Ferðamennirnir gætu átt yfir höfði sér frekari sekt vegna lambsdrápsins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. júlí 2017 11:30 Lambið fannst dautt í poka í húsbíl ferðamannanna. Myndin er úr safni. vísir/pjetur Matvælastofnun hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu um lambsdrápið á Austurlandi á sunnudagskvöld. Stofnunin mun í framhaldinu taka afstöðu til málsins en mennirnir átta sem slátruðu lambinu gætu átt yfir höfði sér sektargreiðslu upp á allt að eina milljón króna.Fannst dautt í poka Um er að ræða átta erlenda ferðamenn sem voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að hafa elt lambið uppi og aflífað það með því að skera það á háls. Lambið fannst dautt í poka í húsbíl ferðamannanna. Lögreglan á Austurlandi sektaði mennina um 120 þúsund krónur fyrir brot á eignaspjöllum. Dýraverndunarsamband Íslands sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að vinnubrögð lögreglu í málinu væru gagnrýniverð enda hefði MAST átt að hafa yfirumsjón með málinu, og sendu stofnuninni formlegt erindi þess efnis.Alvarlegt mál Þóra J. Jónasdóttir, dýralæknir dýravelferðar hjá Matvælastofnun, segir að stofnunin líti málið alvarlegum augum og að búið sé að óska eftir öllum málsgögnum. „Við fengum enga tilkynningu um málið frá lögreglu en þetta gerðist á þeim tímapunkti sólarhrings sem Matvælastofnun er ekki opin. Það er vissulega bagalegt að það skuli ekki vera bakvakt hjá MAST, bæði ef það koma upp alvarlegir smitsjúkdómar eða brot á dýravelferðarlögum, eins og þetta. En þetta er staðan eins og er,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Þeir gætu, lögum samkvæmt, átt von á kæru eða frekari sektargreiðslu í framhaldinu. „Heildarramminn í lögunum er frá tíu þúsund krónum að einni milljón,“ segir hún. „Þetta er hræðilegt mál og samkvæmt íslenskum lögum er alfarið bannað að slátra dýrum án deyfingar. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum.“ Tengdar fréttir Gagnrýnivert að ferðamennirnir hafi sloppið með lögreglusekt Dýraverndunarsamband Íslands gagnrýnir það að ferðamennirnir átta, sem handteknir voru fyrir að hafa drepið lamb í gærkvöldi, hafi sloppið með lögreglusekt. 3. júlí 2017 19:30 Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. 3. júlí 2017 10:55 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Matvælastofnun hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu um lambsdrápið á Austurlandi á sunnudagskvöld. Stofnunin mun í framhaldinu taka afstöðu til málsins en mennirnir átta sem slátruðu lambinu gætu átt yfir höfði sér sektargreiðslu upp á allt að eina milljón króna.Fannst dautt í poka Um er að ræða átta erlenda ferðamenn sem voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að hafa elt lambið uppi og aflífað það með því að skera það á háls. Lambið fannst dautt í poka í húsbíl ferðamannanna. Lögreglan á Austurlandi sektaði mennina um 120 þúsund krónur fyrir brot á eignaspjöllum. Dýraverndunarsamband Íslands sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að vinnubrögð lögreglu í málinu væru gagnrýniverð enda hefði MAST átt að hafa yfirumsjón með málinu, og sendu stofnuninni formlegt erindi þess efnis.Alvarlegt mál Þóra J. Jónasdóttir, dýralæknir dýravelferðar hjá Matvælastofnun, segir að stofnunin líti málið alvarlegum augum og að búið sé að óska eftir öllum málsgögnum. „Við fengum enga tilkynningu um málið frá lögreglu en þetta gerðist á þeim tímapunkti sólarhrings sem Matvælastofnun er ekki opin. Það er vissulega bagalegt að það skuli ekki vera bakvakt hjá MAST, bæði ef það koma upp alvarlegir smitsjúkdómar eða brot á dýravelferðarlögum, eins og þetta. En þetta er staðan eins og er,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Þeir gætu, lögum samkvæmt, átt von á kæru eða frekari sektargreiðslu í framhaldinu. „Heildarramminn í lögunum er frá tíu þúsund krónum að einni milljón,“ segir hún. „Þetta er hræðilegt mál og samkvæmt íslenskum lögum er alfarið bannað að slátra dýrum án deyfingar. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum.“
Tengdar fréttir Gagnrýnivert að ferðamennirnir hafi sloppið með lögreglusekt Dýraverndunarsamband Íslands gagnrýnir það að ferðamennirnir átta, sem handteknir voru fyrir að hafa drepið lamb í gærkvöldi, hafi sloppið með lögreglusekt. 3. júlí 2017 19:30 Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. 3. júlí 2017 10:55 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Gagnrýnivert að ferðamennirnir hafi sloppið með lögreglusekt Dýraverndunarsamband Íslands gagnrýnir það að ferðamennirnir átta, sem handteknir voru fyrir að hafa drepið lamb í gærkvöldi, hafi sloppið með lögreglusekt. 3. júlí 2017 19:30
Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. 3. júlí 2017 10:55