Ólafía úr leik eftir að hafa misst flugið á lokaholunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. júní 2017 23:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti skrautlegan fyrsta hring en þarf nú að komast í gegnum niðurskurðinn. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á PGA-meistaramótinu í golfi eftir ótrúlegan hring í kvöld. Hún var fyrir innan niðurskurðarlínuna er aðeins sjö holur voru eftir en þá fór allt á versta veg. Ólafía hóf leik á tíundu brautinni í dag en fyrstu níu holur dagsins léku hana ansi grátt í gær. Það átti ekki að endurtaka sig. Hún nældi í par á fyrstu tveimur en fékk svo skolla. Það kom henni ekki úr jafnvægi því hún paraði næstu fimm holurnar. Þá kviknaði á okkar konu. Hún gerði sér lítið fyrir og fékk þrjá fugla í röð og var óheppin að taka ekki einn örn líka. Gjörbreytti sinni stöðu og komst inn fyrir niðurskurðarlínuna. Er hún var enn hátt uppi kom smá kjaftshögg er hún fékk skolla á þriðju braut sem var hennar tólfta. Það fór illa í hana því í kjölfarið komu tveir skollar í viðbót. Þrír fuglar og svo þrír skollar. Skrautlegt. Martröð Ólafía var ekki lokið þar því hún fékk fjórða skollann í röð á sjöttu holu. Sjálfstraustið virtist vera farið enda að missa tvö stutt pútt tvær holur í röð. Hún paraði svo síðustu þrjár holurnar og kom í hús á 73 höggum eða tveim höggum yfir pari. Svekkjandi niðurstaða eftir að hafa verið í frábærri stöðu þegar aðeins sjö holur voru eftir. Ólafía var fylgt náið eftir í Chicago af Þorsteini Hallgrímssyni og hér að neðan má lesa beina lýsingu frá hringnum og sjá myndir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á PGA-meistaramótinu í golfi eftir ótrúlegan hring í kvöld. Hún var fyrir innan niðurskurðarlínuna er aðeins sjö holur voru eftir en þá fór allt á versta veg. Ólafía hóf leik á tíundu brautinni í dag en fyrstu níu holur dagsins léku hana ansi grátt í gær. Það átti ekki að endurtaka sig. Hún nældi í par á fyrstu tveimur en fékk svo skolla. Það kom henni ekki úr jafnvægi því hún paraði næstu fimm holurnar. Þá kviknaði á okkar konu. Hún gerði sér lítið fyrir og fékk þrjá fugla í röð og var óheppin að taka ekki einn örn líka. Gjörbreytti sinni stöðu og komst inn fyrir niðurskurðarlínuna. Er hún var enn hátt uppi kom smá kjaftshögg er hún fékk skolla á þriðju braut sem var hennar tólfta. Það fór illa í hana því í kjölfarið komu tveir skollar í viðbót. Þrír fuglar og svo þrír skollar. Skrautlegt. Martröð Ólafía var ekki lokið þar því hún fékk fjórða skollann í röð á sjöttu holu. Sjálfstraustið virtist vera farið enda að missa tvö stutt pútt tvær holur í röð. Hún paraði svo síðustu þrjár holurnar og kom í hús á 73 höggum eða tveim höggum yfir pari. Svekkjandi niðurstaða eftir að hafa verið í frábærri stöðu þegar aðeins sjö holur voru eftir. Ólafía var fylgt náið eftir í Chicago af Þorsteini Hallgrímssyni og hér að neðan má lesa beina lýsingu frá hringnum og sjá myndir.
Golf Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira