍBV á 87. mínútu. „Þeir sem komu inn á völlinn, byrjuðu ekki leikinn, en komu svo inn á og skiptu verulega miklu máli og það er akkúrat það sem við þurfum á að halda,“ sagði Kristján um varamennina. Kristján var ánægður með að leikurinn hafi ekki farið í framlengingu svo þeir næðu bátnum aftur heim til Eyja. „Þetta var hörku leikur og dómarinn tók strax góð tök á leiknum og spjaldaði menn, þannig að það varð ekkert vesen. Liðin skiptust á að vera ofan á í leiknum, en okkur tókst að stoppa í þau göt sem þeir voru að fara í gegn um okkur fyrir seinni hálfleikinn. Við náðum að nýta þetta færi en það var stutt á milli samt,“ sagði Kristján. „Við áttum okkur alveg á því að þetta er allt önnur keppni og við gírum okkur í hvern bikarleik fyrir sig og áttum okkur að því að deildin er allt önnur. Við þurfum að sýna sömu skynsemi og þennan fína leik sem við sýndum hér í dag,“ svaraði Kristján aðspurður hvort áframhaldandi þátttaka hafi áhrif á deildina, en þar er liðið ansi nálægt fallsæti. „Við bjóðum alla velkomna til Eyja viku fyrir Þjóðhátíð og sumir mega svo verða eftir eftir leikinn,“ sagði Kristján þegar hann var spurður um óska mótherja í undanúrslitunum.Nánari umfjöllun um leikinn má finna hér Undanúrslit bikarkeppninnar fara fram 27. og 28. júlí og gæti ÍBV mætt þar FH, Stjörnunni eða KR, og Leikni Reykjavík eða ÍA.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira