Innlent

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við tunguliprum sölumönnum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við sölumönnum sem fullyrða ranglega um gæði söluvarnings.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við sölumönnum sem fullyrða ranglega um gæði söluvarnings. Vísir/Eyþór
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við vingjarnlegum erlendum sölumönnum sem þykja einkar tunguliprir og sannfærandi. Þeir hafi selt fólki varning sem sé ekki í þeim gæðaflokki og fullyrt er um.

Sölumennirnir hafa haldið sig á bílastæðum við stórverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafi þeir boðið, að sögn, vandaðan fatnað á hagstæðu verði. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var um helgina tilkynnt um tvo sölumenn sem hafi boðið upp á „kostakaup.“ Sá sem gerði lögreglunni viðvart keypti jakka á þeim forsendum að hann væri úr gæðaefni. Svo reyndist ekki vera.

Lögreglan telur rétt að fólk hafi þetta hugfast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×