Landspítalinn braut lög við málsmeðferð hjúkrunarfræðings Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. júlí 2017 16:12 Umboðsmaður Alþingis hefur beint þeim tilmælum til Landspítalans að taka málið upp að nýju. Vísir/Vilhelm Landspítalanum bar að gefa hjúkrunarfræðingi, sem hafði fengið áminningu í starfi, færi á að tjá sig um málið áður en lokaákvörðun um áminninguna var tekin. Þannig var málsmeðferð Landspítalans ekki í samræmi við andmælareglu stjórnsýslulaga. Þetta kemur fram áliti umboðsmanns Alþingis um málið sem birt var í dag.Ófagleg og óásættanleg framganga Forsaga málsins er sú að konan var boðuð á fund með yfirmanni og mannauðsstjóra í nóvember 2014 vegna viðbragða hennar við atviki sem hafði komið upp á kvöldvakt, en framganga konunnar í málinu er sögð hafa getað leitt til alvarlegrar sýkingar hjá sjúklingi, að því er fram kemur í álitinu. Á fundinum var konunni tjáð að framkvæmdastjóri innan spítalans líti málið alvarlegum augum og tveimur dögum síðar var konunni vikið tímabundið frá störfum, eða í eitt ár. Hún fékk í framhaldinu bréf frá framkvæmdastjóranum þar sem segir:„Telja verður að hér sé um að ræða mjög ófaglega og algerlega óásættanlega framgöngu af hálfu heilbrigðisstarfsmanns í starfi sem leitt hefði getað til alvarlegrar sýkingar hjá sjúklingi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“Spítalanum gert að taka málið upp að nýju Hjúkrunarfræðingurinn fór fram á endurupptöku málsins. Umboðsmaður segir að fyrir liggi að Landspítalinn hefði þá aflað frekari gagna í málinu, en ekki gefið konunni færi á að tjá sig um gögnin. Þau hefðu hins vegar að geyma upplýsingar sem væru henni í óhag. Í kjölfarið var beiðni konunnar um endurskoðun á ákvörðuninni synjað. Umboðsmaður taldi að með tilkomu nýrra gagna væri um nýja málsmeðferð að ræða og því hafi Landspítalanum borið að gefa konunni færi á að tjá sig áður en ákvörðun var tekin í málinu. „Þar sem það var ekki gert hefði meðferð málsins ekki verið í samræmi við andmælareglu stjórnsýslulaga,“ segir í álitinu. Var það jafnframt niðurstaða umboðsmanns Alþingis að skortur á viðbrögðum og svörum af hálfu Landspítalans við beiðnum landlæknis um frekari upplýsingar um málsatvik hafi ekki verið í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu. Hefur þeim tilmælum verið beint til spítalans að taka mál hjúkrunarfræðingsins til meðferðar að nýju, komi ósk um það frá henni, og leysa þá úr málinu í samræmi við fyrrnefnd sjónarmið. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Sjá meira
Landspítalanum bar að gefa hjúkrunarfræðingi, sem hafði fengið áminningu í starfi, færi á að tjá sig um málið áður en lokaákvörðun um áminninguna var tekin. Þannig var málsmeðferð Landspítalans ekki í samræmi við andmælareglu stjórnsýslulaga. Þetta kemur fram áliti umboðsmanns Alþingis um málið sem birt var í dag.Ófagleg og óásættanleg framganga Forsaga málsins er sú að konan var boðuð á fund með yfirmanni og mannauðsstjóra í nóvember 2014 vegna viðbragða hennar við atviki sem hafði komið upp á kvöldvakt, en framganga konunnar í málinu er sögð hafa getað leitt til alvarlegrar sýkingar hjá sjúklingi, að því er fram kemur í álitinu. Á fundinum var konunni tjáð að framkvæmdastjóri innan spítalans líti málið alvarlegum augum og tveimur dögum síðar var konunni vikið tímabundið frá störfum, eða í eitt ár. Hún fékk í framhaldinu bréf frá framkvæmdastjóranum þar sem segir:„Telja verður að hér sé um að ræða mjög ófaglega og algerlega óásættanlega framgöngu af hálfu heilbrigðisstarfsmanns í starfi sem leitt hefði getað til alvarlegrar sýkingar hjá sjúklingi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“Spítalanum gert að taka málið upp að nýju Hjúkrunarfræðingurinn fór fram á endurupptöku málsins. Umboðsmaður segir að fyrir liggi að Landspítalinn hefði þá aflað frekari gagna í málinu, en ekki gefið konunni færi á að tjá sig um gögnin. Þau hefðu hins vegar að geyma upplýsingar sem væru henni í óhag. Í kjölfarið var beiðni konunnar um endurskoðun á ákvörðuninni synjað. Umboðsmaður taldi að með tilkomu nýrra gagna væri um nýja málsmeðferð að ræða og því hafi Landspítalanum borið að gefa konunni færi á að tjá sig áður en ákvörðun var tekin í málinu. „Þar sem það var ekki gert hefði meðferð málsins ekki verið í samræmi við andmælareglu stjórnsýslulaga,“ segir í álitinu. Var það jafnframt niðurstaða umboðsmanns Alþingis að skortur á viðbrögðum og svörum af hálfu Landspítalans við beiðnum landlæknis um frekari upplýsingar um málsatvik hafi ekki verið í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu. Hefur þeim tilmælum verið beint til spítalans að taka mál hjúkrunarfræðingsins til meðferðar að nýju, komi ósk um það frá henni, og leysa þá úr málinu í samræmi við fyrrnefnd sjónarmið.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Sjá meira