Sjö milljónir barna á flótta og faraldsfæti í Vestur- og Mið-Afríku Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. júlí 2017 00:00 Flóttabörn frá Kongó í nýjum híbýlum sínum í Nakavalie flóttamannabúðunum í suðurhluta Úganda. Vísir/Getty Sjö milljónir barna eru á flótta og faraldsfæti í Vestur- og Mið-Afríku. Eitt af hverjum fjórum barnanna sem eru á flótta eru á leið til Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um börn á flótta og faraldsfæti í heimshlutanum. Skýrslan byggir á viðtölum við flóttafólk og fólk á faraldsfæti frá nokkrum löndum í Vestur- og Mið-Afríku. Í henni kemur meðal annars fram að nokkrar breytur valda því að fólk flýr heimaland sitt, aðrar en fátækt. Talið er að rekja megi ferðir ungs fólks og barna til hraðrar fólksfjölgunar, straums fólks til borga af landsbyggðinni, efnahagslegrar misskiptingar, langvarandi átaka, og vanmáttar stofnana til að styðja við þá samfélagshópa sem minnst mega sín. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá viðtal við stúlku sem er kölluð Joy. Hún er frá Nígeríu og ætlaði til Evrópu til að vinna sem hárgreiðslukona en endaði í mansali og vændi á Ítalíu.Loftslagsbreytingar hafa einnig mikil áhrif á ferðir fólks í Vestur- og Mið-Afríku. Talið er að hitastig á þessu svæði muni hækka um þrjár til fjórar gráður á þessari öld, sem er um helmingi meiri hækkun en annars staðar í heiminum. Flóð og þurrkar hafa áhrif á lifibrauð hópa. Spenna vegna skorts á auðlindum fyrir búfénað hafa leitt til átaka sums staðar í dreifbýli, sem veldur því að fólk flyst í borgir. Í skýrslunni kemur einnig fram að á svæðinu skorti úrræði til að vernda börn á flótta eða faraldsfæti. Fleiri en sjö milljónir barna eru þar nú á ferðinni. Börn eru helmingur þeirra sem eru á ferðinni og þeim fer stöðugt fjölgandi. Í myndbandinu hér fyrir neðan er rætt við Mustapha sem er frá Gambíu. Hann var handtekinn í Líbíu á leið sinni til Evrópu.Barnahjálpin segir að 65 milljónir barna séu á flótta eða faraldsfæti um heim allan. Talið er að hundruð þúsunda þeirra séu fylgdarlaus og oft í leit að atvinnu eða fé til að aðstoða fjölskyldur sínar fjárhagslega. UNICEF leggur til að gripið sé tafarlaust til eftirfarandi aðgerða til að vernda börn:Verja þarf börn á flótta og faraldsfæti, sérstaklega fylgdarlaus börn, gegn ofbeldi og misneytingu.Hætta þarf að hneppa í varðhald þau börn sem sækja um stöðu flóttamanns eða eru á faraldsfæti.Halda þarf fjölskyldum saman en það er sterkasta vopnið til að tryggja öryggi barna, veita þarf fjölskyldunum lagalega stöðu í framhaldinu.Halda þarf öllum börnum á flótta og faraldsfæti í námi og veita þeim heilbrigðisþjónustu sem og aðra grunnþjónustu.Þrýsta þarf á aðgerðir til að takast á við undirliggjandi orsakir stórfelldrar fjölgunar flóttamanna og fólks á faraldsfæti í heiminum.Vinna þarf gegn útlendingahatri, mismunun og jaðarsetningu minnihlutahópa. Gambía Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Sjö milljónir barna eru á flótta og faraldsfæti í Vestur- og Mið-Afríku. Eitt af hverjum fjórum barnanna sem eru á flótta eru á leið til Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um börn á flótta og faraldsfæti í heimshlutanum. Skýrslan byggir á viðtölum við flóttafólk og fólk á faraldsfæti frá nokkrum löndum í Vestur- og Mið-Afríku. Í henni kemur meðal annars fram að nokkrar breytur valda því að fólk flýr heimaland sitt, aðrar en fátækt. Talið er að rekja megi ferðir ungs fólks og barna til hraðrar fólksfjölgunar, straums fólks til borga af landsbyggðinni, efnahagslegrar misskiptingar, langvarandi átaka, og vanmáttar stofnana til að styðja við þá samfélagshópa sem minnst mega sín. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá viðtal við stúlku sem er kölluð Joy. Hún er frá Nígeríu og ætlaði til Evrópu til að vinna sem hárgreiðslukona en endaði í mansali og vændi á Ítalíu.Loftslagsbreytingar hafa einnig mikil áhrif á ferðir fólks í Vestur- og Mið-Afríku. Talið er að hitastig á þessu svæði muni hækka um þrjár til fjórar gráður á þessari öld, sem er um helmingi meiri hækkun en annars staðar í heiminum. Flóð og þurrkar hafa áhrif á lifibrauð hópa. Spenna vegna skorts á auðlindum fyrir búfénað hafa leitt til átaka sums staðar í dreifbýli, sem veldur því að fólk flyst í borgir. Í skýrslunni kemur einnig fram að á svæðinu skorti úrræði til að vernda börn á flótta eða faraldsfæti. Fleiri en sjö milljónir barna eru þar nú á ferðinni. Börn eru helmingur þeirra sem eru á ferðinni og þeim fer stöðugt fjölgandi. Í myndbandinu hér fyrir neðan er rætt við Mustapha sem er frá Gambíu. Hann var handtekinn í Líbíu á leið sinni til Evrópu.Barnahjálpin segir að 65 milljónir barna séu á flótta eða faraldsfæti um heim allan. Talið er að hundruð þúsunda þeirra séu fylgdarlaus og oft í leit að atvinnu eða fé til að aðstoða fjölskyldur sínar fjárhagslega. UNICEF leggur til að gripið sé tafarlaust til eftirfarandi aðgerða til að vernda börn:Verja þarf börn á flótta og faraldsfæti, sérstaklega fylgdarlaus börn, gegn ofbeldi og misneytingu.Hætta þarf að hneppa í varðhald þau börn sem sækja um stöðu flóttamanns eða eru á faraldsfæti.Halda þarf fjölskyldum saman en það er sterkasta vopnið til að tryggja öryggi barna, veita þarf fjölskyldunum lagalega stöðu í framhaldinu.Halda þarf öllum börnum á flótta og faraldsfæti í námi og veita þeim heilbrigðisþjónustu sem og aðra grunnþjónustu.Þrýsta þarf á aðgerðir til að takast á við undirliggjandi orsakir stórfelldrar fjölgunar flóttamanna og fólks á faraldsfæti í heiminum.Vinna þarf gegn útlendingahatri, mismunun og jaðarsetningu minnihlutahópa.
Gambía Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira