Innlent

Munu nýta efnið úr Hlíðarendaá í vegagerð við Norðfjarðargöng

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Verktakar að störfum við Hlíðarendaá.
Verktakar að störfum við Hlíðarendaá. Snorri Aðalsteinsson
Efnið sem grafið var upp úr Hlíðarendaá á Eskifirði og stíflaði árfarveginn með framburði sínum, verður að hluta til nýtt í vegagerð við Norðfjarðargöng. Verktakar eru þegar hafnir við að ferja burt efnið. Þetta kemur fram í frétt Austurfrétta.

Unnið var að því að moka burt efnið frá klukkan fjögur á laugardag til klukkan tvö í nótt. Heilmikil möl og framburður var grafin upp úr ánni í gær eða um 12-14 þúsund rúmmetrar.

Ekki er búið að meta tjónið á svæðinu en búist er við að ekki sé langt í það. Búið er að opna veginn í Mjóafirði eftir að skriða féll á veginn.


Tengdar fréttir

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×