Nýr þjálfari Fram fékk meðmæli frá aðstoðarmanni Mourinhos Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júlí 2017 13:23 Rui Faria gaf nýjum þjálfara Fram meðmæli sín. vísir/getty Fram hefur staðfest ráðninguna á Portúgalanum Pedro Hipólito sem næsta þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta. Hipólito tekur formlega við þjálfarastarfinu hjá Fram í dag og stýrir sinni fyrstu æfingu í kvöld. Hipólito tekur við Fram af Ásmundi Arnarssyni sem var óvænt sagt upp störfum á dögunum. „Hipólito er með UEFA PRO réttindi og talinn einn allra efnilegasta þjálfari Portúgala. Hann er 39 ára gamall og lék á sínum tíma 52 leiki með unglingalandsliðum Portúgal og sem leikmaður Sport Lisboa e Benfica, Academica og Farense. Hipólito hefur þjálfað í Portúgal undanfarin ár, nú síðast sem aðalþjálfari Atlético,“ segir í frétt á heimasíðu Fram. Þar einnig haft eftir Hermanni Guðmundssyni, formanni knattspyrnudeildar Fram, að Hipólito hafi fengið meðmæli frá Rui Faria, aðstoðarmanni José Mourinho hjá Manchester United. „Við væntum mikils af Hipólito, enda fær hann afar góð meðmæli, til dæmis frá Rui Faria, aðstoðarþjálfara José Mourinho hjá Manchester United, sem sagði við okkur að hann væri einn efnilegasti þjálfari Portúgals og miklar vonir væru bundnar við hann. Það verður því spennandi að sjá handbragð hans á afar efnilegu liði Fram,“ segir Hermann í fréttatilkynningunni. „Það var ekki auðvelt að fara í þjálfaraskipti nýverið en með þann gríðarlega efnivið sem Fram býr yfir núna fannst okkur rétt að breyta til og efla þjálfun ungu leikmannanna með því að fá þjálfara í fullt starf og Hipólito passaði við allt það sem við vildum sjá í framtíð Fram. Eftir að hafa sest niður með honum og rætt við hann var ákvörðunin um að ráða hann einföld. Hann er frábær kostur fyrir liðið og við hlökkum mikið til að sjá liðið taka framförum undir hans stjórn. Það eru skemmtilegir tímar framundan.“ Hipólito stýrir Fram í fyrsta sinn á fimmtudaginn þegar liðið fær Keflavík í heimsókn. Fram situr í 4. sæti Inkasso-deildarinnar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Portúgali tekur við Fram Portúgalinn Pedro Hipólito verður næsti þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta. 3. júlí 2017 10:56 Hvorki leikmenn Fram né aðstoðarþjálfarinn skilja hvers vegna Ásmundur var rekinn Fram vann fyrsta leikinn eftir brottrekstur Ásmundar Arnarssonar í gærkvöldi. 23. júní 2017 07:30 Ásmundur hættur hjá Fram Ásmundur Arnarsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Fram. 19. júní 2017 17:50 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Fram hefur staðfest ráðninguna á Portúgalanum Pedro Hipólito sem næsta þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta. Hipólito tekur formlega við þjálfarastarfinu hjá Fram í dag og stýrir sinni fyrstu æfingu í kvöld. Hipólito tekur við Fram af Ásmundi Arnarssyni sem var óvænt sagt upp störfum á dögunum. „Hipólito er með UEFA PRO réttindi og talinn einn allra efnilegasta þjálfari Portúgala. Hann er 39 ára gamall og lék á sínum tíma 52 leiki með unglingalandsliðum Portúgal og sem leikmaður Sport Lisboa e Benfica, Academica og Farense. Hipólito hefur þjálfað í Portúgal undanfarin ár, nú síðast sem aðalþjálfari Atlético,“ segir í frétt á heimasíðu Fram. Þar einnig haft eftir Hermanni Guðmundssyni, formanni knattspyrnudeildar Fram, að Hipólito hafi fengið meðmæli frá Rui Faria, aðstoðarmanni José Mourinho hjá Manchester United. „Við væntum mikils af Hipólito, enda fær hann afar góð meðmæli, til dæmis frá Rui Faria, aðstoðarþjálfara José Mourinho hjá Manchester United, sem sagði við okkur að hann væri einn efnilegasti þjálfari Portúgals og miklar vonir væru bundnar við hann. Það verður því spennandi að sjá handbragð hans á afar efnilegu liði Fram,“ segir Hermann í fréttatilkynningunni. „Það var ekki auðvelt að fara í þjálfaraskipti nýverið en með þann gríðarlega efnivið sem Fram býr yfir núna fannst okkur rétt að breyta til og efla þjálfun ungu leikmannanna með því að fá þjálfara í fullt starf og Hipólito passaði við allt það sem við vildum sjá í framtíð Fram. Eftir að hafa sest niður með honum og rætt við hann var ákvörðunin um að ráða hann einföld. Hann er frábær kostur fyrir liðið og við hlökkum mikið til að sjá liðið taka framförum undir hans stjórn. Það eru skemmtilegir tímar framundan.“ Hipólito stýrir Fram í fyrsta sinn á fimmtudaginn þegar liðið fær Keflavík í heimsókn. Fram situr í 4. sæti Inkasso-deildarinnar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Portúgali tekur við Fram Portúgalinn Pedro Hipólito verður næsti þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta. 3. júlí 2017 10:56 Hvorki leikmenn Fram né aðstoðarþjálfarinn skilja hvers vegna Ásmundur var rekinn Fram vann fyrsta leikinn eftir brottrekstur Ásmundar Arnarssonar í gærkvöldi. 23. júní 2017 07:30 Ásmundur hættur hjá Fram Ásmundur Arnarsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Fram. 19. júní 2017 17:50 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Portúgali tekur við Fram Portúgalinn Pedro Hipólito verður næsti þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta. 3. júlí 2017 10:56
Hvorki leikmenn Fram né aðstoðarþjálfarinn skilja hvers vegna Ásmundur var rekinn Fram vann fyrsta leikinn eftir brottrekstur Ásmundar Arnarssonar í gærkvöldi. 23. júní 2017 07:30
Ásmundur hættur hjá Fram Ásmundur Arnarsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Fram. 19. júní 2017 17:50