Sextíu milljónum úthlutað afturvirkt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. júní 2017 07:00 Sveinn Arason ríkisendurskoðandi, Unnur Stefánsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Örnólfur Thorsson forsetaritari fá öll launahækkun. Vísir Kjararáð ákvarðaði um miðjan mánuðinn kjör átta embættismanna auk sendiherra. Laun allra hækka nokkuð og í öllum tilvikum afturvirkt. Úrskurðirnir voru birtir í gær. Meðal þeirra sem fengu hækkun var Örnólfur Thorsson forsetaritari. Föst mánaðarlaun hans hækka um rúmlega 200 þúsund krónur og verða rúmlega 1,3 milljónir. Þá hefur verið tekið tillit til fastrar yfirvinnu. Hækkunin er afturvirk til 1. október í fyrra. Helgi I. Jónsson, varaforseti Hæstaréttar, hækkar um einn launaflokk og verður nú einum flokki lægri en forseti réttarins. Hins vegar er hann flokki hærri en aðrir dómarar við réttinn. Laun hans verða 1,9 milljónir eftir hækkunina. Líkt og hjá forsetaritara er hækkunin afturvirk til 1. október í fyrra. Hækkunin er til komin vegna bréfs varaforsetans til kjararáðs þar sem hann óskar eftir hækkuninni. Varaforseti sé staðgengill forseta og rétt sé að það endurspeglist í kjörum hans. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins og framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar fá hækkun sem er afturvirk til átján mánaða. Laun forstjóra FME voru ákveðin tæpar 1,2 milljónir en ofan á það smyrst um 620 þúsunda föst yfirvinna. Framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar hækkar um 100 þúsund krónur. Sendiherrar hækka í launum afturvirkt til eins árs og verða laun þeirra eftir hækkun 1,2 milljónir hið minnsta. Hækkunin er mismikil eftir mannaforráðum sendiherra. Þá verður ríkisendurskoðandi með 1,7 milljónir, afturvirkt til þrettán mánaða, hagstofustjóri fær tæpar 1,5 milljónir og ferðamálastjóri 1,47 milljónir afturvirkt til 1. október. Í öllum upphæðunum hefur verið tekið tillit til fastákveðinnar yfirvinnu. Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Kjararáð ákvarðaði um miðjan mánuðinn kjör átta embættismanna auk sendiherra. Laun allra hækka nokkuð og í öllum tilvikum afturvirkt. Úrskurðirnir voru birtir í gær. Meðal þeirra sem fengu hækkun var Örnólfur Thorsson forsetaritari. Föst mánaðarlaun hans hækka um rúmlega 200 þúsund krónur og verða rúmlega 1,3 milljónir. Þá hefur verið tekið tillit til fastrar yfirvinnu. Hækkunin er afturvirk til 1. október í fyrra. Helgi I. Jónsson, varaforseti Hæstaréttar, hækkar um einn launaflokk og verður nú einum flokki lægri en forseti réttarins. Hins vegar er hann flokki hærri en aðrir dómarar við réttinn. Laun hans verða 1,9 milljónir eftir hækkunina. Líkt og hjá forsetaritara er hækkunin afturvirk til 1. október í fyrra. Hækkunin er til komin vegna bréfs varaforsetans til kjararáðs þar sem hann óskar eftir hækkuninni. Varaforseti sé staðgengill forseta og rétt sé að það endurspeglist í kjörum hans. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins og framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar fá hækkun sem er afturvirk til átján mánaða. Laun forstjóra FME voru ákveðin tæpar 1,2 milljónir en ofan á það smyrst um 620 þúsunda föst yfirvinna. Framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar hækkar um 100 þúsund krónur. Sendiherrar hækka í launum afturvirkt til eins árs og verða laun þeirra eftir hækkun 1,2 milljónir hið minnsta. Hækkunin er mismikil eftir mannaforráðum sendiherra. Þá verður ríkisendurskoðandi með 1,7 milljónir, afturvirkt til þrettán mánaða, hagstofustjóri fær tæpar 1,5 milljónir og ferðamálastjóri 1,47 milljónir afturvirkt til 1. október. Í öllum upphæðunum hefur verið tekið tillit til fastákveðinnar yfirvinnu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira