Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2017 23:14 Donald Trump yngri. Vísir/EPA Donald Trump yngri var lofað að honum yrði látið í té skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda demókrata, þegar hann hitti rússneskan lögfræðing, samkvæmt bandaríska dagblaðinu New York Times sem fékk upplýsingar sínar frá þremur hátt settum embættismönnum Hvíta hússins.Vísir greindi frá því í dag að sonur forsetans hefði hitt Nataliu Veselnitskaya í háhýsi Trump í New York í júní 2016, rétt eftir að faðir hans hlaut tilnefningu repúblikanaflokksins sem forsetaframbjóðandi. Fundinn sátu einnig Jared Kushner, tengdasonur Trump eldri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump. Forsetinn sjálfur hefur svarið af sér að hafa sjálfur verið viðstaddur fundinn. Í tilkynningu frá Trump yngri sagði hann að hann hefði einungis lögfræðinginn til þess að ræða ættleiðingastefnu Rússlands en Rússar ákváðu árið 2012 að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn. Veselnitskaya staðfesti frásögn Trump og sagði hún að hún hefði aldrei gengið erinda rússnesku ríkisstjórnarinnar en Veselnitskaya er þekkt baráttukona gegn umræddum ættleiðingarlögum. Í umfjöllun New York Times kemur fram að sonur forsetans hafi sjálfur tjáð sig um fundinn með lögfræðingnum með viðkomandi hætti:Eftir að kynning hafði átt sér stað, hélt konan því fram að hún hefði upplýsingar undir höndum um tengsl einstaklinga við Rússland sem hefðu fjármagnað Demókrataflokkinn og stutt Clinton. Fullyrðingar hennar voru óljósar og tvíræðar og hún kom ekki með neinar nákvæmari eða frekari upplýsingar um málið og fljótt varð ljóst að hún hefði engar marktækar upplýsingar undir höndum. Adam Schiff, leiðtogi rannsóknarnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem fer með rannsókn málsins, sagði í dag að nefndin væri reiðubúin til þess að kalla þá Trump yngri, Kushner og Manafort fram fyrir nefndina til þess að fá frekari upplýsingar um efni fundarins. Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Donald Trump yngri var lofað að honum yrði látið í té skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda demókrata, þegar hann hitti rússneskan lögfræðing, samkvæmt bandaríska dagblaðinu New York Times sem fékk upplýsingar sínar frá þremur hátt settum embættismönnum Hvíta hússins.Vísir greindi frá því í dag að sonur forsetans hefði hitt Nataliu Veselnitskaya í háhýsi Trump í New York í júní 2016, rétt eftir að faðir hans hlaut tilnefningu repúblikanaflokksins sem forsetaframbjóðandi. Fundinn sátu einnig Jared Kushner, tengdasonur Trump eldri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump. Forsetinn sjálfur hefur svarið af sér að hafa sjálfur verið viðstaddur fundinn. Í tilkynningu frá Trump yngri sagði hann að hann hefði einungis lögfræðinginn til þess að ræða ættleiðingastefnu Rússlands en Rússar ákváðu árið 2012 að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn. Veselnitskaya staðfesti frásögn Trump og sagði hún að hún hefði aldrei gengið erinda rússnesku ríkisstjórnarinnar en Veselnitskaya er þekkt baráttukona gegn umræddum ættleiðingarlögum. Í umfjöllun New York Times kemur fram að sonur forsetans hafi sjálfur tjáð sig um fundinn með lögfræðingnum með viðkomandi hætti:Eftir að kynning hafði átt sér stað, hélt konan því fram að hún hefði upplýsingar undir höndum um tengsl einstaklinga við Rússland sem hefðu fjármagnað Demókrataflokkinn og stutt Clinton. Fullyrðingar hennar voru óljósar og tvíræðar og hún kom ekki með neinar nákvæmari eða frekari upplýsingar um málið og fljótt varð ljóst að hún hefði engar marktækar upplýsingar undir höndum. Adam Schiff, leiðtogi rannsóknarnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem fer með rannsókn málsins, sagði í dag að nefndin væri reiðubúin til þess að kalla þá Trump yngri, Kushner og Manafort fram fyrir nefndina til þess að fá frekari upplýsingar um efni fundarins.
Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46