Dalurinn festir kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 21. júní 2017 23:30 Róbert Wessman, forstjóri Alvogen. vísir/eyþór Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu stjórnenda lyfjafélagsins Alvogen, hefur fest kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi. Kaupin gengu í gegn fyrr í mánuðinum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en kaupverð er trúnaðarmál. Engar áherslubreytingar eru fyrirhugaðar á rekstri útgáfunnar. Birtíngur gefur út tímaritin Hús og híbýli, Gestgjafann og Vikuna. Dalurinn ehf., nýr eigandi Birtíngs, er í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar. Þeir eiga hver um sig fimmtungshlut í félaginu. Seljendur eru félagið SMD ehf., sem er í eigu einkahlutafélags Hreins Loftssonar, Prospectus ehf., í eigu Matthíasar Björnssonar, og Karl Steinar Óskarsson. Félag Hreins átti fyrir viðskiptin 75 prósenta hlut í Birtíngi, en þeir Matthías og Karl Steinar 12,5 prósenta hlut hvor. Hreinn hefur stigið til hliðar sem stjórnarformaður og útgefandi Birtíngs, en Karl Steinar mun áfram gegna starfi framkvæmdastjóra og Matthías starfi fjármálastjóra. Gunnlaugur Árnason mun taka sæti stjórnarformanns í Birtíngi og leiða stefnumótun félagsins. Hann er eigandi bresku fjölmiðlafélaganna M2 Communications og M2 Bespoke. Eins og kunnugt er var kaupum Pressunnar á Birtíngi rift í síðasta mánuði vegna bágborinnar fjárhagsstöðu Pressunnar. Áður höfðu fregnir borist af því að ekkert yrði af 300 milljóna króna hlutafjáraukningu Pressunnar. Dalurinn ehf. ætlaði meðal annars að leggja Pressunni til 155 milljónir króna af nýju hlutafé og verða þar með langsamlega stærsti eigandi fjölmiðilsins. Þegar Samkeppniseftirlitið samþykkti upphaflega kaup Pressunnar á Birtíngi fyrr á árinu kom meðal annars fram að fyrri eigendur Birtíngs hefðu ekki bolmagn til þess að halda útgáfunni áfram óbreyttri. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur fjárhagsleg staða útgáfufélagsins nú verið tryggð. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu stjórnenda lyfjafélagsins Alvogen, hefur fest kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi. Kaupin gengu í gegn fyrr í mánuðinum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en kaupverð er trúnaðarmál. Engar áherslubreytingar eru fyrirhugaðar á rekstri útgáfunnar. Birtíngur gefur út tímaritin Hús og híbýli, Gestgjafann og Vikuna. Dalurinn ehf., nýr eigandi Birtíngs, er í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar. Þeir eiga hver um sig fimmtungshlut í félaginu. Seljendur eru félagið SMD ehf., sem er í eigu einkahlutafélags Hreins Loftssonar, Prospectus ehf., í eigu Matthíasar Björnssonar, og Karl Steinar Óskarsson. Félag Hreins átti fyrir viðskiptin 75 prósenta hlut í Birtíngi, en þeir Matthías og Karl Steinar 12,5 prósenta hlut hvor. Hreinn hefur stigið til hliðar sem stjórnarformaður og útgefandi Birtíngs, en Karl Steinar mun áfram gegna starfi framkvæmdastjóra og Matthías starfi fjármálastjóra. Gunnlaugur Árnason mun taka sæti stjórnarformanns í Birtíngi og leiða stefnumótun félagsins. Hann er eigandi bresku fjölmiðlafélaganna M2 Communications og M2 Bespoke. Eins og kunnugt er var kaupum Pressunnar á Birtíngi rift í síðasta mánuði vegna bágborinnar fjárhagsstöðu Pressunnar. Áður höfðu fregnir borist af því að ekkert yrði af 300 milljóna króna hlutafjáraukningu Pressunnar. Dalurinn ehf. ætlaði meðal annars að leggja Pressunni til 155 milljónir króna af nýju hlutafé og verða þar með langsamlega stærsti eigandi fjölmiðilsins. Þegar Samkeppniseftirlitið samþykkti upphaflega kaup Pressunnar á Birtíngi fyrr á árinu kom meðal annars fram að fyrri eigendur Birtíngs hefðu ekki bolmagn til þess að halda útgáfunni áfram óbreyttri. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur fjárhagsleg staða útgáfufélagsins nú verið tryggð.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira