Búið er að stöðva rennsli óhreinsaðs skólps úr dælustöð í Faxaskjóli í Reykjavík sem staðið hefur yfir undanfarna ellefu sólahringa. Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Um bráðabirgðarlausn er að ræða.
Notast er við keðjutalíu á neyðarlúguna sem nýtast á fram á mánudag. Búist er við að skólp muni ekki flæða yfir yfirfallið um helgina nema eitthvað alvarlegt komi upp á. Viðgerð verður framhaldið á mánudaginn.
Sýni voru tekin í fjörunni við Faxaskjól í dag og munu frumniðurstöður liggja fyrir á morgun. Þá kemur í ljós hvort magn saurgerla í fjörunni séu ofan eða neðan við viðmiðunarmörk. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sagði við Vísi fyrr í dag að engin hætta væri á mengun á útivistarsvæðinu í Nauthólsvík.
Búið að stöðva rennsli úr skólplögn í Faxaskjóli

Tengdar fréttir

Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól
Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi.

Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug
Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu.

Engin hætta á mengun í Nauthólsvík
Fjaran í Faxaskjóli leit mjög vel út við skoðun í morgun og ákaflega lítil ummerki að sjá að sögn heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.