Skoðaði mylluna sjálfur fyrir viku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2017 14:07 Steingrímur Erlingsson við vindmyllurnar tvær í Þykkvabæ. Biokraft Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Biokraft sem rekur tvær vindmyllur í Þykkvabæ, segist rétt vera að átta sig á tíðindum af því að kviknað hafi í annarri vindmyllunni upp úr hádegi í dag. Hann segist ekki hafa hugmynd hvað valdi brunanum en sjálfur hafi hann verið upp í vindmyllunni fyrir viku. „Þetta er bara harmleikur,“ segir Steingrímur í samtali við Vísi. „Ég hef ekki hugmynd um hvað veldur þessu. Ég var sjálfur staddur í Reykjavík þegar ég frétti af þessu.“ Samkvæmt Brunavörnum Rangárvallasýslu kviknaði eldurinn í mótorhúsi vindmyllunnar í rúmlega 50 metra hæð. Að neðan má sjá stutt myndband af aðstæðum í Þykkvabæ á öðrum tímanum í dag. Steingrímur fékk veður af eldinum frá vini sínum, bónda í Þykkvabæ sem hafi lýst aðstæðum fyrir honum. Góðu fréttirnar séu þær að engin hætta sé á ferðum og enginn hlotið skaða af. Vindmyllan standi á langri stálsúlu svo eldurinn berist ekki niður úr myllunni. Ekki ætti því að loga lengi í myllunni. Slökkviliðsmenn luku störfum á svæðinu um klukkan 14. Steingrímur fór upp í mylluna fyrir viku í reglulegri skoðun. „Það er ekki hægt að komast upp í vindmylluna án lykils. Þangað hefur enginn farið í rúma viku og sá seinasti sem fór upp í hana var ég,“ segir Steingrímur. Hlutir geti bilað og það gildi um vindmyllur eins og aðra hluti. Slökkviliðsmenn virða fyrir sér vettvanginn í Þykkvabæ í dag.Vísir/Fannar Freyr Magnússon „Sá hlutur sem ekki getur bilað hefur ekki enn verið framleiddur í heiminum,“ segir Steingrímur. Vafalaust sé fjárhagslegt tjón af þessu en vindmyllurnar tvær séu þó tryggðar eins og lög geri ráð fyrir. Hann þekki þó ekki tryggingamálin nákvæmlega eða hvernig framhaldið verður. „Þetta verður bara lagað,“ segir Steingrímur en á meðan gengur hin vindmyllan í rokinu sem er í Þykkvabænum þessa stundina og framleiðir rafmagn. Von er á sérfræðingi til landsins í næstu viku en til stendur að skipta um stýrikerfi niðri í myllunni. Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Vindmylla brennur í Þykkvabæ Eldurinn kom upp í mótorhúsi vindmyllunnar. 6. júlí 2017 13:05 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Biokraft sem rekur tvær vindmyllur í Þykkvabæ, segist rétt vera að átta sig á tíðindum af því að kviknað hafi í annarri vindmyllunni upp úr hádegi í dag. Hann segist ekki hafa hugmynd hvað valdi brunanum en sjálfur hafi hann verið upp í vindmyllunni fyrir viku. „Þetta er bara harmleikur,“ segir Steingrímur í samtali við Vísi. „Ég hef ekki hugmynd um hvað veldur þessu. Ég var sjálfur staddur í Reykjavík þegar ég frétti af þessu.“ Samkvæmt Brunavörnum Rangárvallasýslu kviknaði eldurinn í mótorhúsi vindmyllunnar í rúmlega 50 metra hæð. Að neðan má sjá stutt myndband af aðstæðum í Þykkvabæ á öðrum tímanum í dag. Steingrímur fékk veður af eldinum frá vini sínum, bónda í Þykkvabæ sem hafi lýst aðstæðum fyrir honum. Góðu fréttirnar séu þær að engin hætta sé á ferðum og enginn hlotið skaða af. Vindmyllan standi á langri stálsúlu svo eldurinn berist ekki niður úr myllunni. Ekki ætti því að loga lengi í myllunni. Slökkviliðsmenn luku störfum á svæðinu um klukkan 14. Steingrímur fór upp í mylluna fyrir viku í reglulegri skoðun. „Það er ekki hægt að komast upp í vindmylluna án lykils. Þangað hefur enginn farið í rúma viku og sá seinasti sem fór upp í hana var ég,“ segir Steingrímur. Hlutir geti bilað og það gildi um vindmyllur eins og aðra hluti. Slökkviliðsmenn virða fyrir sér vettvanginn í Þykkvabæ í dag.Vísir/Fannar Freyr Magnússon „Sá hlutur sem ekki getur bilað hefur ekki enn verið framleiddur í heiminum,“ segir Steingrímur. Vafalaust sé fjárhagslegt tjón af þessu en vindmyllurnar tvær séu þó tryggðar eins og lög geri ráð fyrir. Hann þekki þó ekki tryggingamálin nákvæmlega eða hvernig framhaldið verður. „Þetta verður bara lagað,“ segir Steingrímur en á meðan gengur hin vindmyllan í rokinu sem er í Þykkvabænum þessa stundina og framleiðir rafmagn. Von er á sérfræðingi til landsins í næstu viku en til stendur að skipta um stýrikerfi niðri í myllunni.
Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Vindmylla brennur í Þykkvabæ Eldurinn kom upp í mótorhúsi vindmyllunnar. 6. júlí 2017 13:05 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira