Logi Ólafs: Það var byrði á herðum þessara pilta sem þeir áttu erfitt með að bera Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. júlí 2017 22:00 Víkingar í Reykjavík hafa verið á fljúgandi siglingu í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir að Logi Ólafsson tók við liðinu þegar Milos Milojevic yfirgaf Fossvoginn og tók við Breiðablik. Víkingar eru búnir að vinna þrjá leiki og gera tvö jafntefli í fyrstu fimm leikjunum undir stjórn Loga og eru í heildina besta lið deildinnar í síðustu fimm umferðum. Logi kom óvænt aftur inn í deildina en hann stýrði síðast Stjörnunni árið 2013 og gerði góða hluti í Garðabænum. „Ég hef nú ekki verið með stórar yfirlýsingar en þó sagt að þetta sé orðið gott og svona. Ég get alveg upplýst það að ég hugsaði mér að taka tvö ár með Stjörnunni á sínum tíma og ljúka mínum ferli þar en það var fremur snubbóttur endir þar. Samt sem áður leið mér ekkert illa með að vera hættur þá,“ segir Logi Ólafsson í 1á1 sem sýndur var á Stöð 2 Sport HD í kvöld. „Alkinn byrjar stundum að drekka aftur ef hann er hættur á annað borð. Það þarf kannski ekki mikið til að kveikja í manni. Eftir að hafa hitt Víkingana hér og skoðað mannskapinn fannst mér þetta spennandi.“ Logi segist ekki hafa sett nein skýr markmið með Víkingsliðið á þessu tímabili heldur vildi hann bara fá það besta út úr leikmannahópnum. „Ég setti engin markmið um hvar við ætluðum að enda eða neitt slíkt. Ég setti bara þá vinnu í gang að reyna að breyta andrúmsloftinu og hugarástandinu og öðru slíku,“ segir hann. „Það var byrði á herðum þessara pilta sem þeir áttu erfitt með að bera og því fannst mér tilvalið að reyna að nálgast þetta með þeim hætti að létta aðeins á stemningunni og reyna að fá menn til að vera jákvæðir og trúa á sína eigin getu.Fótboltaleikur er fullur af mistökum en það verður enginn hengdur fyrir slíkt,“ segir Logi Ólafsson. Brot úr 1á1 má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Víkingar í Reykjavík hafa verið á fljúgandi siglingu í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir að Logi Ólafsson tók við liðinu þegar Milos Milojevic yfirgaf Fossvoginn og tók við Breiðablik. Víkingar eru búnir að vinna þrjá leiki og gera tvö jafntefli í fyrstu fimm leikjunum undir stjórn Loga og eru í heildina besta lið deildinnar í síðustu fimm umferðum. Logi kom óvænt aftur inn í deildina en hann stýrði síðast Stjörnunni árið 2013 og gerði góða hluti í Garðabænum. „Ég hef nú ekki verið með stórar yfirlýsingar en þó sagt að þetta sé orðið gott og svona. Ég get alveg upplýst það að ég hugsaði mér að taka tvö ár með Stjörnunni á sínum tíma og ljúka mínum ferli þar en það var fremur snubbóttur endir þar. Samt sem áður leið mér ekkert illa með að vera hættur þá,“ segir Logi Ólafsson í 1á1 sem sýndur var á Stöð 2 Sport HD í kvöld. „Alkinn byrjar stundum að drekka aftur ef hann er hættur á annað borð. Það þarf kannski ekki mikið til að kveikja í manni. Eftir að hafa hitt Víkingana hér og skoðað mannskapinn fannst mér þetta spennandi.“ Logi segist ekki hafa sett nein skýr markmið með Víkingsliðið á þessu tímabili heldur vildi hann bara fá það besta út úr leikmannahópnum. „Ég setti engin markmið um hvar við ætluðum að enda eða neitt slíkt. Ég setti bara þá vinnu í gang að reyna að breyta andrúmsloftinu og hugarástandinu og öðru slíku,“ segir hann. „Það var byrði á herðum þessara pilta sem þeir áttu erfitt með að bera og því fannst mér tilvalið að reyna að nálgast þetta með þeim hætti að létta aðeins á stemningunni og reyna að fá menn til að vera jákvæðir og trúa á sína eigin getu.Fótboltaleikur er fullur af mistökum en það verður enginn hengdur fyrir slíkt,“ segir Logi Ólafsson. Brot úr 1á1 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira