Tufa: Trúi ekki á tilviljanir Ólafur Haukur Tómasson skrifar 24. júní 2017 20:30 Srdjan Tufegdzic,þjálfari KA. visir/stefán „Við lendum undir 2-0 eftir tuttugu mínútur og fáum á okkur mark eftir tvær mínútur í leik sem skiptir miklu máli og það er ekki í boði að byrja á að elta leikinn strax og það sem ég lagði upp með í byrjun leiks er allt í einu bara breytt. Við reyndum allt og setjum mark á réttum tíma til að snúa þessu við en þriðja markið drap okkur," sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA eftir tapið gegn KR í dag. Þetta var annar leikurinn í röð sem KA-menn fá á sig mark á 2. mínútu leiksins en þeir lentu í þessari stöðu líka í tapleiknum gegn Val í síðustu umferð. Tufa telur það enga tilviljun og það sé bara eitthvað sem hans menn séu að klikka á. „Ég er ekki maður sem trúir á tilviljanir og þetta er bara okkur sjálfum að kenna. Við verðum að mæta betur af fullum krafti á heimavelli, tækla þá og sýna að þeir eru ekki velkomnir hérna. Að elta tveggja marka forystu gegn liði eins og KR er mjög erfitt," KA-mönnum hefur gengið illa að skora í síðustu leikjum en boltinn rataði tvívegis inn í netið hjá þeim í dag. Tufa hefur engar áhyggjur af því þó mörkin hafi ekki látið sjá sig og telur sína menn hafa spilað vel þrátt fyrir marka- og stigaleysi. „Ég hef ekki haft áhyggjur þó við skorum ekki í þessum síðustu tveimur leikjum því við erum að spila vel og skapa færi. Við fengum nóg færi til að skora mörk, það sem ég er ósáttur með er að við gefum einföld mörk á okkur. Við erum þekktir fyrir sterkan og agaðan varnarleik og þetta er mjög ólíkt okkur." „Spilamennskan hefur ekki verið vonbrigði og við höfum verið að spila vel en sækja fá stig upp á síðkastið og ég er bara mjög ósáttur með þetta. Það er samt ekkert við því að gera annað en að fara á æfingarsvæðið, vinna vel og koma sér aftur í gírinn," sagði Tufa. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
„Við lendum undir 2-0 eftir tuttugu mínútur og fáum á okkur mark eftir tvær mínútur í leik sem skiptir miklu máli og það er ekki í boði að byrja á að elta leikinn strax og það sem ég lagði upp með í byrjun leiks er allt í einu bara breytt. Við reyndum allt og setjum mark á réttum tíma til að snúa þessu við en þriðja markið drap okkur," sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA eftir tapið gegn KR í dag. Þetta var annar leikurinn í röð sem KA-menn fá á sig mark á 2. mínútu leiksins en þeir lentu í þessari stöðu líka í tapleiknum gegn Val í síðustu umferð. Tufa telur það enga tilviljun og það sé bara eitthvað sem hans menn séu að klikka á. „Ég er ekki maður sem trúir á tilviljanir og þetta er bara okkur sjálfum að kenna. Við verðum að mæta betur af fullum krafti á heimavelli, tækla þá og sýna að þeir eru ekki velkomnir hérna. Að elta tveggja marka forystu gegn liði eins og KR er mjög erfitt," KA-mönnum hefur gengið illa að skora í síðustu leikjum en boltinn rataði tvívegis inn í netið hjá þeim í dag. Tufa hefur engar áhyggjur af því þó mörkin hafi ekki látið sjá sig og telur sína menn hafa spilað vel þrátt fyrir marka- og stigaleysi. „Ég hef ekki haft áhyggjur þó við skorum ekki í þessum síðustu tveimur leikjum því við erum að spila vel og skapa færi. Við fengum nóg færi til að skora mörk, það sem ég er ósáttur með er að við gefum einföld mörk á okkur. Við erum þekktir fyrir sterkan og agaðan varnarleik og þetta er mjög ólíkt okkur." „Spilamennskan hefur ekki verið vonbrigði og við höfum verið að spila vel en sækja fá stig upp á síðkastið og ég er bara mjög ósáttur með þetta. Það er samt ekkert við því að gera annað en að fara á æfingarsvæðið, vinna vel og koma sér aftur í gírinn," sagði Tufa.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira