Dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júlí 2017 14:14 Ferðamaður á ferð við Kerið. Vísir/Eyþór Dregið hefur úr fjölgun erlendra ferðamanna á milli ára samkvæmt talningum ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ferðamálastjóri segir að ferðamönnum haldi þó áfram að fjölga en frá áramótum hafa um 973 þúsund ferðamenn komið til landsins. Um 221 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júní síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 35 þúsund fleiri en í júní á síðasta ári. Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, segir að fjölgunin nemi um 18,9 prósent á milli ára. „Þar af eru Bandaríkjamenn talsvert hátt hlutfall. Þetta er minni fjölgun en við vorum að sjá í vetur en samt ekki lítil fjölgun.“ Um er að ræða svipaða hlutfallslega aukningu milli ára og í maímánuði en mun minni en mældist í janúar, febrúar, mars og apríl.„Við höfum heyrt innan ferðaþjónustunnar að upplifun fólks sú að það sé aðeins farið að draga úr þessari ofboðslegu fjölgun ferðamanna sem verið hefur á undanförnum misserum. Það er í sjálfu sér ekkert endilega slæmar fréttir. Það er auðvitað ágætt að komist eitthvert jafnvægi á en hins vegar þarf þá að setja þetta í samhengi við aðra mælikvarða um hvernig ferðaþjónustunni er að vegna til að sjá hvaða sögu þessar tölur eru að segja okkur; um breytta ferðahegðun, samsetningu þjóðarinnar, hvert fólk er að fara og svo framvegis,“ segir Ólöf. Frá áramótum hafa um 973 þúsund komið til landsins eða 39% fleiri en á tímabilinu janúar til júní 2016. „Hlutfallsleg fjölgun á milli ára hefur auðvitað verið mjög mikil. Þær tölur sem við höfum séð hafa verið um og yfir kannski 50% oftast nær á undanförnum misserum. Það er ekki svo að segja að 17-19% fjölgun ferðamanna er mjög mikil fjölgun en hins vegar þá er þetta kannski til marks um að það sé að draga úr þessari ofboðslegu ásókn í Íslandsferðir,“ segir Ólöf. Þá var ferðamannapúlsinn, sem mælir ánægju ferðamanna með dvöl sína á Íslandi, marktækt lægri núna í maí en í maí árið 2016.Hann mælist nú 82,7 stig af 100 mögulegum en var 86,4 stig fyrir ári síðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn óánægðari með dvöl sína á Íslandi Frakkar og Bretar eru óánægðastir. 8. júlí 2017 07:56 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Dregið hefur úr fjölgun erlendra ferðamanna á milli ára samkvæmt talningum ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ferðamálastjóri segir að ferðamönnum haldi þó áfram að fjölga en frá áramótum hafa um 973 þúsund ferðamenn komið til landsins. Um 221 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júní síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 35 þúsund fleiri en í júní á síðasta ári. Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, segir að fjölgunin nemi um 18,9 prósent á milli ára. „Þar af eru Bandaríkjamenn talsvert hátt hlutfall. Þetta er minni fjölgun en við vorum að sjá í vetur en samt ekki lítil fjölgun.“ Um er að ræða svipaða hlutfallslega aukningu milli ára og í maímánuði en mun minni en mældist í janúar, febrúar, mars og apríl.„Við höfum heyrt innan ferðaþjónustunnar að upplifun fólks sú að það sé aðeins farið að draga úr þessari ofboðslegu fjölgun ferðamanna sem verið hefur á undanförnum misserum. Það er í sjálfu sér ekkert endilega slæmar fréttir. Það er auðvitað ágætt að komist eitthvert jafnvægi á en hins vegar þarf þá að setja þetta í samhengi við aðra mælikvarða um hvernig ferðaþjónustunni er að vegna til að sjá hvaða sögu þessar tölur eru að segja okkur; um breytta ferðahegðun, samsetningu þjóðarinnar, hvert fólk er að fara og svo framvegis,“ segir Ólöf. Frá áramótum hafa um 973 þúsund komið til landsins eða 39% fleiri en á tímabilinu janúar til júní 2016. „Hlutfallsleg fjölgun á milli ára hefur auðvitað verið mjög mikil. Þær tölur sem við höfum séð hafa verið um og yfir kannski 50% oftast nær á undanförnum misserum. Það er ekki svo að segja að 17-19% fjölgun ferðamanna er mjög mikil fjölgun en hins vegar þá er þetta kannski til marks um að það sé að draga úr þessari ofboðslegu ásókn í Íslandsferðir,“ segir Ólöf. Þá var ferðamannapúlsinn, sem mælir ánægju ferðamanna með dvöl sína á Íslandi, marktækt lægri núna í maí en í maí árið 2016.Hann mælist nú 82,7 stig af 100 mögulegum en var 86,4 stig fyrir ári síðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn óánægðari með dvöl sína á Íslandi Frakkar og Bretar eru óánægðastir. 8. júlí 2017 07:56 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira