Milljarða jörð til sölu Benedikt Bóas skrifar 3. júlí 2017 06:00 Um 70% allra ferðamanna sem koma til landsins fara gullna hringinn. Þar sem Neðri Dalur er næst Geysissvæðinu eru aðeins 350-400 metrar. Mynd/Stakfell Jörðin Neðri-Dalur í Biskupstungum er komin í söluferli hjá fasteignasölunni Stakfelli og er ásett verð 1,2 milljarðar króna. Jörðin er 1.200 hektarar að stærð og er næsta jörð við Geysissvæðið í Haukadal. Hægt að skoða frekari upplýsingar um jörðina inn á Fasteignavef Vísis. „Söluferlið er að hefjast af fullum þunga núna. Það er verið að kynna jörðina til útlendinga meðal annars en íslenskir aðilar hafa líka sýnt henni áhuga,“ segir Böðvar Sigurbjörnsson, fasteignasali hjá Stakfelli. Búið er að útbúa myndarlega sölukynningu á jörðinni á íslensku og ensku. „Það er ekkert launungarmál að þegar svona jörð kemur í sölu við álíka náttúruundur og Geysir er þá vekur það athygli, burtséð frá landgæðum jarðarinnar sem eru gríðarleg. Hún er stór, þarna er heitt vatn, kaldavatnslind, á með silungi og laxi og Bjarnafell tilheyrir henni með sínu ótrúlega útsýni. Fyrir utan það þá liggur hún við einn fjölfarnasta ferðamannastað landsins,“ segir Böðvar. Átta bræður eiga jörðina og munu þeir taka skika fyrir sumarbústaði sína. „Það eru þreifingar frá ýmsum aðilum. Miðað við þann fjölda fyrirspurna myndi ekki koma á óvart ef það fæst gott verð fyrir hana. Ég myndi halda að þetta væri fyrsta milljarða jörðin. Hún er einstök hvað verðið varðar en hún stendur undir því,“ segir Böðvar. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Sjá meira
Jörðin Neðri-Dalur í Biskupstungum er komin í söluferli hjá fasteignasölunni Stakfelli og er ásett verð 1,2 milljarðar króna. Jörðin er 1.200 hektarar að stærð og er næsta jörð við Geysissvæðið í Haukadal. Hægt að skoða frekari upplýsingar um jörðina inn á Fasteignavef Vísis. „Söluferlið er að hefjast af fullum þunga núna. Það er verið að kynna jörðina til útlendinga meðal annars en íslenskir aðilar hafa líka sýnt henni áhuga,“ segir Böðvar Sigurbjörnsson, fasteignasali hjá Stakfelli. Búið er að útbúa myndarlega sölukynningu á jörðinni á íslensku og ensku. „Það er ekkert launungarmál að þegar svona jörð kemur í sölu við álíka náttúruundur og Geysir er þá vekur það athygli, burtséð frá landgæðum jarðarinnar sem eru gríðarleg. Hún er stór, þarna er heitt vatn, kaldavatnslind, á með silungi og laxi og Bjarnafell tilheyrir henni með sínu ótrúlega útsýni. Fyrir utan það þá liggur hún við einn fjölfarnasta ferðamannastað landsins,“ segir Böðvar. Átta bræður eiga jörðina og munu þeir taka skika fyrir sumarbústaði sína. „Það eru þreifingar frá ýmsum aðilum. Miðað við þann fjölda fyrirspurna myndi ekki koma á óvart ef það fæst gott verð fyrir hana. Ég myndi halda að þetta væri fyrsta milljarða jörðin. Hún er einstök hvað verðið varðar en hún stendur undir því,“ segir Böðvar.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Sjá meira