Áhorfendur fá að hlýða á söng og syngja sjálfir Guðný Hrönn skrifar 30. júní 2017 17:30 Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mun bregða sér í hlutverk Rómeós á Sönghátíð í Hafnarborg en auk hennar kemur fram fjöldi hæfileikaríkra listamanna. Vísir/Anton Brink Á morgun hefst Sönghátíð í Hafnarborg sem er ný tónlistarhátíð sem stendur yfir í níu daga. Hátíðin er helguð klassískri sönglist, ljóða- og óperusöng og markmið hennar er meðal annars að auka almenna þekkingu á list raddarinnar. Mezzósópransöngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir segir flestallt söngáhugafólk eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Sönghátíðinni í Hafnarborg. „Þetta er hátíð þar sem röddin fær að njóta sín. Þetta er svolítið óvenjuleg hátíð hér á Íslandi því hún er blanda af fimm söngtónleikum og fjórum námskeiðum, þetta er líka mikil námskeiðahátíð,“ segir Guðrún um þessa nýju söngveislu sem Sönghátíðin í Hafnarborg er. „Með hátíðinni langaði okkur að veita fólki tækifæri til að sjá fyrsta flokks söngvara í návígi og líka að uppgötva röddina í sjálfu sér á námskeiðum.“ Spurð nánar út í námskeiðin sem verða í boði segir Guðrún: „Á hátíðinni verður haldið söngnámskeið fyrir áhugafólk, master class-námskeið fyrir þá sem eru lengra komnir, jóganámskeið fyrir söngvara og svo tónlistarnámskeið fyrir börn. Þannig að þessi hátíð er fyrir fólk á aldrinum 6 ára og upp úr.“ Fjölbreyttur hópur söngvara kemur fram á Sönghátíðinni í Hafnarborg og fyrstur ríður á vaðið Kristinn Sigmundsson sem er mikill reynslubolti. „Hann kemur fram á opnunartónleikunum. Það er mikill lúxus að fá að hlusta á hann í návígi,“ segir Guðrún. „Svo kemur fram ein af okkar virtustu og reyndustu söngkonum, Þóra Einarsdóttir sópran. Hún verður með masterclass-námskeiðið sem stendur yfir í fjóra daga og námskeiðinu lýkur svo með tónleikum þar sem Þóra og nemendurnir koma fram. Þar getur fólk séð ávöxt vinnunnar.“„Svo mun Dísella Lárusdóttir sópransöngkona koma fram. Hún er búin að vera að syngja við Metropolitan í New York og er nýbúin að debútera í Evrópu í Óperuhúsinu í Róm. Þar var hún í erfiðu hlutverki og var kölluð fram tíu sinnum eftir óperusýninguna, hún sló alveg í gegn.“ „Hún mun syngja á lokatónleikum hátíðarinnar en svo munum við líka koma tvær saman á tónleikum á föstudaginn og ég mun bregða mér þar í hlutverk Rómeós. Við munum syngja eitt fallegasta rifrildi sem skrifað hefur verið. Það er úr óperunni I Capuleti e i Montecchi eftir Bellini.“ Dæmi um aðra söngvara og hljóðfæraleikara sem koma fram á hátíðinni eru Hallveig Rúnarsdóttir, Hrönn Þráinsdóttir, Guja Sandholt, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Matthildur Anna Gísladóttir og Francisco Javier Jáuregui. Og eins og áður sagði munu einnig nemendur sýna afrakstur námskeiða hátíðarinnar. „Á lokatónleikunum muna börnin úr tónlistarsmiðjunni til dæmis koma fram. Hugmyndin er að gefa börnunum tækifæri til að fá góða þjálfun í vikulangri tónlistarsmiðju og koma svo fram á tónleikum sjálf.“ Guðrún segir áhorfendur þá fá tækifæri til að þenja raddböndin sjálf á lokatónleikum. „Hátíðinni lýkur á fjöldasöng, við dreifum þá textunum út og bjóðum fólki að syngja með okkur.“ Að lokum bendir Guðrún áhugasömum á að kynna sér dagskrána nánar á vef hátíðarinnar, songhatid.is. Tónlist Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Á morgun hefst Sönghátíð í Hafnarborg sem er ný tónlistarhátíð sem stendur yfir í níu daga. Hátíðin er helguð klassískri sönglist, ljóða- og óperusöng og markmið hennar er meðal annars að auka almenna þekkingu á list raddarinnar. Mezzósópransöngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir segir flestallt söngáhugafólk eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Sönghátíðinni í Hafnarborg. „Þetta er hátíð þar sem röddin fær að njóta sín. Þetta er svolítið óvenjuleg hátíð hér á Íslandi því hún er blanda af fimm söngtónleikum og fjórum námskeiðum, þetta er líka mikil námskeiðahátíð,“ segir Guðrún um þessa nýju söngveislu sem Sönghátíðin í Hafnarborg er. „Með hátíðinni langaði okkur að veita fólki tækifæri til að sjá fyrsta flokks söngvara í návígi og líka að uppgötva röddina í sjálfu sér á námskeiðum.“ Spurð nánar út í námskeiðin sem verða í boði segir Guðrún: „Á hátíðinni verður haldið söngnámskeið fyrir áhugafólk, master class-námskeið fyrir þá sem eru lengra komnir, jóganámskeið fyrir söngvara og svo tónlistarnámskeið fyrir börn. Þannig að þessi hátíð er fyrir fólk á aldrinum 6 ára og upp úr.“ Fjölbreyttur hópur söngvara kemur fram á Sönghátíðinni í Hafnarborg og fyrstur ríður á vaðið Kristinn Sigmundsson sem er mikill reynslubolti. „Hann kemur fram á opnunartónleikunum. Það er mikill lúxus að fá að hlusta á hann í návígi,“ segir Guðrún. „Svo kemur fram ein af okkar virtustu og reyndustu söngkonum, Þóra Einarsdóttir sópran. Hún verður með masterclass-námskeiðið sem stendur yfir í fjóra daga og námskeiðinu lýkur svo með tónleikum þar sem Þóra og nemendurnir koma fram. Þar getur fólk séð ávöxt vinnunnar.“„Svo mun Dísella Lárusdóttir sópransöngkona koma fram. Hún er búin að vera að syngja við Metropolitan í New York og er nýbúin að debútera í Evrópu í Óperuhúsinu í Róm. Þar var hún í erfiðu hlutverki og var kölluð fram tíu sinnum eftir óperusýninguna, hún sló alveg í gegn.“ „Hún mun syngja á lokatónleikum hátíðarinnar en svo munum við líka koma tvær saman á tónleikum á föstudaginn og ég mun bregða mér þar í hlutverk Rómeós. Við munum syngja eitt fallegasta rifrildi sem skrifað hefur verið. Það er úr óperunni I Capuleti e i Montecchi eftir Bellini.“ Dæmi um aðra söngvara og hljóðfæraleikara sem koma fram á hátíðinni eru Hallveig Rúnarsdóttir, Hrönn Þráinsdóttir, Guja Sandholt, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Matthildur Anna Gísladóttir og Francisco Javier Jáuregui. Og eins og áður sagði munu einnig nemendur sýna afrakstur námskeiða hátíðarinnar. „Á lokatónleikunum muna börnin úr tónlistarsmiðjunni til dæmis koma fram. Hugmyndin er að gefa börnunum tækifæri til að fá góða þjálfun í vikulangri tónlistarsmiðju og koma svo fram á tónleikum sjálf.“ Guðrún segir áhorfendur þá fá tækifæri til að þenja raddböndin sjálf á lokatónleikum. „Hátíðinni lýkur á fjöldasöng, við dreifum þá textunum út og bjóðum fólki að syngja með okkur.“ Að lokum bendir Guðrún áhugasömum á að kynna sér dagskrána nánar á vef hátíðarinnar, songhatid.is.
Tónlist Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira