Lettnesk tennisstjarna mátti ekki heita því nafni sem móðir hennar vildi skíra hana Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. júlí 2017 22:45 Jelena Ostapenko etur kappi á Wimbledon-mótinu í tennis. vísir/getty Lettneska tennisstjarnan Jelena Ostapenko gengur undir nafninu Alona í heimalandinu og skammar fólk fyrir að kalla hana Jelena. Ostapenko vann Opna franska risamótið í tennis í byrjun júnímánaðar og hvöttu áhorfendur á mótinu hana áfram sem Alona, ekki Jelena. „Það veit næstum enginn að ég heiti Alona. Í Lettlandi vita það flestir, en í alþjóðatennisheiminum vita það fáir,“ sagði Ostapenko í viðtali við New York Times. Ostapenko er um þessar mundir að keppa á Wimbledon-mótinu í Lundúnum. Þar er hún komin í fjórðu umferð mótsins í fyrsta skipti á ferlinum og mætir Elina Svitolina á morgun, mánudag. Móðir Ostapenko vildi skíra dóttur sína Alona en nafnið, sem er af úkraínskum uppruna, sé ekki löglegt í Lettlandi því það sé ekki á nafnadagatalinu þar í landi.Ostapenko með verðlaunagripinn á Opna franska risamótinuvísir/getty„Þegar foreldrar mínir nefndu mig Alona þá gátu þeir ekki skráð það á vegabréfið mitt. Þetta nafn var ekki á lettneska dagatalinu. Ég þurfti lettneskt nafn, eitthvað sem er á dagatalinu, svo ég var skírð Jelena því það er svipað nafn.“ Mörg lönd eru með ýmsar reglur varðandi nafngift á börnum, við þurfum ekki að leita lengra en til mannanafnanefndar hér á Íslandi. Sérfræðingar í lettneskri menningu segja þó að Ostapenko og móðir hennar séu ekki að fara með rétt mál. Lettneska dagatalið sem þær vitna í er notað til þess að halda upp á nafnadaga, hefð sem er við lýði til dæmis í Svíþjóð. Á hvern dag eru skráð nokkur nöfn og á þeim degi getur fólk sem heitir nöfnum dagsins haldið upp á nafnadaginn sinn. Paula Pralina, starfsmaður utanríkisráðuneytis Lettlands, sagði að það væru engin lög sem kæmu í veg fyrir að fólk skírði börnin sín nöfnum sem væru ekki á nafnadagatalinu. Ostapenko segist hafa hugsað um að breyta nafninu sínu í Alona, en telur það sé of mikil hætta á misskilningi í tennisheiminum geri hún það. Eftir að hún náði þeim frábæra árangri að vinna Opna franska risamótið þá er lettneska ríkisstjórnin að íhuga að bæta Alona-nafninu inn á nafnadagatalið. Tennis Tengdar fréttir Afrekaði það á afmæli sínu sem engin kona hefur náð í 34 ár Jelena Ostapenko er komin í úrslit á opna franska meistaramótinu í tennis og skrifaði þar með bæði íþróttasögu Lettlands og franska meistaramótsins. 9. júní 2017 13:30 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Lettneska tennisstjarnan Jelena Ostapenko gengur undir nafninu Alona í heimalandinu og skammar fólk fyrir að kalla hana Jelena. Ostapenko vann Opna franska risamótið í tennis í byrjun júnímánaðar og hvöttu áhorfendur á mótinu hana áfram sem Alona, ekki Jelena. „Það veit næstum enginn að ég heiti Alona. Í Lettlandi vita það flestir, en í alþjóðatennisheiminum vita það fáir,“ sagði Ostapenko í viðtali við New York Times. Ostapenko er um þessar mundir að keppa á Wimbledon-mótinu í Lundúnum. Þar er hún komin í fjórðu umferð mótsins í fyrsta skipti á ferlinum og mætir Elina Svitolina á morgun, mánudag. Móðir Ostapenko vildi skíra dóttur sína Alona en nafnið, sem er af úkraínskum uppruna, sé ekki löglegt í Lettlandi því það sé ekki á nafnadagatalinu þar í landi.Ostapenko með verðlaunagripinn á Opna franska risamótinuvísir/getty„Þegar foreldrar mínir nefndu mig Alona þá gátu þeir ekki skráð það á vegabréfið mitt. Þetta nafn var ekki á lettneska dagatalinu. Ég þurfti lettneskt nafn, eitthvað sem er á dagatalinu, svo ég var skírð Jelena því það er svipað nafn.“ Mörg lönd eru með ýmsar reglur varðandi nafngift á börnum, við þurfum ekki að leita lengra en til mannanafnanefndar hér á Íslandi. Sérfræðingar í lettneskri menningu segja þó að Ostapenko og móðir hennar séu ekki að fara með rétt mál. Lettneska dagatalið sem þær vitna í er notað til þess að halda upp á nafnadaga, hefð sem er við lýði til dæmis í Svíþjóð. Á hvern dag eru skráð nokkur nöfn og á þeim degi getur fólk sem heitir nöfnum dagsins haldið upp á nafnadaginn sinn. Paula Pralina, starfsmaður utanríkisráðuneytis Lettlands, sagði að það væru engin lög sem kæmu í veg fyrir að fólk skírði börnin sín nöfnum sem væru ekki á nafnadagatalinu. Ostapenko segist hafa hugsað um að breyta nafninu sínu í Alona, en telur það sé of mikil hætta á misskilningi í tennisheiminum geri hún það. Eftir að hún náði þeim frábæra árangri að vinna Opna franska risamótið þá er lettneska ríkisstjórnin að íhuga að bæta Alona-nafninu inn á nafnadagatalið.
Tennis Tengdar fréttir Afrekaði það á afmæli sínu sem engin kona hefur náð í 34 ár Jelena Ostapenko er komin í úrslit á opna franska meistaramótinu í tennis og skrifaði þar með bæði íþróttasögu Lettlands og franska meistaramótsins. 9. júní 2017 13:30 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Afrekaði það á afmæli sínu sem engin kona hefur náð í 34 ár Jelena Ostapenko er komin í úrslit á opna franska meistaramótinu í tennis og skrifaði þar með bæði íþróttasögu Lettlands og franska meistaramótsins. 9. júní 2017 13:30