Uppskeran Magnús Guðmundsson skrifar 21. júní 2017 07:00 Til hamingju með daginn,“ sagði Hallgrímur Helgason, myndlistarmaður og rithöfundur, við útskriftarathöfn Listaháskóla Íslands fyrir skömmu. „Í batnandi landi er best að lifa,“ bætti Hallgrímur við í tilefni af því að svo virðist sem íslenskt samfélag sé farið að meta listnám að verðleikum. Átta sig á gildi listnáms og listarinnar sjálfrar. Þetta er ánægjulegt en það er öllu dapurlegra til þess að hugsa að stjórnmálamennirnir hafa ekki fylgt með, langt frá því, eða eins og Hallgrímur sagði: „Er það ekki ótrúlegt að okkur hafi þó skilað alla leið hingað, að íslensk menning sé þó komin á þennan stað, þrátt fyrir að hér hafi Alþingi aldrei samþykkt menningarstefnu af neinu tagi.“ Þetta er sorglega satt hjá Hallgrími. Það er nefnilega ekki menningarstefna að vilja veg listarinnar sem mestan eða að ætla að leggja rækt við menningararfinn, hlúa að tungumálinu og þannig mætti áfram telja. Slíkt er aðeins innantómt orðagjálfur sem er engum til gagns. Engum stjórnmálamanni dettur í hug að láta duga að ætla að hlúa að sjávarútvegi, leggja rækt við ferðaþjónustu og huga að landbúnaðararfinum. Nei, auðvitað ekki, vegna þess að við kjósendur viljum vita hvað viðkomandi ætlar sér að gera og hvernig. Það er pólitík. Aðeins viku eftir að Hallgrímur flutti sína góðu ræðu fyrir útskriftarnemana í LHÍ birtist hér í Fréttablaðinu viðtal við Gunnar B. Kvaran, listfræðing og stjórnanda Astrup Fearnley samtímalistasafnsins í Osló. Astrup Fearnley er einkasafn, það stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndum, og mikilvægur valkostur í fjölbreyttri listasafnaflóru Noregs. Gunnar benti á að Norðmenn væru um þessar mundir að uppskera ríkulega af menningarpólitík sem á rætur sínar að rekja til þess að fyrir 20 árum áttuðu stjórnmálamenn sig á því að menningin er burðarstólpi í samfélaginu. Ekki skraut eða tyllidagaprjál heldur burðarstólpi. Norðmenn fóru því þá leið að fjárfesta í menningunni, einkum með því að fjárfesta í listamönnum því það er hlutverk listamanna að framleiða list og þar með menningu. Og vegna þess að það er bull að það sé gott fyrir listamenn að lepja dauðann úr skel þá bjuggu Norðmenn til eins konar borgaralaunakerfi með grunnframfærslu sem skilar því að nánast allir listamenn í Noregi eru á 50 til 100% launum. Um þessar mundir eru Norðmenn að uppskera ríkulega af þessum fjárfestingum, til að mynda með fjölda myndlistarmanna í fremstu röð á heimsvísu. Þetta er menningarpólitík. Það er auðvelt að skrifa þessa stefnu á olíuauð Norðmanna en hið rétta er að þetta snýst um grundvallarhugsun í samfélaginu. Um sátt stjórnmálanna um að allir eigi að njóta auðsins sem skapast með auðlindum þjóðarinnar, eins og t.d. sjávarútveginum, í stað þess að þorri hagnaðarins fari á fáar hendur. Samfélag sem kemur sér saman um ákveðin grundvallargildi á borð við sanngjarna dreifingu auðs og mikilvægi innviða, allt frá velferðarkerfi til atvinnuvega og þar með talið lista og menningar, hefur alla möguleika á að verða betra. Samfélag sem fjárfestir í framtíðinni, fremur en að græðgisvæða samtímann, uppsker í framtíðinni, öllum til heilla.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Til hamingju með daginn,“ sagði Hallgrímur Helgason, myndlistarmaður og rithöfundur, við útskriftarathöfn Listaháskóla Íslands fyrir skömmu. „Í batnandi landi er best að lifa,“ bætti Hallgrímur við í tilefni af því að svo virðist sem íslenskt samfélag sé farið að meta listnám að verðleikum. Átta sig á gildi listnáms og listarinnar sjálfrar. Þetta er ánægjulegt en það er öllu dapurlegra til þess að hugsa að stjórnmálamennirnir hafa ekki fylgt með, langt frá því, eða eins og Hallgrímur sagði: „Er það ekki ótrúlegt að okkur hafi þó skilað alla leið hingað, að íslensk menning sé þó komin á þennan stað, þrátt fyrir að hér hafi Alþingi aldrei samþykkt menningarstefnu af neinu tagi.“ Þetta er sorglega satt hjá Hallgrími. Það er nefnilega ekki menningarstefna að vilja veg listarinnar sem mestan eða að ætla að leggja rækt við menningararfinn, hlúa að tungumálinu og þannig mætti áfram telja. Slíkt er aðeins innantómt orðagjálfur sem er engum til gagns. Engum stjórnmálamanni dettur í hug að láta duga að ætla að hlúa að sjávarútvegi, leggja rækt við ferðaþjónustu og huga að landbúnaðararfinum. Nei, auðvitað ekki, vegna þess að við kjósendur viljum vita hvað viðkomandi ætlar sér að gera og hvernig. Það er pólitík. Aðeins viku eftir að Hallgrímur flutti sína góðu ræðu fyrir útskriftarnemana í LHÍ birtist hér í Fréttablaðinu viðtal við Gunnar B. Kvaran, listfræðing og stjórnanda Astrup Fearnley samtímalistasafnsins í Osló. Astrup Fearnley er einkasafn, það stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndum, og mikilvægur valkostur í fjölbreyttri listasafnaflóru Noregs. Gunnar benti á að Norðmenn væru um þessar mundir að uppskera ríkulega af menningarpólitík sem á rætur sínar að rekja til þess að fyrir 20 árum áttuðu stjórnmálamenn sig á því að menningin er burðarstólpi í samfélaginu. Ekki skraut eða tyllidagaprjál heldur burðarstólpi. Norðmenn fóru því þá leið að fjárfesta í menningunni, einkum með því að fjárfesta í listamönnum því það er hlutverk listamanna að framleiða list og þar með menningu. Og vegna þess að það er bull að það sé gott fyrir listamenn að lepja dauðann úr skel þá bjuggu Norðmenn til eins konar borgaralaunakerfi með grunnframfærslu sem skilar því að nánast allir listamenn í Noregi eru á 50 til 100% launum. Um þessar mundir eru Norðmenn að uppskera ríkulega af þessum fjárfestingum, til að mynda með fjölda myndlistarmanna í fremstu röð á heimsvísu. Þetta er menningarpólitík. Það er auðvelt að skrifa þessa stefnu á olíuauð Norðmanna en hið rétta er að þetta snýst um grundvallarhugsun í samfélaginu. Um sátt stjórnmálanna um að allir eigi að njóta auðsins sem skapast með auðlindum þjóðarinnar, eins og t.d. sjávarútveginum, í stað þess að þorri hagnaðarins fari á fáar hendur. Samfélag sem kemur sér saman um ákveðin grundvallargildi á borð við sanngjarna dreifingu auðs og mikilvægi innviða, allt frá velferðarkerfi til atvinnuvega og þar með talið lista og menningar, hefur alla möguleika á að verða betra. Samfélag sem fjárfestir í framtíðinni, fremur en að græðgisvæða samtímann, uppsker í framtíðinni, öllum til heilla.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júní.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun