Hjartasteinn valin á stuttlista LUX Stefán Árni Pálsson skrifar 3. júlí 2017 15:30 Hjartasteinn hefur unnið fjölmörg alþjóðleg verðlaun. Hjartasteinn, hin margverðlaunaða mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur verið valin á stuttlista LUX Film Prize sem er verðlaunahátíð á vegum Evrópuþingsins. Tilkynnt var um þær tíu myndir sem valdar voru til þátttöku á Karlovy Vary hátíðinni sem fer fram dagana 30. júní til 8 júlí í Tékklandi. Þrjár myndir verða síðan valdar til úrslita og verður tilkynnt um þær myndir á Venice Days fjölmiðlaráðstefnunni í Róm undir lok júlí mánaðar. Eina íslenska myndin sem áður hefur hlotið þennan heiður er myndin Hrútar eftir Grím Hákonarson en engin íslensk mynd hefur enn komist í úrslit hátíðarinnar. Á síðasta ári vann þýska myndin Toni Erdmann eftir Maren Ade og hlaut sú mynd einnig flest verðlaun í Evrópsku Kvikmyndaverðlaununum 2016 og var tilnefnd til Óskars, Golden Globes og Bafta verðlauna.Tíu ára gömul verðlaun LUX hátíðin, sem hefur verið starfrækt síðan árið 2007, leggur sérstaka áherslu á kvikmyndir sem varpa sýn á mikilvæg málefni líðandi stundar og sýna fjölbreytileika evrópskrar menningar. Hátíðin var stofnuð með það í huga að stuðla að dreifingu á evrópskum myndum þar sem að Evrópuþingið taldi að eitt helsta vandamál evrópskra kvikmynda væri dreifing þeirra, sem meðal annars væri tilkomið vegna tungumála hindrana. Myndirnar þrjár sem valdar eru til úrslita ferðast til yfir fjörutíu borga og eru þær textaðar á öllum 24 opinberu tungumálunum innan Evrópusambandsins. Verðlaunamyndin verður svo einnig gerð fáanleg fyrir sjón- og heyrnarskerta, og kynnt af Evrópuþinginu. Hjartasteinn er sýnd í Bíó Paradís í sumar en nýlega hófust einnig sýningar á henni í kvikmyndahúsum í Noregi, Portúgal, Danmörku og Svíþjóð. Bíó og sjónvarp Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Hjartasteinn, hin margverðlaunaða mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur verið valin á stuttlista LUX Film Prize sem er verðlaunahátíð á vegum Evrópuþingsins. Tilkynnt var um þær tíu myndir sem valdar voru til þátttöku á Karlovy Vary hátíðinni sem fer fram dagana 30. júní til 8 júlí í Tékklandi. Þrjár myndir verða síðan valdar til úrslita og verður tilkynnt um þær myndir á Venice Days fjölmiðlaráðstefnunni í Róm undir lok júlí mánaðar. Eina íslenska myndin sem áður hefur hlotið þennan heiður er myndin Hrútar eftir Grím Hákonarson en engin íslensk mynd hefur enn komist í úrslit hátíðarinnar. Á síðasta ári vann þýska myndin Toni Erdmann eftir Maren Ade og hlaut sú mynd einnig flest verðlaun í Evrópsku Kvikmyndaverðlaununum 2016 og var tilnefnd til Óskars, Golden Globes og Bafta verðlauna.Tíu ára gömul verðlaun LUX hátíðin, sem hefur verið starfrækt síðan árið 2007, leggur sérstaka áherslu á kvikmyndir sem varpa sýn á mikilvæg málefni líðandi stundar og sýna fjölbreytileika evrópskrar menningar. Hátíðin var stofnuð með það í huga að stuðla að dreifingu á evrópskum myndum þar sem að Evrópuþingið taldi að eitt helsta vandamál evrópskra kvikmynda væri dreifing þeirra, sem meðal annars væri tilkomið vegna tungumála hindrana. Myndirnar þrjár sem valdar eru til úrslita ferðast til yfir fjörutíu borga og eru þær textaðar á öllum 24 opinberu tungumálunum innan Evrópusambandsins. Verðlaunamyndin verður svo einnig gerð fáanleg fyrir sjón- og heyrnarskerta, og kynnt af Evrópuþinginu. Hjartasteinn er sýnd í Bíó Paradís í sumar en nýlega hófust einnig sýningar á henni í kvikmyndahúsum í Noregi, Portúgal, Danmörku og Svíþjóð.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira