12 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasmygl og líkamsárás gegn föður sínum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. júní 2017 15:00 Héraðsdómur Austurlands. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasmygl og líkamsárás gegn föður sínum. Manninum var gefið að sök að hafa þann 29. júlí árið 2016 staðið að smygli á 665 grömmum af hassi til Grænlands frá Íslandi. Maðurinn flutti efnin sem farþegi með flugi frá Íslandi til Ilulissat í Grænlandi, falin í líkama sínum í 107 pakkningum. Þá var hann einnig ákærður fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi með því að hafa kýlt föður sinn í höfuð og andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut mikla bólgu og mar við vinstra auga, skurð á efra augnloki vinstra megin og brot á andlitsbeinum vinstra megin. „Nánar tiltekið var brotakerfi á mótum nefbeins, augntóftarbeins og sáldbeins, stærsti lausi beinbitinn á svæðinu var innkýldur og tilfærður og brotakerfið lá í gegnum augntóftarbeinsbotninn þar sem beinflaski var laus og gekk niður í kinnholuna. Auk þess skertist hreyfigeta vinstra auga og lokun neðra augnloks vinstra megin skaddaðist, hornhimna augans rispaðist og hann hlaut nokkra tvísýni,“ segir í dómnum. Maðurinn á sér talsverðan sakaferil. Frá árinu hefur hann hlotið 18 refsidóma og gengist undir lögreglustjórasátt vegna ýmissa brota gegn almennum hegningarlögum, fíkniefnalögum og umferðarlögum. Ekki hefur þótt ástæða til að skilorðsbinda fangelsisdóma sem hann hefur hlotið frá árinu 2003.Eins og fyrr segir var maðurinn dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir brot sín. Þá voru gerð upptæk 550,18 grömm af hassi, auk umbúða, 9 kannabisplöntur og aðrir munir sem lögregla lagði hald á, þ.e. 9 blómapottar, einn 4 tommu barki, þrír plastbakkar, loftblásari, loftsía, tvær rafmagnsviftur, spennugjafi fyrir ræktunarlampa, gróðurtjald, gróðurhúsalampi, fimm plastfötur ásamt plastbökkum, tvö rafmagnsfjöltengi, tímarofi og stálsúlur til að halda upp gróðurtjaldi. Þá er manninum gert að greiða 829.056 krónur í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasmygl og líkamsárás gegn föður sínum. Manninum var gefið að sök að hafa þann 29. júlí árið 2016 staðið að smygli á 665 grömmum af hassi til Grænlands frá Íslandi. Maðurinn flutti efnin sem farþegi með flugi frá Íslandi til Ilulissat í Grænlandi, falin í líkama sínum í 107 pakkningum. Þá var hann einnig ákærður fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi með því að hafa kýlt föður sinn í höfuð og andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut mikla bólgu og mar við vinstra auga, skurð á efra augnloki vinstra megin og brot á andlitsbeinum vinstra megin. „Nánar tiltekið var brotakerfi á mótum nefbeins, augntóftarbeins og sáldbeins, stærsti lausi beinbitinn á svæðinu var innkýldur og tilfærður og brotakerfið lá í gegnum augntóftarbeinsbotninn þar sem beinflaski var laus og gekk niður í kinnholuna. Auk þess skertist hreyfigeta vinstra auga og lokun neðra augnloks vinstra megin skaddaðist, hornhimna augans rispaðist og hann hlaut nokkra tvísýni,“ segir í dómnum. Maðurinn á sér talsverðan sakaferil. Frá árinu hefur hann hlotið 18 refsidóma og gengist undir lögreglustjórasátt vegna ýmissa brota gegn almennum hegningarlögum, fíkniefnalögum og umferðarlögum. Ekki hefur þótt ástæða til að skilorðsbinda fangelsisdóma sem hann hefur hlotið frá árinu 2003.Eins og fyrr segir var maðurinn dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir brot sín. Þá voru gerð upptæk 550,18 grömm af hassi, auk umbúða, 9 kannabisplöntur og aðrir munir sem lögregla lagði hald á, þ.e. 9 blómapottar, einn 4 tommu barki, þrír plastbakkar, loftblásari, loftsía, tvær rafmagnsviftur, spennugjafi fyrir ræktunarlampa, gróðurtjald, gróðurhúsalampi, fimm plastfötur ásamt plastbökkum, tvö rafmagnsfjöltengi, tímarofi og stálsúlur til að halda upp gróðurtjaldi. Þá er manninum gert að greiða 829.056 krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira