Telur hag í því að rukka aðgangseyri Sæunn Gísladóttir skrifar 6. júlí 2017 06:00 Gjaldtaka hófst við Kerið árið 2013. vísir/eyþór Skynsamlegt er að taka gjald fyrir aðgang að ferðamannastöðum þar sem fjöldi ferðamanna er farinn að skemma ánægju hvers og eins, eða náttúrugæðin liggja undir skemmdum. Þetta er niðurstaða nýrrar fræðigreinar Ragnars Árnasonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands. Í greininni Efficient pricing of tourist sites er sett upp verðformúla til að rannsaka hvernig best megi þróa gjaldtöku á ferðamannastöðum. Hingað til hafa flestir ferðamannastaðir landsins verið gjaldfrjálsir. Miklar opinberar umræður hafa þó átt sér stað um möguleika á gjaldtöku. Niðurstaða greinarinnar er að aukinn fjöldi ferðamanna hafi neikvæð umhverfisleg áhrif á staðina og að ferðamenn njóti staða minna ef of margir eru á svæðinu. Þannig sé það hagur samfélagsins að takmarka aðgang með aðgangsgjaldi.Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við HÍ.VÍSIR/VILHELM„Samkvæmt þessum niðurstöðum yrði aðgangur að mörgum ferðamannastöðum ókeypis. Til að áætla aðgangsgjald þyrfti að meta hversu mikill troðningurinn er á hverjum stað og hversu miklum umhverfisskemmdum hver ferðamaður veldur að jafnaði,“ segir Ragnar. Mikilvægt sé að leggjast í slíkar rannsóknir. „Það skiptir líka máli hvort tiltekinn ferðamannastaður sé rekinn með það í huga að hámarka velferð þeirra sem koma á staðinn eða rekinn þannig að eigi að hámarka hreinar tekjur hans.“ Að mati Ragnars væri skynsamlegt að hámarka tekjur af erlendum ferðamönnum og velferð íslenskra ferðamanna. „Það myndi þýða mismunandi gjald fyrir erlenda ferðamenn og íslenska ferðamenn. En síðan má kannski ekki mismuna samkvæmt reglum Evrópusambandsins.“ Nýlega hafa sveitarfélög fengið leyfi til gjaldtöku vegna bílastæða. „Það má segja að það sé skref í rétta átt að heimila þessa gjaldtöku. En þá munu þeir að einhverju leyti vera einokunaraðilar og þá munu Íslendingar verða rukkaðir of mikið,“ segir Ragnar. Hann bendir einnig á að eitt gjald sé borgað fyrir hvern bíl en misjafnt sé hve margir eru í hverjum. Troðningur og skemmdir á ferðamannastöðunum fari eftir fjölda ferðamanna. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Skynsamlegt er að taka gjald fyrir aðgang að ferðamannastöðum þar sem fjöldi ferðamanna er farinn að skemma ánægju hvers og eins, eða náttúrugæðin liggja undir skemmdum. Þetta er niðurstaða nýrrar fræðigreinar Ragnars Árnasonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands. Í greininni Efficient pricing of tourist sites er sett upp verðformúla til að rannsaka hvernig best megi þróa gjaldtöku á ferðamannastöðum. Hingað til hafa flestir ferðamannastaðir landsins verið gjaldfrjálsir. Miklar opinberar umræður hafa þó átt sér stað um möguleika á gjaldtöku. Niðurstaða greinarinnar er að aukinn fjöldi ferðamanna hafi neikvæð umhverfisleg áhrif á staðina og að ferðamenn njóti staða minna ef of margir eru á svæðinu. Þannig sé það hagur samfélagsins að takmarka aðgang með aðgangsgjaldi.Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við HÍ.VÍSIR/VILHELM„Samkvæmt þessum niðurstöðum yrði aðgangur að mörgum ferðamannastöðum ókeypis. Til að áætla aðgangsgjald þyrfti að meta hversu mikill troðningurinn er á hverjum stað og hversu miklum umhverfisskemmdum hver ferðamaður veldur að jafnaði,“ segir Ragnar. Mikilvægt sé að leggjast í slíkar rannsóknir. „Það skiptir líka máli hvort tiltekinn ferðamannastaður sé rekinn með það í huga að hámarka velferð þeirra sem koma á staðinn eða rekinn þannig að eigi að hámarka hreinar tekjur hans.“ Að mati Ragnars væri skynsamlegt að hámarka tekjur af erlendum ferðamönnum og velferð íslenskra ferðamanna. „Það myndi þýða mismunandi gjald fyrir erlenda ferðamenn og íslenska ferðamenn. En síðan má kannski ekki mismuna samkvæmt reglum Evrópusambandsins.“ Nýlega hafa sveitarfélög fengið leyfi til gjaldtöku vegna bílastæða. „Það má segja að það sé skref í rétta átt að heimila þessa gjaldtöku. En þá munu þeir að einhverju leyti vera einokunaraðilar og þá munu Íslendingar verða rukkaðir of mikið,“ segir Ragnar. Hann bendir einnig á að eitt gjald sé borgað fyrir hvern bíl en misjafnt sé hve margir eru í hverjum. Troðningur og skemmdir á ferðamannastöðunum fari eftir fjölda ferðamanna.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira