Freyr í 1á1: Tilfinningin fyrir ári var að við værum að fara að vinna þetta mót Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júlí 2017 07:46 Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1á1 sem var frumsýndur á Stöð 2 Sport HD á föstudaginn. Í sumar verður styttri útgáfa af þættinum sýnd á mánudögum eftir fréttir sem hluti af Ísland í sumar. Ísland hefur leik á EM í Hollandi 18. júlí. Íslensku stelpurnar fá afar verðugt verkefni strax í fyrsta leik þegar þær mæta ógnarsterku liði Frakka sem er í 3. sæti á heimslista FIFA. En hefði Freyr valið að spila á móti öðru liði en því franska í fyrsta leiknum á EM?Ísland er með Frakklandi, Sviss og Austurríki í riðli á EM.vísir/antonStig setur okkur í mjög góða stöðu „Ef við hugsum þetta þannig: síðasti leikur í riðli og það er allt undir, þá viltu ekki mæta Frökkum þá. Er ekki bara fínt að byrja á Frökkum? Við vitum öll að Frakkarnir eru mögulega með besta lið í heimi, ætla sér og eiga mögulega að vinna mótið. Við höfum engu að tapa,“ sagði Freyr. „Ef við fáum stig á móti Frökkum erum við búin að setja okkur í mjög góða stöðu upp á hina tvo leikina. Þrjú stig setja okkur í lykilstöðu. Ég er ótrúlega spenntur. Við fáum besta lið í heimi í fyrsta leik, á stóru sviði og með fullt af Íslendingum. Þetta getur ekki byrjað betur.“ Freyr var einnig spurður út í markmið Íslands á EM. „Tilfinningin fyrir ári síðan, þegar við vorum búin að vinna Skotana og gera frábæra hluti á Algarve og vorum á fljúgandi leið upp, þá var ég bara: við erum að fara að vinna þetta mót. Það er ekkert sem getur stoppað okkur,“ sagði Freyr. En hafa markmið íslenska liðsins breyst í ljósi þeirra miklu meiðslaáfalla sem það hefur orðið fyrir?Freyr og stelpurnar okkar ætla sér í útsláttarkeppnina.vísir/antonMarkmiðin eru ennþá þau sömu „Við þurfum aðeins að jarðtengja okkur sem er kannski bara gott. Hitt hefði getað farið með okkur í vonbrigði og vesen. Markmiðin eru ennþá þau sömu og við ætlum okkur upp úr riðlinum,“ sagði Freyr. „Þú verður að vera með einhver markmið þegar þú ertu komin upp úr riðlinum, annars geturðu lent á þessum vegg að vera sáttur. Ef við förum í útsláttarkeppnina er svo stutt í baráttu um medalíur. Þá erum við bara að fara að keppa um að vinna mótið. Annað væri galið, þetta eru bara þrír leikir. Við vitum af þessu. Við köllum þetta drauminn.“ Allt innslagið úr Ísland í sumar má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr í 1á1: Kitlar að koma Íslandi á HM Frey Alexanderssyni dreymir um að koma íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í Frakklandi 2019. 1. júlí 2017 16:30 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1á1 sem var frumsýndur á Stöð 2 Sport HD á föstudaginn. Í sumar verður styttri útgáfa af þættinum sýnd á mánudögum eftir fréttir sem hluti af Ísland í sumar. Ísland hefur leik á EM í Hollandi 18. júlí. Íslensku stelpurnar fá afar verðugt verkefni strax í fyrsta leik þegar þær mæta ógnarsterku liði Frakka sem er í 3. sæti á heimslista FIFA. En hefði Freyr valið að spila á móti öðru liði en því franska í fyrsta leiknum á EM?Ísland er með Frakklandi, Sviss og Austurríki í riðli á EM.vísir/antonStig setur okkur í mjög góða stöðu „Ef við hugsum þetta þannig: síðasti leikur í riðli og það er allt undir, þá viltu ekki mæta Frökkum þá. Er ekki bara fínt að byrja á Frökkum? Við vitum öll að Frakkarnir eru mögulega með besta lið í heimi, ætla sér og eiga mögulega að vinna mótið. Við höfum engu að tapa,“ sagði Freyr. „Ef við fáum stig á móti Frökkum erum við búin að setja okkur í mjög góða stöðu upp á hina tvo leikina. Þrjú stig setja okkur í lykilstöðu. Ég er ótrúlega spenntur. Við fáum besta lið í heimi í fyrsta leik, á stóru sviði og með fullt af Íslendingum. Þetta getur ekki byrjað betur.“ Freyr var einnig spurður út í markmið Íslands á EM. „Tilfinningin fyrir ári síðan, þegar við vorum búin að vinna Skotana og gera frábæra hluti á Algarve og vorum á fljúgandi leið upp, þá var ég bara: við erum að fara að vinna þetta mót. Það er ekkert sem getur stoppað okkur,“ sagði Freyr. En hafa markmið íslenska liðsins breyst í ljósi þeirra miklu meiðslaáfalla sem það hefur orðið fyrir?Freyr og stelpurnar okkar ætla sér í útsláttarkeppnina.vísir/antonMarkmiðin eru ennþá þau sömu „Við þurfum aðeins að jarðtengja okkur sem er kannski bara gott. Hitt hefði getað farið með okkur í vonbrigði og vesen. Markmiðin eru ennþá þau sömu og við ætlum okkur upp úr riðlinum,“ sagði Freyr. „Þú verður að vera með einhver markmið þegar þú ertu komin upp úr riðlinum, annars geturðu lent á þessum vegg að vera sáttur. Ef við förum í útsláttarkeppnina er svo stutt í baráttu um medalíur. Þá erum við bara að fara að keppa um að vinna mótið. Annað væri galið, þetta eru bara þrír leikir. Við vitum af þessu. Við köllum þetta drauminn.“ Allt innslagið úr Ísland í sumar má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr í 1á1: Kitlar að koma Íslandi á HM Frey Alexanderssyni dreymir um að koma íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í Frakklandi 2019. 1. júlí 2017 16:30 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Sjá meira
Freyr í 1á1: Kitlar að koma Íslandi á HM Frey Alexanderssyni dreymir um að koma íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í Frakklandi 2019. 1. júlí 2017 16:30